Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Slíkan skáldskap er unun að lesa

Í bók Krist­ín­ar Óm­ars­dótt­ur, Móð­ur­ást: Odd­ný, er mál­að með öll­um lit­um, líka þeim sem við sjá­um ekki ber­um aug­um, og slík­an skáld­skap er un­un að lesa.

Slíkan skáldskap er unun að lesa
Bók

Móð­ur­ást: Odd­ný

Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
208 blaðsíður
Gefðu umsögn

Kristín Ómarsdóttir er kona eigi einhöm. Hún er jafnvíg á myndlist og orðanna list, hefur samið ljóð, leikverk, skáldsögur og alls kyns styttri texta. Þegar undirrituð kveikti á tölvunni til að ljúka við þessa umfjöllun um nýjustu bók Kristínar bárust þær leiðu fregnir að einstaklega vel heppnaðri sýningu á verkum hennar í Gerðubergi þyrfti að ljúka fyrr en áformað var vegna vatnstjóns í byggingunni. Það er vonandi að fljótt gefist annað færi á að sjá einkasýningu með myndverkum Kristínar því þau eru heill heimur út af fyrir sig.

Nú er komin út sagan Móðurást: Oddný sem Kristín skáldar út frá bernsku langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur, sem fædd var árið 1863 og ólst upp á stóru heimili í Bræðratungu. Við kynnumst foreldrum Oddnýjar, systkinum og frændgarði, færeyskumælandi kúm og erlendum ferðalöngum. Í sögunni er bæði að finna fegurð og gleði þótt óvægni örlaganna minni stöðugt á sig; dauðinn vofir yfir öllum stundum og lítil systkini ná vart að fæðast áður en þau deyja, en einnig falla eldri systkini frá og skilja eftir sig vandfyllt skarð.

„Hér sjáum við fortíðarskáldheim sem lýtur sínum eigin lögmálum og hið hversdagslega fléttast á fullkomlega náttúrulegan hátt saman við hið skáldlega.“

Telpan Oddný segir frá heimilislífinu og hefur skarpan, frjóan hug. Systkinin standa henni nærri en hún fylgist ekki síst með samspili foreldra sinna, Þuríðar og ekkilsins Þorleifs. Kyn og kynhlutverk eru meðal helstu stefja bókarinnar og höfundurinn slær tóninn með því að kenna persónur (jafnvel kýrkyns) bæði við föður sinn og móður. Á heimili Oddnýjar Þuríðar- og Þorleifsdóttur er ýmislegt með óhefðbundnu lagi, þar læra piltarnir til dæmis að sinna „kvenmannsverkum“ eins og að mjólka, og þar fær gleðin lausari taum en gengur og gerist. Faðirinn sem ber sig saman við sonmargan bróður á nágrannabænum er óöruggur gagnvart hinu óhefðbundna og kvenlæga. Hugmyndin um húsbóndavaldið sækir á hann, að honum beri að aga og hemja glaðværa fjölskyldu sína. Það stigmagnast allt þar til hlátursýki sonarins Ívars slær hann þannig út af laginu að öfgakennd viðbrögð hans setja allt heimilislífið úr skorðum. Faðirinn er þó sjálfur fórnarlamb því valdbeiting hans einangrar hann. Í þessu mynstri felst sannleikur sem flestir ættu að kannast við.

Skáldarödd Kristínar þekkir maður hvar sem er, díalógurinn einstakur, sjónarhornið kemur ávallt á óvart, hin heilögustu orð og hugsanir aðvífandi úr óvæntum áttum, en þó endurtekur hún sig aldrei og er hvert verk hennar nýr og framandi heimur. Þetta nýjasta skáldverk er engin undantekning.

Hér sjáum við fortíðarskáldheim sem lýtur sínum eigin lögmálum og hið hversdagslega fléttast á fullkomlega náttúrulegan hátt saman við hið skáldlega. Á nítjándu öld þessa söguheims er jafn eðlilegt að heimilisfólk sitji prjónandi í baðstofunni og að tunglið púi karabíska vindla; að pönnukökur séu bakaðar handa gestum og að kýr mæli viturlega á færeyska tungu. Og þetta gerir Kristín allt saman svo skemmtilega, á svo næman og djúpvitran hátt.

Snemma í bókinni hitta Oddný og fólk úr fjölskyldu hennar erlendan listmálara sem kvartar undan því að hafa lítil not fyrir rauða litinn andspænis íslenskri náttúru. Sami málari tilkynnir að hann máli jú einfaldlega það sem augun sjái, ekki ímyndunaraflið. Í bók Kristínar er því allt öðruvísi farið; hér er málað öllum litum, líka þeim sem við sjáum ekki berum augum, og slíkan skáldskap er unun að lesa.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár