Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað

Erla Gerð­ur Sveins­dótt­ir, lækn­ir og sér­fræð­ing­ur um offitu­með­ferð, hef­ur lagst gegn hert­um skil­yrð­um fyr­ir greiðslu­þátt­töku með syk­ur­sýk­is­lyfj­um. Hún seg­ir skil­yrð­in of ströng og dreg­ur í efa að minni greiðslu­þátt­taka hafi í för með sér sparn­að í heild­ar­sam­heng­inu.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað
Greiðsluþátttaka Erla bendir á að kostnaður Sjúkratrygginga hafi nýlega minnkað umtalsmert með tilkomu lyfsins Wygowy á markað. Kostnaðurinn sem minnst sé á í tilkynningunni muni því fara minnkandi í ljósi þessarar þróunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og sérfræðingur um offitumeðferð, segir útskýringar Sjúkratrygginga á hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku með sykursýkislyfjum ekki breyta skoðun sinni á málinu. Erla hefur talað gegn breytingunum og segir nýju skilyrðin vera of ströng.

„Það er verið að hefja lyfjameðferð þegar sjúkdómurinn offita er of langt genginn. Það er of seint að hefja lyfjameðferð þarna eins og greiðsluþátttakan er,“ segir hún. Erla segir notkun lyfjanna koma í veg fyrir fylgikvilla offitu sem felur í sér umtalsverðan sparnað og minna álag á heilbrigðiskerfið.

Kostnaður Sjúkratrygginga hefur tólffaldast

Sjúkratryggingar segja kostnað vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar, hafa tólffaldast á undanförnum fimm árum. Kostnaðurinn hefur farið úr því að vera 163 milljónir árið 2018 í 1,9 milljarð í ár. Lyfin sem um ræðir eru semaglútíðlyf s.s. Ozempic, Rybelsus og Wegowy og líraglútíðlyfin Victoza og Saxenda.

Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum segir að fjöldi þeirra sem hafi fengið ávísanir upp …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Getur verið að einkavinir heilbrigðisráðherra í læknastétt , sem reka Kliníkina , séu á dýrunum hjá Willum ? Alltaf að koma betur í ljós hvað Willum er vitlaus í sinni ráðherra vinnu .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár