Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall

Lag­fær­ing­ar á nú­ver­andi vegi og færsla hans norð­ur fyr­ir Vík er sá val­kost­ur sem Vega­gerð­in mæl­ir með við upp­bygg­ingu á Hring­veg­in­um um Mýr­dal. Jarð­göng myndu „af­ar ólík­lega“ standa und­ir sér með veg­gjöld­um og mik­il áhætta fæl­ist í nýj­um vegi um Vík­ur­strönd, sem er „af­ar út­sett“ fyr­ir ágangi sjáv­ar.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall
Valkostur 4 Fyrri kosturinn sem Vegagerðin mælir með er valkostur 4: Lagfæringar á núverandi vegi og vegur fer norður fyrir Vík. Mynd: Vegagerðin/VSÓ

Vegagerðin setur fram sex valkosti að uppbyggingu Hringvegarins um Mýrdal í nýútkominni umhverfismatsskýrslu sinni. Færsla vegarins ofan af Gatnabrún og að ströndinni, jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur um Víkurströnd hafa verið einna mest í umræðunni, reyndar árum saman, en sérstaklega síðustu misseri. Jarðgöng í Reynisfjalli eru enda á aðalskipulagi Mýrdalshrepps og í samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings þeirra.

En þetta er ekki sá valkostur sem Vegagerðin mælir helst með. Með tilliti til hagkvæmni og umhverfisáhrifa telur stofnunin „rétt“ að mæla með því að gera lagfæringar á núverandi vegi en færa hann að hluta norður fyrir Víkurþorp. Þessir tveir kostir, merktir 4 og 4b í skýrslum Vegagerðarinnar, uppfylla að hennar mati markmið framkvæmdarinnar um bætt umferðaröryggi, greiðfærni og færslu Hringvegar út fyrir þéttbýli. Þeir eru auk þess mun ódýrari. Jarðgöng ein og sér myndu kosta tæpa 11 milljarða. Valkostir með göngum og nýjum vegum með ströndinni, m.a. um Víkurfjöru, myndu samkvæmt mati Vegagerðarinnar kosta 16-17 milljarða.

„Ströndin er afar útsett fyrir ágangi sjávar og mælingar gefa til kynna að öldur út fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim hæstu og orkumestu í heiminum.”
Úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar

Stofnunin bendir ennfremur á að gert sé ráð fyrir gjaldtöku í jarðgöng í gegnum Reynisfjall en að „afar ólíklegt“ sé að hún myndi standa undir framkvæmdakostnaði. „Í ljósi þess kostnaðar og áhættu sem fylgir valkostum sem fela í sér jarðgöng og veg um Víkurströnd, getur Vegagerðin ekki mælt með þeim á þessu stigi,“ segir í umhverfismatsskýrslunni.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps telur það hins vegar ekki koma til greina að færa veginn fyrir ofan byggðina á Vík líkt og þeir kostir sem Vegagerðin hefur nú sett á oddinn fela í sér. Framtíðar byggingar- og útivistarsvæði séu í efri hluta bæjarins. Jarðgöng og vegur um Víkurfjöru eru sem fyrr sú leið sem sveitarstjórnin vill að vegurinn fari um.

Hæstu og orkumestu öldur í heimi

Áhættan sem Vegagerðin vísar til í rökstuðningi sínum fyrir að leggja áherslu á aðra kosti en jarðgöng og veg um Víkurfjöru, tengist ekki aðeins því að kostnaður yrði tvöfalt meiri, heldur fjörunni sjálfri og landbrotinu sem þar á sér stöðugt stað.

Með því að byggja veg „á svo útsettri strönd fyrir ágangi sjávar sem Víkurströnd er“ yrði tekin áhætta. „Töluverður munur er á því að verja byggð sem er í ákveðinni fjarlægð frá ströndinni saman borið við það að verja veg sem er í fjörunni.“ Bendir stofnunin á, máli sínu til stuðnings, að öldur úti fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim „hæstu og orkumestu í heiminum“.

Kostnaður ólíkra valkostaÁætlaður stofnkostnaður í milljónum króna á verðlagi miðað við september 2022.

Ef vegur yrði lagður við Víkurströnd þyrfti að byggja umtalsverðar grjótvarnir meðfram honum og bæta við þriðja sandfangaranum svokallaða til að verja ströndina fyrir rofi. Mikil óvissa fylgi því að byggja innviði á svo útsettri strönd sem Víkurströnd og óljóst hvaða viðhaldsaðgerðir og framkvæmdir yrðu nauðsynlegar til að viðhalda vegi á þessu svæði í framtíðinni.

Ekki ráðlegt að byggja innviði á roffjöru

Danska straumfræðistöðin DHI var fengin til að meta rofmátt og stöðugleika strandarinnar. Af þeim niðurstöðum má sjá, að því er fram kemur í skýrslu Vegagerðarinnar, að almennt sé ekki talið ráðlegt að byggja nýja innviði á roffjöru. Ef til þess kæmi þyrfti að ráðast í umfangsmiklar sjóvarnir, bæði með gerð sandfangara sem og sjóvörnum sem liggja eftir fjörunni. „Þegar rofið milli sandfangaranna nær að sjóvörninni er alltaf hætta á að sandfjara verði að grjótfjöru.“

Allir valkostir sem Vegagerðin leggur mat á kæmu til með að fara um eða nálægt svæðum sem eru bundin verndarákvæðum eða öðrum takmörkunum á landnotkun. Vegur við ströndina myndi t.d. liggja nálægt Dyrhólaey sem var friðlýst m.a. vegna fuglavarps árið 1978. Þá er Dyrhólaós, sem einhverjir valkostanna færu um, á náttúruminjaskrá.

Allir valkostir fara hins vegar að einhverju leyti um vistkerfi og jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, m.a. stöðuvötn, tjarnir, leirur, hella og fossa. Þessum jarðmyndunum og vistkerfum skal forðast að raska nema brýna nauðsyn beri til.

Að færa veginn niður að ströndinni myndi að mati Vegagerðarinnar hafa neikvæðari áhrif á umhverfið en aðrir kostir og á það við um flesta umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismatsskýrslunni. Þeir kæmu til með að raska svæðum sem eru viðkvæm fyrir breytingum og vistkerfum, votlendi og leirum, sem njóta sérstakrar verndar laga um náttúruvernd. Þá myndu vistkerfi raskast sem hafa að geyma tegundir sem eru á válista og/eða eru friðlýstar. Einnig myndu þeir raska lífríki, einkum fuglalífi og brekkubobba, sem er sjaldgæf sniglategund hér á landi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár