Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall

Lag­fær­ing­ar á nú­ver­andi vegi og færsla hans norð­ur fyr­ir Vík er sá val­kost­ur sem Vega­gerð­in mæl­ir með við upp­bygg­ingu á Hring­veg­in­um um Mýr­dal. Jarð­göng myndu „af­ar ólík­lega“ standa und­ir sér með veg­gjöld­um og mik­il áhætta fæl­ist í nýj­um vegi um Vík­ur­strönd, sem er „af­ar út­sett“ fyr­ir ágangi sjáv­ar.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall
Valkostur 4 Fyrri kosturinn sem Vegagerðin mælir með er valkostur 4: Lagfæringar á núverandi vegi og vegur fer norður fyrir Vík. Mynd: Vegagerðin/VSÓ

Vegagerðin setur fram sex valkosti að uppbyggingu Hringvegarins um Mýrdal í nýútkominni umhverfismatsskýrslu sinni. Færsla vegarins ofan af Gatnabrún og að ströndinni, jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur um Víkurströnd hafa verið einna mest í umræðunni, reyndar árum saman, en sérstaklega síðustu misseri. Jarðgöng í Reynisfjalli eru enda á aðalskipulagi Mýrdalshrepps og í samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings þeirra.

En þetta er ekki sá valkostur sem Vegagerðin mælir helst með. Með tilliti til hagkvæmni og umhverfisáhrifa telur stofnunin „rétt“ að mæla með því að gera lagfæringar á núverandi vegi en færa hann að hluta norður fyrir Víkurþorp. Þessir tveir kostir, merktir 4 og 4b í skýrslum Vegagerðarinnar, uppfylla að hennar mati markmið framkvæmdarinnar um bætt umferðaröryggi, greiðfærni og færslu Hringvegar út fyrir þéttbýli. Þeir eru auk þess mun ódýrari. Jarðgöng ein og sér myndu kosta tæpa 11 milljarða. Valkostir með göngum og nýjum vegum með ströndinni, m.a. um Víkurfjöru, myndu samkvæmt mati Vegagerðarinnar kosta 16-17 milljarða.

„Ströndin er afar útsett fyrir ágangi sjávar og mælingar gefa til kynna að öldur út fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim hæstu og orkumestu í heiminum.”
Úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar

Stofnunin bendir ennfremur á að gert sé ráð fyrir gjaldtöku í jarðgöng í gegnum Reynisfjall en að „afar ólíklegt“ sé að hún myndi standa undir framkvæmdakostnaði. „Í ljósi þess kostnaðar og áhættu sem fylgir valkostum sem fela í sér jarðgöng og veg um Víkurströnd, getur Vegagerðin ekki mælt með þeim á þessu stigi,“ segir í umhverfismatsskýrslunni.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps telur það hins vegar ekki koma til greina að færa veginn fyrir ofan byggðina á Vík líkt og þeir kostir sem Vegagerðin hefur nú sett á oddinn fela í sér. Framtíðar byggingar- og útivistarsvæði séu í efri hluta bæjarins. Jarðgöng og vegur um Víkurfjöru eru sem fyrr sú leið sem sveitarstjórnin vill að vegurinn fari um.

Hæstu og orkumestu öldur í heimi

Áhættan sem Vegagerðin vísar til í rökstuðningi sínum fyrir að leggja áherslu á aðra kosti en jarðgöng og veg um Víkurfjöru, tengist ekki aðeins því að kostnaður yrði tvöfalt meiri, heldur fjörunni sjálfri og landbrotinu sem þar á sér stöðugt stað.

Með því að byggja veg „á svo útsettri strönd fyrir ágangi sjávar sem Víkurströnd er“ yrði tekin áhætta. „Töluverður munur er á því að verja byggð sem er í ákveðinni fjarlægð frá ströndinni saman borið við það að verja veg sem er í fjörunni.“ Bendir stofnunin á, máli sínu til stuðnings, að öldur úti fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim „hæstu og orkumestu í heiminum“.

Kostnaður ólíkra valkostaÁætlaður stofnkostnaður í milljónum króna á verðlagi miðað við september 2022.

Ef vegur yrði lagður við Víkurströnd þyrfti að byggja umtalsverðar grjótvarnir meðfram honum og bæta við þriðja sandfangaranum svokallaða til að verja ströndina fyrir rofi. Mikil óvissa fylgi því að byggja innviði á svo útsettri strönd sem Víkurströnd og óljóst hvaða viðhaldsaðgerðir og framkvæmdir yrðu nauðsynlegar til að viðhalda vegi á þessu svæði í framtíðinni.

Ekki ráðlegt að byggja innviði á roffjöru

Danska straumfræðistöðin DHI var fengin til að meta rofmátt og stöðugleika strandarinnar. Af þeim niðurstöðum má sjá, að því er fram kemur í skýrslu Vegagerðarinnar, að almennt sé ekki talið ráðlegt að byggja nýja innviði á roffjöru. Ef til þess kæmi þyrfti að ráðast í umfangsmiklar sjóvarnir, bæði með gerð sandfangara sem og sjóvörnum sem liggja eftir fjörunni. „Þegar rofið milli sandfangaranna nær að sjóvörninni er alltaf hætta á að sandfjara verði að grjótfjöru.“

Allir valkostir sem Vegagerðin leggur mat á kæmu til með að fara um eða nálægt svæðum sem eru bundin verndarákvæðum eða öðrum takmörkunum á landnotkun. Vegur við ströndina myndi t.d. liggja nálægt Dyrhólaey sem var friðlýst m.a. vegna fuglavarps árið 1978. Þá er Dyrhólaós, sem einhverjir valkostanna færu um, á náttúruminjaskrá.

Allir valkostir fara hins vegar að einhverju leyti um vistkerfi og jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, m.a. stöðuvötn, tjarnir, leirur, hella og fossa. Þessum jarðmyndunum og vistkerfum skal forðast að raska nema brýna nauðsyn beri til.

Að færa veginn niður að ströndinni myndi að mati Vegagerðarinnar hafa neikvæðari áhrif á umhverfið en aðrir kostir og á það við um flesta umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismatsskýrslunni. Þeir kæmu til með að raska svæðum sem eru viðkvæm fyrir breytingum og vistkerfum, votlendi og leirum, sem njóta sérstakrar verndar laga um náttúruvernd. Þá myndu vistkerfi raskast sem hafa að geyma tegundir sem eru á válista og/eða eru friðlýstar. Einnig myndu þeir raska lífríki, einkum fuglalífi og brekkubobba, sem er sjaldgæf sniglategund hér á landi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
8
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár