Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað

Erla Gerð­ur Sveins­dótt­ir, lækn­ir og sér­fræð­ing­ur um offitu­með­ferð, hef­ur lagst gegn hert­um skil­yrð­um fyr­ir greiðslu­þátt­töku með syk­ur­sýk­is­lyfj­um. Hún seg­ir skil­yrð­in of ströng og dreg­ur í efa að minni greiðslu­þátt­taka hafi í för með sér sparn­að í heild­ar­sam­heng­inu.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað
Greiðsluþátttaka Erla bendir á að kostnaður Sjúkratrygginga hafi nýlega minnkað umtalsmert með tilkomu lyfsins Wygowy á markað. Kostnaðurinn sem minnst sé á í tilkynningunni muni því fara minnkandi í ljósi þessarar þróunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og sérfræðingur um offitumeðferð, segir útskýringar Sjúkratrygginga á hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku með sykursýkislyfjum ekki breyta skoðun sinni á málinu. Erla hefur talað gegn breytingunum og segir nýju skilyrðin vera of ströng.

„Það er verið að hefja lyfjameðferð þegar sjúkdómurinn offita er of langt genginn. Það er of seint að hefja lyfjameðferð þarna eins og greiðsluþátttakan er,“ segir hún. Erla segir notkun lyfjanna koma í veg fyrir fylgikvilla offitu sem felur í sér umtalsverðan sparnað og minna álag á heilbrigðiskerfið.

Kostnaður Sjúkratrygginga hefur tólffaldast

Sjúkratryggingar segja kostnað vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar, hafa tólffaldast á undanförnum fimm árum. Kostnaðurinn hefur farið úr því að vera 163 milljónir árið 2018 í 1,9 milljarð í ár. Lyfin sem um ræðir eru semaglútíðlyf s.s. Ozempic, Rybelsus og Wegowy og líraglútíðlyfin Victoza og Saxenda.

Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum segir að fjöldi þeirra sem hafi fengið ávísanir upp …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Getur verið að einkavinir heilbrigðisráðherra í læknastétt , sem reka Kliníkina , séu á dýrunum hjá Willum ? Alltaf að koma betur í ljós hvað Willum er vitlaus í sinni ráðherra vinnu .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu