Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Hafnarfjörður hækkar leikskólagjöld eftir að hafa tilkynnt um lækkun

Hafn­ar­fjarð­ar­bær boð­aði í des­em­ber breyt­ing­ar á leik­skóla­starfi sveita­fé­lags­ins. Með­al þeirra eru hærri leik­skóla­gjöld og styttri vist­un­ar­tími. „Ég held að sveit­ar­fé­lag­ið sé að þrýsta á fyr­ir­tæki og at­vinnu­líf­ið að minnka vinnu­tíma fólks,“ seg­ir móð­ir leik­skóla­barns í Hafnar­firði og starfs­mað­ur leik­skóla í sveita­fé­lag­inu.

Hafnarfjörður hækkar leikskólagjöld eftir að hafa tilkynnt um lækkun
Boða breytingar Leikskólastarfsemi Hafnarfjarðarbæjar verður með öðrum hætti frá og með næsta hausti. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Atvinnulífið er ekki að fara að byrja á því að hafa vinnuna til tvö á daginn, en það er svolítið það sem þarf til þess að þetta gangi upp hjá leikskólunum,“ segir móðir barns á leikskóla í Hafnarfirði. Hún er einnig starfsmaður á leikskóla í sveitarfélaginu. „Ég held að sveitarfélagið sé að þrýsta á fyrirtæki og atvinnulífið að minnka vinnutíma fólks,“ segir hún. 

Breytingarnar sem Hafnarfjarðabær boðaði á leikskólastarfi í byrjun desember eru m.a. skipting leikskóladagsins upp í kennslu- og frístundastarf og lækkun leikskólagjalda fyrir sex tíma vistun. Enn fremur verður leikskóladagatalið og dagatal grunnskólanna samræmt og innleiddur sveigjanlegri dvalartíma fyrir börn.

Þær aðgerðir sem Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar hrint í framkvæmd eru 36 stunda vinnuvika fyrir allt starfsfólk leikskólanna, aukið samræmi milli fyrstu skólastiganna, heimgreiðslur til foreldra og greiðsla stofn- og aðstöðustyrkja til dagforeldra.

Verandi starfsmaður segir móðirin breytingarnar leggjast vel í sig. Henni þykir þetta vera í takt við þá þróun sem sé að eiga sér stað í samfélaginu, það er að auka samverustundir fjölskyldna. Spurð hvort hún fengi sjálf sex tíma vinnudag sagði hún það eitthvað sem ekki væri búið að ræða.  

Bærinn segir litla eftirspurn eftir lengri vistun

Leikskólar Hafnarfjarðar munu loka klukkan hálf fimm, þar sem ekki mun standa foreldrum til boða að skrá börnin sín í vist til klukkan fimm síðdegis. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar til Hafnarfjarðarbæjar segir að fá börn séu skráð til fimm á daginn. Þessi breyting ætti því ekki að hafa áhrif á marga foreldra.

Faðir leikskólabarns í Hafnarfirði segir þó í samtali við Heimildina að þegar hann hafi reynt að nýta sér þann möguleika að vera með barn til fimm á leikskólanum hafi honum verið tjáð að það væru svo fá börn skráð til fimm að barnið hans yrði nánast það eina. Að hans sögn fengu foreldrar annarra barna sömu svör.

Heimildin sendi Hafnarfjarðabæ fyrirspurn um hve mörg börn væru í dag vistuð til fimm. Hafnarfjarðarbær segir þau aðeins vera fjögur sem eru vistuð lengur en til hálf fimm. Þau eru öll vistuð á sama leikskólanum og verða stjórnendur þar í góðu samráði við þá foreldra.

Leikskólagjöld hækka stuttu eftir tilkynningu um lækkun

Í desember barst foreldrum tölvupóstur þar sem tilkynnt var um 9,9% hækkun á dvalargjöldum í leikskólum Hafnarfjarðar. Fæðisgjaldið ætti að haldast óbreytt en leikskólagjaldið fyrir átta tíma vistun að hækka um 7,2%. Hækkunin á leikskólagjöldum var ákveðin í bæjarstjórn í byrjun desember.

Fyrr í desembermánuði hafði þó borist fréttatilkynning sem boðaði umtalsverða lækkun á leikskólagjöldum fyrir sex tíma vistun og enga breytingu á gjöldum fyrir 8 tíma vistun. 

Í tilkynningunni sagði: „Leikskólagjöld fyrir 8 klukkustundir á dag haldast óbreytt. Leikskólagjöld fyrir 6 klukkustunda vistun á dag lækka umtalsvert eða sem jafngildir 30% af heildarkostnaði af 40 klukkustunda vistun.“ Upplýsingarnar frá Hafnarfjarðarbæ eru því nokkuð mótsagnakenndar. Áðurnefnd fréttatilkynning er nú horfin af vef bæjarins.

Faglærðu starfsfólki fjölgar

Faglærðum starfsmönnum á leikskólum Hafnarfjarðarbæjar hefur fjölgað um 2,9% frá því í apríl 2022. Starfsfólk leikskólanna með aðra háskólamenntun hefur fjölgað um 3%. Í svari Hafnarfjarðarbæjar til Heimildarinnar um hvernig bærinn ætli að fjölga fagmenntuðu fólki segir að allar stöður séu auglýstar. „Svo trúum við því að ánægt starfsfólk láti vini og félaga í faginu vita og þannig er það kannski ekki síður upplifun af umbreytingum og breyttu starfsumhverfi og leikskólastarfi sem er að skila sér.“

Í fréttatilkynningu Hafnarfjarðarbæjar segir að markmið aðgerðanna sé að „auka sveigjanleika innan skóladagsins allt árið um kring og fjölga fagfólki í leikskólum bæjarins.“ 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár