Alls 77 prósent landsmanna óánægð með störf Bjarna – Rúmur helmingur óánægður með Katrínu

Miklu fleiri lands­menn eru óánægð en ánægð með störf Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra, Ás­geirs Jóns­son­ar seðla­banka­stjóra og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra.

Alls 77 prósent landsmanna óánægð með störf Bjarna – Rúmur helmingur óánægður með Katrínu
Óvinsæl Formenn tveggja af þremur stjórnarflokkum mælast óvinsæl í nýrri könnun Prósent. Mynd: Golli

Næstum átta af hverjum tíu landsmönnum eru óánægð með störf Bjarna Benediktssonar, nú utanríkisráðherra en sem var áður fjármála- og efnahagsráðherra í meira og minna í áratug. Alls 76,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun Prósent segjast vera óánægð með störf formanns Sjálfstæðisflokksins en einungis 11,8 prósent segjast ánægð með ráðherrastörf Bjarna.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kemur skammt undan í óvinsældum. Alls segjast næstum tveir af hverjum þremur, 64,5 prósent, vera óánægð með störf hans og 14 prósent lýsa yfir ánægju með þau. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist minna óvinsæl en ofangreindir en er þó í þeirri stöðu að rúmlega helmingur aðspurðra, 54,2 prósent, sögðust óánægðir með störf hennar. Tæpur fjórðungur segist hins vegar vera ánægð með forsætisráðherra. 

Í könnun Prósents kemur fram að fylgjendur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins eru ánægðari með störf Katrínar en fylgjendur annarra flokka. Þar segir enn fremur að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins séu ánægðari með störf Bjarna Benediktssonar en fylgjendur annarra flokka auk þess sem þeir eru ánægðari með störf Ásgeirs Jónssonar en allir aðrir flokkar fyrir utan Vinstri græn. 

Þá kemur fram að konur eru marktækt ánægðari með störf Katrínar en karlar. 

Könnunin var gerð 9. til 24. nóvember. Úrtakið var 1.900 manns 18 ára og eldri og svarhlutfall var 47,6 prósent.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár