Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Styrkur bókarinnar liggur í fjölbreytni

Þá breytt­ist allt er speg­ill á marg­breyti­leg­an sam­tíma okk­ar og verð­ur okk­ur von­andi sem flest­um hvatn­ing til þess að hlusta eft­ir fleiri rödd­um. Bók­in er skemmti­leg af­lestr­ar og fróð­leg en nokkr­ir hnökr­ar koma í veg fyr­ir að hún sé af­bragðs­verk.

Styrkur bókarinnar liggur í fjölbreytni
Bók

Þá breytt­ist allt

Höfundur Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir
Drápa
208 blaðsíður
Niðurstaða:

Skemmtileg viðtalsbók sem endurspeglar fjölbreyttan samtímans. Efnistökin hefðu þó mátt vera hnitmiðaðri og formið á sögunum sömuleiðis.

Gefðu umsögn

Þegar yfir mann hellist tilfinningin „heimur versnandi fer“ getur verið ágætt að rifja upp það sem breyst hefur til batnaðar á síðustu árum og þar má sannarlega nefna aukinn fjölbreytileika mannlífsins hér á landi. Líkt og bent er á í formála bókarinnar Þá breyttist allt hefur á aðeins tveimur áratugum orðið ótrúleg fjölgun í hópi erlendra ríkisborgara á Íslandi, úr 10.000 manns í 65.000.

Á bak við þessar tölur eru jafnmargar sögur, heilar 65.000 manneskjur af holdi og blóði, og með bók sinni vilja höfundarnir greinilega minna á manneskjulega þáttinn í þessum breytingum á samsetningu íslensks samfélags, að fjölbreytt samfélag sé auðugra fyrir vikið. Á mörgum sviðum eigum við enn eftir að átta okkur á því og grípa tækifærið til að stíga nýjan takt; pólitísk völd og menningarlegt auðmagn hafa lítt þokast undan sömu rössunum og hugmyndin um innflytjendur sem „erlent vinnuafl“ fyrst og fremst er lífseig.

Í bókinni er …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár