Emma Lind Þórsdóttir var sjö ára þegar sjúkrabíll var kallaður að heimilinu. Hún gleymir því aldrei þegar hún kíkti inn í svefnherbergi foreldra sinna og sá hvar móðir hennar sat hágrátandi á gólfinu og allt útatað í blóði. „Pabbi var þarna, móðursystir mín kom og sjúkrabíllinn. Mamma fór með sjúkrabílnum,“ segir Emma Lind, sem man ekki frekar eftir atvikum, en veit þó að móðir sín var í kjölfarið lögð inn á geðdeild.
Barnshafandi á geðdeild
Móðir hennar, Málfríður Hrund Einarsdóttir, steig fram í Stundinni árið 2017 og lýsti skakkaföllum og brotinni sjálfsmynd, en á seinni meðgöngunni missti hún heilsuna, með þeim afleiðingum að hún endaði barnshafandi á geðdeild. Það var árið 2006, en Emma Lind var þá þriggja ára. Hún hefur því varla þekkt neitt annað en að móðir hennar glími við geðrænar áskoranir og sé á örorku, en í kjölfar veikindanna var hún greind með svo slæma vefjagigt að …
Athugasemdir (2)