„Það er enginn einn sem breytir menntakerfi. Menntakerfi er þannig kerfi að það breytist yfir ákveðinn tíma, með ákveðnum hætti og það þurfa allir að koma að því, bæði innan og utan skóla. Þetta er samfélagsverkefni,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Hann segir það vonbrigði hversu illa íslensk börn koma út úr nýjustu PISA-könnuninni en árangur þeirra hefur hnignað verulega frá síðustu könnun sem var birt árið 2018. „Þetta eru talsverð vonbrigði en kemur kannski ekki á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun undanfarin ár. Þetta kallar á að við höldum áfram að vinna að þeim breytingum sem við erum að vinna að og eru meðal annars til komnar til að bregðast við þessu, og eru rammaðar inn í menntastefnuna sem við erum búin að vinna,“ segir hann.
„Þetta eru talsverð vonbrigði en kemur kannski ekki á óvart“
Ásmundur Einar segir menntastefnuna sem var samþykkt á …
Athugasemdir (2)