Sökum þess að nýi Herjólfur IV er kominn í slipp vegna skrúfubilunar og Herjólfur III siglir á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á meðan, ákvað Vegagerðin að semja við Icelandair um að halda úti daglegu flugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja frá 30. nóvember til 6. desember.
Óljóst er hvað Icelandair mun fá greitt fyrir verkefnið, samkvæmt svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Heimildarinnar, en greiðslur til Icelandair ráðast af því hversu miklar tekjur félagsins verða af fluginu. Uppgjör vegna þessa samnings við Icelandair ætti að fara fram eftir 3–4 vikur.
Auk þess sem ríkið niðurgreiðir flugferðir Icelandair til Vestmannaeyja þessa daga munu flugfarþegar með lögheimili í Eyjum geta notið 40 prósent afsláttar af fluginu, í gegnum afsláttarkerfi Loftbrúar.
Ekki siglt í Landeyjahöfn
Herjólfur IV er í slipp í Hafnarfirði, en alvarleg bilun kom upp í skrúfubúnaði skipsins 22. nóvember sem leiddi til þess að önnur skrúfan var alveg óvirk. Skipið sigldi nokkra daga …
Athugasemdir