Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall

Lag­fær­ing­ar á nú­ver­andi vegi og færsla hans norð­ur fyr­ir Vík er sá val­kost­ur sem Vega­gerð­in mæl­ir með við upp­bygg­ingu á Hring­veg­in­um um Mýr­dal. Jarð­göng myndu „af­ar ólík­lega“ standa und­ir sér með veg­gjöld­um og mik­il áhætta fæl­ist í nýj­um vegi um Vík­ur­strönd, sem er „af­ar út­sett“ fyr­ir ágangi sjáv­ar.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall
Valkostur 4 Fyrri kosturinn sem Vegagerðin mælir með er valkostur 4: Lagfæringar á núverandi vegi og vegur fer norður fyrir Vík. Mynd: Vegagerðin/VSÓ

Vegagerðin setur fram sex valkosti að uppbyggingu Hringvegarins um Mýrdal í nýútkominni umhverfismatsskýrslu sinni. Færsla vegarins ofan af Gatnabrún og að ströndinni, jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur um Víkurströnd hafa verið einna mest í umræðunni, reyndar árum saman, en sérstaklega síðustu misseri. Jarðgöng í Reynisfjalli eru enda á aðalskipulagi Mýrdalshrepps og í samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings þeirra.

En þetta er ekki sá valkostur sem Vegagerðin mælir helst með. Með tilliti til hagkvæmni og umhverfisáhrifa telur stofnunin „rétt“ að mæla með því að gera lagfæringar á núverandi vegi en færa hann að hluta norður fyrir Víkurþorp. Þessir tveir kostir, merktir 4 og 4b í skýrslum Vegagerðarinnar, uppfylla að hennar mati markmið framkvæmdarinnar um bætt umferðaröryggi, greiðfærni og færslu Hringvegar út fyrir þéttbýli. Þeir eru auk þess mun ódýrari. Jarðgöng ein og sér myndu kosta tæpa 11 milljarða. Valkostir með göngum og nýjum vegum með ströndinni, m.a. um Víkurfjöru, myndu samkvæmt mati Vegagerðarinnar kosta 16-17 milljarða.

„Ströndin er afar útsett fyrir ágangi sjávar og mælingar gefa til kynna að öldur út fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim hæstu og orkumestu í heiminum.”
Úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar

Stofnunin bendir ennfremur á að gert sé ráð fyrir gjaldtöku í jarðgöng í gegnum Reynisfjall en að „afar ólíklegt“ sé að hún myndi standa undir framkvæmdakostnaði. „Í ljósi þess kostnaðar og áhættu sem fylgir valkostum sem fela í sér jarðgöng og veg um Víkurströnd, getur Vegagerðin ekki mælt með þeim á þessu stigi,“ segir í umhverfismatsskýrslunni.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps telur það hins vegar ekki koma til greina að færa veginn fyrir ofan byggðina á Vík líkt og þeir kostir sem Vegagerðin hefur nú sett á oddinn fela í sér. Framtíðar byggingar- og útivistarsvæði séu í efri hluta bæjarins. Jarðgöng og vegur um Víkurfjöru eru sem fyrr sú leið sem sveitarstjórnin vill að vegurinn fari um.

Hæstu og orkumestu öldur í heimi

Áhættan sem Vegagerðin vísar til í rökstuðningi sínum fyrir að leggja áherslu á aðra kosti en jarðgöng og veg um Víkurfjöru, tengist ekki aðeins því að kostnaður yrði tvöfalt meiri, heldur fjörunni sjálfri og landbrotinu sem þar á sér stöðugt stað.

Með því að byggja veg „á svo útsettri strönd fyrir ágangi sjávar sem Víkurströnd er“ yrði tekin áhætta. „Töluverður munur er á því að verja byggð sem er í ákveðinni fjarlægð frá ströndinni saman borið við það að verja veg sem er í fjörunni.“ Bendir stofnunin á, máli sínu til stuðnings, að öldur úti fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim „hæstu og orkumestu í heiminum“.

Kostnaður ólíkra valkostaÁætlaður stofnkostnaður í milljónum króna á verðlagi miðað við september 2022.

Ef vegur yrði lagður við Víkurströnd þyrfti að byggja umtalsverðar grjótvarnir meðfram honum og bæta við þriðja sandfangaranum svokallaða til að verja ströndina fyrir rofi. Mikil óvissa fylgi því að byggja innviði á svo útsettri strönd sem Víkurströnd og óljóst hvaða viðhaldsaðgerðir og framkvæmdir yrðu nauðsynlegar til að viðhalda vegi á þessu svæði í framtíðinni.

Ekki ráðlegt að byggja innviði á roffjöru

Danska straumfræðistöðin DHI var fengin til að meta rofmátt og stöðugleika strandarinnar. Af þeim niðurstöðum má sjá, að því er fram kemur í skýrslu Vegagerðarinnar, að almennt sé ekki talið ráðlegt að byggja nýja innviði á roffjöru. Ef til þess kæmi þyrfti að ráðast í umfangsmiklar sjóvarnir, bæði með gerð sandfangara sem og sjóvörnum sem liggja eftir fjörunni. „Þegar rofið milli sandfangaranna nær að sjóvörninni er alltaf hætta á að sandfjara verði að grjótfjöru.“

Allir valkostir sem Vegagerðin leggur mat á kæmu til með að fara um eða nálægt svæðum sem eru bundin verndarákvæðum eða öðrum takmörkunum á landnotkun. Vegur við ströndina myndi t.d. liggja nálægt Dyrhólaey sem var friðlýst m.a. vegna fuglavarps árið 1978. Þá er Dyrhólaós, sem einhverjir valkostanna færu um, á náttúruminjaskrá.

Allir valkostir fara hins vegar að einhverju leyti um vistkerfi og jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, m.a. stöðuvötn, tjarnir, leirur, hella og fossa. Þessum jarðmyndunum og vistkerfum skal forðast að raska nema brýna nauðsyn beri til.

Að færa veginn niður að ströndinni myndi að mati Vegagerðarinnar hafa neikvæðari áhrif á umhverfið en aðrir kostir og á það við um flesta umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismatsskýrslunni. Þeir kæmu til með að raska svæðum sem eru viðkvæm fyrir breytingum og vistkerfum, votlendi og leirum, sem njóta sérstakrar verndar laga um náttúruvernd. Þá myndu vistkerfi raskast sem hafa að geyma tegundir sem eru á válista og/eða eru friðlýstar. Einnig myndu þeir raska lífríki, einkum fuglalífi og brekkubobba, sem er sjaldgæf sniglategund hér á landi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár