Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Slíkan skáldskap er unun að lesa

Í bók Krist­ín­ar Óm­ars­dótt­ur, Móð­ur­ást: Odd­ný, er mál­að með öll­um lit­um, líka þeim sem við sjá­um ekki ber­um aug­um, og slík­an skáld­skap er un­un að lesa.

Slíkan skáldskap er unun að lesa
Bók

Móð­ur­ást: Odd­ný

Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
208 blaðsíður
Gefðu umsögn

Kristín Ómarsdóttir er kona eigi einhöm. Hún er jafnvíg á myndlist og orðanna list, hefur samið ljóð, leikverk, skáldsögur og alls kyns styttri texta. Þegar undirrituð kveikti á tölvunni til að ljúka við þessa umfjöllun um nýjustu bók Kristínar bárust þær leiðu fregnir að einstaklega vel heppnaðri sýningu á verkum hennar í Gerðubergi þyrfti að ljúka fyrr en áformað var vegna vatnstjóns í byggingunni. Það er vonandi að fljótt gefist annað færi á að sjá einkasýningu með myndverkum Kristínar því þau eru heill heimur út af fyrir sig.

Nú er komin út sagan Móðurást: Oddný sem Kristín skáldar út frá bernsku langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur, sem fædd var árið 1863 og ólst upp á stóru heimili í Bræðratungu. Við kynnumst foreldrum Oddnýjar, systkinum og frændgarði, færeyskumælandi kúm og erlendum ferðalöngum. Í sögunni er bæði að finna fegurð og gleði þótt óvægni örlaganna minni stöðugt á sig; dauðinn vofir yfir öllum stundum og lítil systkini ná vart að fæðast áður en þau deyja, en einnig falla eldri systkini frá og skilja eftir sig vandfyllt skarð.

„Hér sjáum við fortíðarskáldheim sem lýtur sínum eigin lögmálum og hið hversdagslega fléttast á fullkomlega náttúrulegan hátt saman við hið skáldlega.“

Telpan Oddný segir frá heimilislífinu og hefur skarpan, frjóan hug. Systkinin standa henni nærri en hún fylgist ekki síst með samspili foreldra sinna, Þuríðar og ekkilsins Þorleifs. Kyn og kynhlutverk eru meðal helstu stefja bókarinnar og höfundurinn slær tóninn með því að kenna persónur (jafnvel kýrkyns) bæði við föður sinn og móður. Á heimili Oddnýjar Þuríðar- og Þorleifsdóttur er ýmislegt með óhefðbundnu lagi, þar læra piltarnir til dæmis að sinna „kvenmannsverkum“ eins og að mjólka, og þar fær gleðin lausari taum en gengur og gerist. Faðirinn sem ber sig saman við sonmargan bróður á nágrannabænum er óöruggur gagnvart hinu óhefðbundna og kvenlæga. Hugmyndin um húsbóndavaldið sækir á hann, að honum beri að aga og hemja glaðværa fjölskyldu sína. Það stigmagnast allt þar til hlátursýki sonarins Ívars slær hann þannig út af laginu að öfgakennd viðbrögð hans setja allt heimilislífið úr skorðum. Faðirinn er þó sjálfur fórnarlamb því valdbeiting hans einangrar hann. Í þessu mynstri felst sannleikur sem flestir ættu að kannast við.

Skáldarödd Kristínar þekkir maður hvar sem er, díalógurinn einstakur, sjónarhornið kemur ávallt á óvart, hin heilögustu orð og hugsanir aðvífandi úr óvæntum áttum, en þó endurtekur hún sig aldrei og er hvert verk hennar nýr og framandi heimur. Þetta nýjasta skáldverk er engin undantekning.

Hér sjáum við fortíðarskáldheim sem lýtur sínum eigin lögmálum og hið hversdagslega fléttast á fullkomlega náttúrulegan hátt saman við hið skáldlega. Á nítjándu öld þessa söguheims er jafn eðlilegt að heimilisfólk sitji prjónandi í baðstofunni og að tunglið púi karabíska vindla; að pönnukökur séu bakaðar handa gestum og að kýr mæli viturlega á færeyska tungu. Og þetta gerir Kristín allt saman svo skemmtilega, á svo næman og djúpvitran hátt.

Snemma í bókinni hitta Oddný og fólk úr fjölskyldu hennar erlendan listmálara sem kvartar undan því að hafa lítil not fyrir rauða litinn andspænis íslenskri náttúru. Sami málari tilkynnir að hann máli jú einfaldlega það sem augun sjái, ekki ímyndunaraflið. Í bók Kristínar er því allt öðruvísi farið; hér er málað öllum litum, líka þeim sem við sjáum ekki berum augum, og slíkan skáldskap er unun að lesa.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár