Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað

Erla Gerð­ur Sveins­dótt­ir, lækn­ir og sér­fræð­ing­ur um offitu­með­ferð, hef­ur lagst gegn hert­um skil­yrð­um fyr­ir greiðslu­þátt­töku með syk­ur­sýk­is­lyfj­um. Hún seg­ir skil­yrð­in of ströng og dreg­ur í efa að minni greiðslu­þátt­taka hafi í för með sér sparn­að í heild­ar­sam­heng­inu.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað
Greiðsluþátttaka Erla bendir á að kostnaður Sjúkratrygginga hafi nýlega minnkað umtalsmert með tilkomu lyfsins Wygowy á markað. Kostnaðurinn sem minnst sé á í tilkynningunni muni því fara minnkandi í ljósi þessarar þróunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og sérfræðingur um offitumeðferð, segir útskýringar Sjúkratrygginga á hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku með sykursýkislyfjum ekki breyta skoðun sinni á málinu. Erla hefur talað gegn breytingunum og segir nýju skilyrðin vera of ströng.

„Það er verið að hefja lyfjameðferð þegar sjúkdómurinn offita er of langt genginn. Það er of seint að hefja lyfjameðferð þarna eins og greiðsluþátttakan er,“ segir hún. Erla segir notkun lyfjanna koma í veg fyrir fylgikvilla offitu sem felur í sér umtalsverðan sparnað og minna álag á heilbrigðiskerfið.

Kostnaður Sjúkratrygginga hefur tólffaldast

Sjúkratryggingar segja kostnað vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar, hafa tólffaldast á undanförnum fimm árum. Kostnaðurinn hefur farið úr því að vera 163 milljónir árið 2018 í 1,9 milljarð í ár. Lyfin sem um ræðir eru semaglútíðlyf s.s. Ozempic, Rybelsus og Wegowy og líraglútíðlyfin Victoza og Saxenda.

Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum segir að fjöldi þeirra sem hafi fengið ávísanir upp …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Getur verið að einkavinir heilbrigðisráðherra í læknastétt , sem reka Kliníkina , séu á dýrunum hjá Willum ? Alltaf að koma betur í ljós hvað Willum er vitlaus í sinni ráðherra vinnu .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár