Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Óvíst hvað Icelandair fær greitt fyrir Eyjaflug

Tekj­ur Icelanda­ir af flugi til Vest­manna­eyja næstu daga ráða því hversu mik­ið Vega­gerð­in kem­ur til með að greiða flug­fé­lag­inu fyr­ir að halda úti dag­legu flugi til Eyja á með­an nýi Herjólf­ur er í slipp í Hafnar­firði.

Óvíst hvað Icelandair fær greitt fyrir Eyjaflug
Flug Icelandair heldur úti daglegu flugi til Vestmannaeyja þar til 6. desember, sökum þess að nýi Herjólfur IV er í slipp. Vélin sem notuð er til verksins er öllu minni en sú sem hér sést í. Mynd: Icelandair

Sökum þess að nýi Herjólfur IV er kominn í slipp vegna skrúfubilunar og Herjólfur III siglir á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á meðan, ákvað Vegagerðin að semja við Icelandair um að halda úti daglegu flugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja frá 30. nóvember til 6. desember. 

Óljóst er hvað Icelandair mun fá greitt fyrir verkefnið, samkvæmt svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Heimildarinnar, en greiðslur til Icelandair ráðast af því hversu miklar tekjur félagsins verða af fluginu. Uppgjör vegna þessa samnings við Icelandair ætti að fara fram eftir 3–4 vikur.

Auk þess sem ríkið niðurgreiðir flugferðir Icelandair til Vestmannaeyja þessa daga munu flugfarþegar með lögheimili í Eyjum geta notið 40 prósent afsláttar af fluginu, í gegnum afsláttarkerfi Loftbrúar.

Ekki siglt í Landeyjahöfn

Herjólfur IV er í slipp í Hafnarfirði, en alvarleg bilun kom upp í skrúfubúnaði skipsins 22. nóvember sem leiddi til þess að önnur skrúfan var alveg óvirk. Skipið sigldi nokkra daga …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár