Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Búnaði fyrir tæpar tvær milljónir stolið

Kvik­mynda­töku­bún­að­ur að verð­mæti tæpra tveggja millj­óna hvarf úr bif­reið þriggja manna fjöl­skyldu í Vest­ur­bæ um miðj­an nóv­em­ber. Lög­regl­an hef­ur lít­ið að­hafst og bún­að­ur­inn er enn ófund­inn.

Búnaði fyrir tæpar tvær milljónir stolið
Baldvin við tökur Hann er kvikmyndagerðarmaður og þarf því á búnaðinum að halda við vinnu sína dags daglega. Á myndinni er skjár og fleiri aukahlutir sem var stolið.

Það var aðfaranótt 16. nóvember sem þjófur eða þjófar brutust inn í bíl Baldvins Vernharðssonar og Fríðu Þorkelsdóttur á Rekagranda í Vesturbæ. Í bílnum voru veruleg verðmæti sem hurfu: Tölva, kvikmyndamónitor, minniskort, rafhlöður og fleiri smáhlutir sem Baldvin, sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður, notar við vinnu sína. 

Tjónið hljóðar upp á 1,8 milljónir að sögn Baldvins. Fjölskyldan fékk einungis um 200 þúsund krónur úr tryggingunum.

„Fyrir mig sem sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmann þá er þetta svolítill biti,“ segir Baldvin.

FariðHluti af þeim aukahlutum sem hurfu.

Fóru sjálf að leita uppi þýfið

Hann gerði lögreglunni viðvart sem tók af honum skýrslu en svo segir Baldvin að lögreglan hafi lítið aðhafst. Þegar hann sá að tölvan væri líklega í húsnæði Króks í Hafnarfirði, miðað við staðsetningarforritið Find My, hafði hann samband við lögregluna. 

„Löggan segist ekkert geta gert í svona málum og spyr hvort ég geti ekki bara farið sjálfur og tékkað á þessu,“ segir Baldvin. „Sem við gerum og fáum að fara þarna inn og skoðum okkur um en ekkert finnst svo sem. Mig grunar að það sé ólöglega búið á efri hæðinni í þessu húsi svo ég ímynda mér að það geti eitthvað tengst þessu.“

Var ekkert ógnvekjandi fyrir ykkur að fara þarna sjálf og leita uppi þjóf sem þið vitið ekkert hver er? 

„Manni stóð ekkert alveg á sama. Það var smá hugur í manni, mann vantaði bara þetta dót aftur en jú, jú, ég, liggur við, bjóst alveg við því að fá hnefa í andlitið einhvers staðar.“ 

Gat lögreglan ekkert gert frá upphafi? 

„Þegar hún kom þarna og tók skýrslu af mér þá bara rétt kom hún og hún skoðaði ekki einu sinni bílinn. Ef hún hefði litið á einhverja staði – maður myndi halda að löggan myndi vita um ákveðnar leiðir til þess að komast inn í bíla – þá hefði hún séð ummerkin. En það var ekkert gott viðmót frá lögreglunni frá upphafi,“ segir Baldvin. 

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kannaðist ekki við þetta einstaka mál en sagði í samtali við Heimildina að allar vísbendingar séu skoðaðar í innbrotsmálum. 

„Ef við höfum einhverjar vísbendingar, upptökur eða hvað sem er, þá skoðum við það allt saman. En ef ekkert gerist þá þarf því miður að loka þeim málum.“

Þá sagði Guðmundur að almennt fylgi lögreglan oft fólki í leit að stolnum munum. 

„Alla vega í mörgum tilvikum, ef við höfum mannskap í það þá gerum við það.

StaðsetningTölvan hans Baldvins, nýleg MacBook Pro, lét vita af sér í atvinnuhúsnæði í Garðabæ. Þangað fóru Baldvin og Fríða en fundu ekkert.

Tekur nokkra mánuði að safna fyrir nýjum búnaði

Baldvin hefur þegar keypt sér nýja tölvu en það mun taka hann einhverja mánuði að safna fyrir nýjum kvikmyndatökubúnaði.

„Viðskiptalíkanið mitt er þannig að ég leigi út búnað með mér í verkefni þannig að það hækkar launin mín líka á hverjum degi,“ segir Baldvin. „Nú get ég það ekki og þarf þá að leigja þetta annars staðar frá.“ 

Baldvin fylgist nú vel með því hvort búnaðinum bregði fyrir á sölusíðum eða annars staðar en hann hefur ekkert séð eða heyrt. 

„Þetta er svo sérstakur búnaður að það er ekkert hlaupið að því að selja þetta,“ segir Baldvin. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
2
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
5
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár