Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

OECD gerir alvarlegar athugasemdir við eftirlit með nýsköpunarstyrkjum

End­ur­greiðsl­ur úr rík­is­sjóði vegna rann­sókna og þró­un­ar hafa marg­fald­ast á ör­fá­um ár­um og eru áætl­að­ar 16,6 millj­arð­ar króna á næsta ári. Í nýrri út­tekt Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að eft­ir­liti og eft­ir­fylgni með styrkj­un­um sé veru­lega ábóta­vant.

OECD gerir alvarlegar athugasemdir við eftirlit með nýsköpunarstyrkjum
Ráðherrar Styrkirnir hækkuðu mikið í tíð Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók nýverið við því ráðuneyti af honum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Í nýrri úttekt sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), þar sem lagt er mat á áhrif skattaafsláttar til fyrirtækja vegna rannsóknar og þróunar, er bent á ýmsa vankanta kerfisins sem ráðstafar stuðningi ríkisins til nýsköpunar.

Eitt helsta vandamálið sem blasir við, að mati OECD, er skortur á gögnum og reglulegu eftirliti með styrkþegum og verkefnum þeirra. Erfitt sé að leggja mat á árangur hvers og eins fyrirtækis og rannsóknar- eða þróunarverkefnunum sem þau fá stuðning fyrir. Sömuleiðis sé lítið til af gögnum sem gefa vísbendingu um dreifingu skattaafsláttarins. Þá kemur einnig fram í úttektinni, að samskiptum og upplýsingaflæði á milli Rannís og Skattsins, þeirra stofnana sem hafa yfirsjón með úthlutun skattaafsláttarins, sé verulega ábótavant. 

Upphæðirnar sem veittar eru til nýsköpunarfyrirtækja úr ríkissjóði í gegnum þetta styrkjakerfi hafa vaxið mikið á síðustu árum. Árið 2015 námu styrkirnir 1,3 milljörðum króna en á næsta ári er gert ráð að þeir verði 16,6 milljarðar króna.

Ráðherrar fagna

Úttektin var unnin að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Þar kemur fram að stuðningurinn við nýsköpunarfyrirtæki hafi farið frá því að vera 0,07 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2006 yfir í rúmlega 0,42 prósent árið 2020. Þessum niðurstöðum fagna ráðherrarnir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem segja í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þá aukningu sem úttektin greinir sýna fram á að ríkið sé á réttri leið í málaflokknum. 

Haft er eftir Áslaugu Örnu að ánægjulegt sé „að fá staðfestingu OECD á því að stofnunin sjái að stuðningurinn hafi skilað sér í stóraukinni rannsóknar- og þróunarvirkni fyrirtækja“.

Skortur á gögnum og eftirliti

Í tilkynningunni sem birt var á vef stjórnarráðsins er þó ekki fjallað jafnmikið um þær fjölmörgu athugsemdir sem OECD gerir við ýmsa vankanta kerfisins sem ráðstafar stuðningi ríkisins til nýsköpunar. Skort á gögnum og reglulegu eftirliti með styrkþegum og verkefnum þeirra, að erfitt sé að leggja mat á árangur hvers og eins fyrirtækis og að skortur sé á gögnum sem gefa vísbendingu um dreifingu skattaafsláttarins. 

Til dæmis gerði skortur á tiltækum gögnum starfsmönnum OECD erfitt fyrir að meta áhrif breytinganna sem gerðar voru á skattaafsláttarkerfinu árið 2020. Með breytingunum var tekin upp þrepaskipting, þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta nú fengið allt að 35 prósent af kostnaði við rannsóknir og þróun í afslátt, á meðan stór fyrirtæki geta mest fengið 25 prósent afslátt. Athugun OECD leiddi í ljós, þvert á væntingar stjórnvalda, að breytingin nýttist fyrst og fremst örfáum stórum fyrirtækjum í landinu.

Þessar athugasemdir eru athyglisverðar í ljósi þess sem kom fram í umsögn sem Skatturinn sendi til Alþingis fyrir rúmlega tveimur árum, þar sem hann sagði að mikil þörf væri á því að herða eftirlit með útgreiðslu styrkjanna. Taldi hann meðal annars í umsögn sinni „nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­­­ar­­­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­­­heyri frekar eðli­­­legum end­­­ur­­­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­­­festra nýsköp­un­­­ar­verk­efna“.  

Úttekt OECD er því ekki einungis staðfesting á því að stjórnvöld séu á réttri leið í þessum málaflokki, eins og fjármála- og efnahagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segja, heldur líka aðvörun um að koma á viðunandi eftirliti með þessum ört stækkandi útgjaldalið.

Styrkir til nýsköpunarfyrirtækja hækka um 1,6 milljarð

Endurmat á áætluðum endurgreiðslum til nýsköpunarfyrirtækja úr ríkissjóði, í samræmi við álagningu frá Skattinum og upplýsingum frá Rannís um kostnaðaráætlun þeirra verkefna sem sótt er um, hefur leitt til þess að upphæðin sem nú er áætluð í styrkina hækkaði um 1,6 milljarða króna milli umræðna um fjárlagafrumvarpið.

Þegar frumvarpið var lagt fram í september var áætlað að styrkirnir, sem voru rúmlega 13 milljarðar króna í ár, myndu verða 15 milljarðar króna á árinu 2024.

Nú er gert ráð fyrir því að þeir verði 16,6 milljarðar króna, en styrkirnir eiga að greiðast út til fyrirtækja sem stunda rannsóknir og þróun.

Árlega er birtur listi yfir þau fyrirtæki sem fá slíka styrki sem eru yfir 500 þúsund evrum, eða rúmlega 75 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Í ár var um að ræða 59 fyrirtæki.

Sum fyrirtækin sem fá háa styrki eru skráð á markað og eru á meðal stærstu fyrirtækja landsins. Má þar nefna Marel, Össur og Alvotech sem fengu 250 milljónir hvort í ár úr ríkissjóði. Þá fékk tölvuleikjafyrirtækið CCP, sem er í eigu suður-kóresks fyrirtækis, tvöfaldan styrk. Annars vegar fyrir CCP vegna útgáfu tölvuleikja og hins vegar fyrir CCP Development /Platform fyrir hugbúnaðargerð. Samanlagt nema greiðslur úr ríkissjóði til CCP-samstæðunnar vegna nýsköpunarstyrkja um 2,1 milljarði króna frá árinu 2019 og fram á þetta ár.

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GT
    Geir Thorolfsson skrifaði
    Það er auðvitað í anda Sjálfsgræðisflokksins að hafa eftirlit í lágmarki. Ég man eftir áróðri sjallana á móti "eftirlitsiðnaðinum". Og þeir lögðu niður Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins og svo NMÍ. Hverjir eiga nú að vernda okkur fyrir byggingarefnum sem henta ekki á Íslandi? Sem sagt: Minna eftirlit - meiri mygla.
    4
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    16.6 milljarðar í ríkisstyrki til einkafyrirtækja - á hæpnum forsendum. Samþykkja þingmenn þetta?
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár