„Sameer var alveg á tánum þegar hann kom til okkar, segir Anna Guðrún Ingadóttir, sem hefur síðan í júní verið fósturmóðir Sameer Omran, tólf ára drengs sem flúði frá Gasaströndinni ásamt frændum sínum en Útlendingastofnun hefur tilkynnt að hann og Yazan Kaware , fjórtán ára frændi hans, verði sendir aftur til Grikklands, þar sem þeir dvöldu í sex mánuði áður en þeir komu til Íslands og betluðu á götunni, viðbúnir því að fólk hrækti á þá. “
Aðspurð um hvort hann sýni einkenni áfallastreituröskunar kveðst Anna Guðrún ekki vera sérfræðingur, en með þeim fyrirvara segist hún halda að hann sé með áfallastreitu eða áfallastreituröskun. Hún lýsir atferli hans síðustu mánuði á þennan hátt:
„Ég fann að hann átti mjög erfitt með að treysta okkur lengi til að byrja með. Þó sýndum við bara góðmennsku og gerðum allt til að byggja upp traust. En hann læsti herbergi sínu. Og hann …
Athugasemdir (1)