Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan“

Bragi Valdi­mar Skúla­son, formað­ur FTT, seg­ir mik­il­vægt að ákvörð­un­in um að draga sig út úr Eurovisi­on komi frá RÚV svo að ábygð­in sé ekki sett á ein­stak­ling­ana um að taka þátt. Hann seg­ir fé­lag­ið vilja að það sama verði lát­ið ganga yf­ir Ísra­el núna og Rússa í fyrra. Það sé rétt­læt­is­mál.

„Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan“
Eurovision Í fyrra fengu Rússar ekki að taka þátt í Eurovision vegna innrásarinnar í Úkraínu. Kallað hefur verið eftir því að það sama gangi yfir Ísrael vegna átakanna á Gasasvæðinu. Mynd: EPA

„Okkur finnst skipta gríðarlega miklu máli að þessi ákvörðun komi frá RÚV. Því ef þetta er óbreytt þá mun fólk draga sig út – tónlistarfólk og listafólk. Við viljum frekar að RÚV taki þessa ákvörðun heldur en að þetta sé sett á hvern og einn – sem er þá kannski í klípu á milli þess að fylgja samviskunni og að sjá tækifæri til að stíga á stóra sviðið úti. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan.“

Þetta segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í samtali við Heimildina. Félagið hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar RÚV um að hætta við þátttöku Íslands í Eurovision til að mótmæla fyrirhugaðri þátttöku Ísraels í keppninni.

Bragi segjast skilja vel að RÚV bíði svara og ákvarðana frá þeim sem halda keppnina úti. „En ef enginn gerir neitt þá aukast líkurnar á því að það verði ekkert gert,“ segir hann.

„Þetta er fyrst og fremst réttlætismál“

Í fyrra hótuðu Finnar að draga sig úr keppni væri Rússum leyft að keppa. „Það varð til þess að það kom þrýstingur á að Rússar yrðu ekki með. Ef einhver tekur skrefið þá getur það sett þrýsting,“ segir Bragi.

Hann útskýrir að stjórnin líti kannski ekki á þetta sem pólitískar yfirlýsingar. „Þetta er fyrst og fremst réttlætismál. Við viljum að það sama verði látið ganga yfir Ísrael núna eins og Rússa í fyrra. Ekkert flóknara en það. Svo það sé ekki einhver tvískinnungur í því,“ segir Bragi.

Hann segir það hafa verið einhug í stjórn FTT að senda áskorunina. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta. En almennt í okkar röðum virðist vera tekið vel í þetta.“ Hann segir að félagsfólk hafi skorað á stjórnina að aðhafast eitthvað. Það sé svo annarra að taka ákvarðanirnar. „Við erum allavega búin að gera þetta.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Valberg Öfjörð skrifaði
    Mér finnst þetta afskaplega merkileg setning, "Við viljum frekar að RÚV taki þessa ákvörðun heldur en að þetta sé sett á hvern og einn – sem er þá kannski í klípu á milli þess að fylgja samviskunni og að sjá tækifæri til að stíga á stóra sviðið úti. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan". Afhverju þarf fólk að vera í "klípu" með þessa ákvörðun? Er þetta ekki nokkuð augljóst hvað þarf að gera.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Þá er bara að fá listamann sem er upprunalega frá Palestínu flytja atriðið á arabísku
    2
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hér vísar hver sinni ábyrgð á næsta mann. Félagsmenn varpa ábyrgð sinni á stjórn FTT og stjórnin varpar henni be4int yfir til útvarpsstjóra f.h. stjórnar RÚV OHF. Og útvarpsstjóri varpar ábyrgðinni til þeirra sem stjórna hjá Samtökum evrópskra útvarpsstöðva. Mér finnst þetta leikrit afspyrnu lélegt og þeim til skammar sem að þessu koma. Hvað er svona erfitt við að taka siðferðislega afstöðu sem manneskja gegn þjóðarmorði Ísraelskra ráðamanna gegn paletínsku þjóðinni? Skammist ykkar!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár