„Gjörbreytt nálgun“ á menntakerfið
Róttækar breytingar Ásmundur Einar bindur miklar vonir við þær breytingar sem eru væntanlegar á íslensku menntakerfi. Mynd: Bára Huld Beck
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Gjörbreytt nálgun“ á menntakerfið

Stefnt er að því að end­ur­reisa Mennta­mála­stofn­un und­ir heit­inu Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu á vor­mán­uð­um. Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra seg­ir þetta lið í að bæta mennta­kerf­ið og bregð­ast við hnign­andi náms­ár­angri ís­lenskra barna. Öllu starfs­fólki Mennta­mála­stofn­un­ar verð­ur sagt upp, ut­an for­stjór­ans sem flyst yf­ir til nýju stofn­un­ar­inn­ar.

„Það er enginn einn sem breytir menntakerfi. Menntakerfi er þannig kerfi að það breytist yfir ákveðinn tíma, með ákveðnum hætti og það þurfa allir að koma að því, bæði innan og utan skóla. Þetta er samfélagsverkefni,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. 

Hann segir það vonbrigði hversu illa íslensk börn koma út úr nýjustu PISA-könnuninni en árangur þeirra hefur hnignað verulega frá síðustu könnun sem var birt árið 2018. „Þetta eru talsverð vonbrigði en kemur kannski ekki á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun undanfarin ár. Þetta kallar á að við höldum áfram að vinna að þeim breytingum sem við erum að vinna að og eru meðal annars til komnar til að bregðast við þessu, og eru rammaðar inn í menntastefnuna sem við erum búin að vinna,“ segir hann. 

„Þetta eru talsverð vonbrigði en kemur kannski ekki á óvart“

Ásmundur Einar segir menntastefnuna sem var samþykkt á …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÖS
    Örn Sigurðsson skrifaði
    Ásmundur Einar og aðrir ráðamenn nefna ekki gríðarlega fjölgun barna af erlendum uppruna í skólakerfinu, sem er þó augljós orsakavaldur. Bestu kveðjur, Örn Sigurðsson arkorn0906@gmail.com
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Bakkabræður reyndu að fá ljós í bæinn með því að bera inn sólarljósið í kerum og kyrnum. Það fylgdi ekki söunni hvað þeir gerðu þegar þeir sáu að þetta bar ekki árangur. Núverandi ráðherra veit betur og fjárfestir í nýjum og dýrari kerum!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár