Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan“

Bragi Valdi­mar Skúla­son, formað­ur FTT, seg­ir mik­il­vægt að ákvörð­un­in um að draga sig út úr Eurovisi­on komi frá RÚV svo að ábygð­in sé ekki sett á ein­stak­ling­ana um að taka þátt. Hann seg­ir fé­lag­ið vilja að það sama verði lát­ið ganga yf­ir Ísra­el núna og Rússa í fyrra. Það sé rétt­læt­is­mál.

„Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan“
Eurovision Í fyrra fengu Rússar ekki að taka þátt í Eurovision vegna innrásarinnar í Úkraínu. Kallað hefur verið eftir því að það sama gangi yfir Ísrael vegna átakanna á Gasasvæðinu. Mynd: EPA

„Okkur finnst skipta gríðarlega miklu máli að þessi ákvörðun komi frá RÚV. Því ef þetta er óbreytt þá mun fólk draga sig út – tónlistarfólk og listafólk. Við viljum frekar að RÚV taki þessa ákvörðun heldur en að þetta sé sett á hvern og einn – sem er þá kannski í klípu á milli þess að fylgja samviskunni og að sjá tækifæri til að stíga á stóra sviðið úti. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan.“

Þetta segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í samtali við Heimildina. Félagið hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar RÚV um að hætta við þátttöku Íslands í Eurovision til að mótmæla fyrirhugaðri þátttöku Ísraels í keppninni.

Bragi segjast skilja vel að RÚV bíði svara og ákvarðana frá þeim sem halda keppnina úti. „En ef enginn gerir neitt þá aukast líkurnar á því að það verði ekkert gert,“ segir hann.

„Þetta er fyrst og fremst réttlætismál“

Í fyrra hótuðu Finnar að draga sig úr keppni væri Rússum leyft að keppa. „Það varð til þess að það kom þrýstingur á að Rússar yrðu ekki með. Ef einhver tekur skrefið þá getur það sett þrýsting,“ segir Bragi.

Hann útskýrir að stjórnin líti kannski ekki á þetta sem pólitískar yfirlýsingar. „Þetta er fyrst og fremst réttlætismál. Við viljum að það sama verði látið ganga yfir Ísrael núna eins og Rússa í fyrra. Ekkert flóknara en það. Svo það sé ekki einhver tvískinnungur í því,“ segir Bragi.

Hann segir það hafa verið einhug í stjórn FTT að senda áskorunina. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta. En almennt í okkar röðum virðist vera tekið vel í þetta.“ Hann segir að félagsfólk hafi skorað á stjórnina að aðhafast eitthvað. Það sé svo annarra að taka ákvarðanirnar. „Við erum allavega búin að gera þetta.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Valberg Öfjörð skrifaði
    Mér finnst þetta afskaplega merkileg setning, "Við viljum frekar að RÚV taki þessa ákvörðun heldur en að þetta sé sett á hvern og einn – sem er þá kannski í klípu á milli þess að fylgja samviskunni og að sjá tækifæri til að stíga á stóra sviðið úti. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan". Afhverju þarf fólk að vera í "klípu" með þessa ákvörðun? Er þetta ekki nokkuð augljóst hvað þarf að gera.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Þá er bara að fá listamann sem er upprunalega frá Palestínu flytja atriðið á arabísku
    2
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hér vísar hver sinni ábyrgð á næsta mann. Félagsmenn varpa ábyrgð sinni á stjórn FTT og stjórnin varpar henni be4int yfir til útvarpsstjóra f.h. stjórnar RÚV OHF. Og útvarpsstjóri varpar ábyrgðinni til þeirra sem stjórna hjá Samtökum evrópskra útvarpsstöðva. Mér finnst þetta leikrit afspyrnu lélegt og þeim til skammar sem að þessu koma. Hvað er svona erfitt við að taka siðferðislega afstöðu sem manneskja gegn þjóðarmorði Ísraelskra ráðamanna gegn paletínsku þjóðinni? Skammist ykkar!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár