Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Katrín hafnar ávirðingum Þorgerðar um afneitun ríkisstjórnarinnar

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, sagði rík­is­stjórn­ina „virð­ast vera í af­neit­un­ar­ham“ í óund­ir­bún­um fyr­isp­urn­ar­tíma á Al­þingi í dag. Téð af­neit­un væri gagn­vart bágri stöðu heim­il­inna vegna slæmra vaxt­ar­kjara. Beindi hún máli sínu til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra, sem svar­aði að ekki væri raun­sönn mynd að allt væri í kalda­koli.

Katrín hafnar ávirðingum Þorgerðar um afneitun ríkisstjórnarinnar
Vaxtakjör Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ríkisstjórnina vera að „senda himinháa reikninga á heimili landsins.“ Það sé það sem „slæleg efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar“ kosti. Mynd: Bára Huld Beck

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði ríkisstjórnina „virðast vera í afneitunarham“ í óundirbúnum fyrispurnartíma á Alþingi í dag. Téð afneitun væri gagnvart bágri stöðu heimilanna vegna slæmra vaxtarkjara. Beindi hún máli sínu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem svaraði að ekki væri raunsönn mynd að allt væri í kaldakoli. 

Þorgerður gagnrýnir þau fjárlög sem leggja á fyrir þingið á morgun. Þau séu ekki eins og hennar flokkur myndi vilja hafa þau. „Við höfum ítrekað varað við þessari útgjaldagleði ríkisstjórnarinnar alveg frá árinu 2018.“

Senda himinháa reikninga á heimili landsins

Hún viðurkennir að þingmenn Viðreisnar hafi „nöldrað“ út af fjárlögunum árum saman. Það sé vegna hræðslu við afleiðingarnar fyrir íslensk heimili auk lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún segir ríkisstjórnina vera að „senda himinháa reikninga á heimili landsins.“ Það sé kostnaðurinn við „slælega efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar“. 

Þannig bendi ekkert til þess, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnin ætli að taka utan um bága stöðu heimilanna í landinu. Hún hafi áhyggjur af framhaldinu. „Ég er hrædd um að við séum bara rétt að sjá upphafið af þessum veruleika núna,“ segir hún.

Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi sýnt á spilin og að ekkert standi til að gera fyrir heimilin í landinu. „Meðan staðan er svona verðum við að taka tímabundið utan um þennan hóp.“

Bætur í málefnum barna og húsnæðismálum

Í svari sínu sagði Katrín Jakobsdóttir að stjórnvöld hefðu beitt sér með margvíslegum hætti til að draga úr fátækt barna. Máli sínu til stuðnings nefndi hún endurskoðun á barnabótakerfinu og frekari kerfisbreytingar. 

Stjórnvöld hafi enn fremur endurskoðað húsnæðiskerfið. Hún og aðrir telji að rót vandans liggi í framboði af húsnæði. „Nú er staðan þannig að hátt í þriðjungur þeirra íbúða sem hefur verið byggður á undanförnum árum eru byggðar fyrir tilstuðlan opinberra framlaga,“ segir Katrín.

„Ef við viljum ráðast að rót vandans þegar kemur að húsnæðiskostnaði heimilanna þá skiptir máli að framboðið standi undir eftirspurn og þar hefur ríkisvaldið verið að beita sér.“

Katrín sagði ríkið bjóða upp á fjölþættan stuðning á sviði húsnæðismála. Vaxtabætur væru ekki eina leiðin til að styðja við heimilin í landinu. „Við erum að reyna að tryggja að ríkisfjármálin styðji við peningastefnuna þannig að verðbólgan gangi niður.“

Að lokum minntist Katrín á að kaupmáttur launa hefði hækkað um 3% á árinu. „Það að draga upp þá mynd að hér sé allt í kaldakoli, þótt vissulega sé verðbólgan þrálát og vaxtastigið hátt, er ekki raunsönn mynd.“

Kaupmáttur launa og kaupmáttur ráðstöfunartekna

Þess er vert að geta að í ræðu sinni vísaði forsætisráðherra í hækkun kaupmáttar launa. Þegar Hagstofan fjallar um kaupmátt, sem mælikvarða fyrir tekjuskiptingaruppgjör hagkerfisins, vísar hún til „kaupmáttar ráðstöfunartekna“, á meðan forsætisráðherra vísar til kaupmáttar sem munarins á þróun vísitölu launa og verðbólgu.

Þegar talað er um kaupmátt launa er ekki gert ráð fyrir vaxtagjöldum. Þau hafa hækkað umtalsvert. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur þannig lækkað fjóra ársfjórðunga í röð samhliða hækkun á kaupmætti launa. Þannig greindi Hagstofan frá því í mars síðastliðnum að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði fallið um 1,7% árið 2022 og í síðustu frétt sinni um kaupmátt launa greindi Hagstofan frá því að hann hefði fallið um 5,7% á öðrum ársfjórðungi 2023 miðað við árið áður.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
5
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár