Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.

Í febrúar 2022 varði fáliðað herlið Úkraínu hafnarborgina Mariupol, sem liggur meðfram strönd Azovhafs gegn margfalt stærra herliði Rússa, í 80 daga. Heimurinn fylgdist agndofa með fréttaflutningi frá borginni þegar rússneskar hersveitir, allt að átta sinnum fleiri en varnarliðið, mölvuðu borgina með hryllilegri sprengjuherferð sem á sér fáar hliðstæður úr mannkynssögunni.

John Spencer, forseti Urban warfare institute og sérfræðingur í borgarastríði, segir á heimasíðu sinni að vörnin um borgina hafi komið í veg fyrir að Rússar gætu flutt herlið og vígagögn til annarra hluta landsins. Þannig græddu hersveitir Úkraínu dýrmætan tíma sem hægt var að nýta í að verja önnur lykilsvæði og almennt er talið að vörnin um Mariupol hafi átt stóran hluta í að sókn Rússa í landinu hafi fjarað út.

Vörnin var vægast sagt ekki án kostnaðar. Stjórnvöld í Úkraínu telja að um 25 þúsund almennir borgarar hafi legið í valnum og upp undir 50 þúsund …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steingrimur Steingrimsson skrifaði
    Eg taldi mig vera i askrift Latid mig vita ef svo er ekki kv SS
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár