Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stjórnarmaður í HSÍ hættir út af Arnarlaxmálinu: „Verð að vera samkvæmur sjálfum mér“

Dav­íð Lúther Sig­urðs­son, stjórn­ar­mað­ur í HSÍ, sagði af sér stjórn­ar­mennsku vegna styrkt­ar­samn­ings við Arn­ar­lax. Hann var yf­ir mark­aðs- og kynn­ing­ar­mál­um en fékk ekki að vita af samn­ing­um við Arn­ar­lax fyrr en greint var frá hon­um í fjöl­miðl­um.

Stjórnarmaður í HSÍ hættir út af Arnarlaxmálinu: „Verð að vera samkvæmur sjálfum mér“
Segist vera laxveiðimaður og styrktaraðili IWF Davíð Lúther Sigurðarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í HSÍ, segist vera laxveiðimaður og styrktaraðili náttúruverndarsamtaka sem berjast gegn sjókvíaeldinu. Hann sést hér með lax í Elliðaánum.

Davíð Lúther Sigurðsson, stjórnarmaður í Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ), sagði af sér í stjórninni í fyrradag eftir að hann frétti af því að sambandið ætlaði sér í samstarf með sjókvíaeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Þetta staðfestir Davíð í samtali við Heimildina. Blaðið fékk upplýsingar um að búið væri að fjarlægja nafn Davíðs Lúthers af listanum yfir stjórnarmenn á heimasíðu HSÍ og hringdi þess vegna í hann.

Styrktarsamningur Arnarlax og HSÍ hefur vakið mikla athygli og sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, meðal annars að hann væri „hneyksli“ og tónlistar- og laxveiðimaðurinn Bubbi Morthens sagði að landsliðið, sem oft er talað um sem „strákana okkar“, væri nú „strákarnir þeirra“ og vísað til Arnarlax. 

Í samstarfinu felst meðal annars að Arnarlax verður með auglýsingu á landsliðsbúningum Íslands, líkt og fram kemur á heimasíðu HSÍ: „HSÍ og Arnarlax hafa undirritað samkomulag þess efnis að Arnarlax verði einn af bakhjörlum HSÍ. Frá og með HM kvenna sem hefst í næstu viku í Noregi, Svíþjóð og Danmörku mun Arnarlax hafa sitt vörumerki á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta.

Sjóvkvíaeldi er umdeilt á Íslandi, meðal annars vegna umhverfisslysa sem hafa komið upp á liðnum mánuðum. Þetta eru slysaslepping hjá Arctic Fish og lúsafaraldur sem kom hjá sama fyrirtæki sem og Arnarlaxi. Samkvæmt könnun sem birt var í vikunni eru nú helmingi fleiri Íslendingar á móti laxeldi í sjókvíum en fyrir tveimur árum. 

„Vil hér tilkynna ykkur að ég ætla að hætta í stjórn HSÍ eftir fréttir dagsins.“
Davíð Lúther Sigurðsson

Frétti af málinu í fjölmiðlum

Davíð Lúther segir að hann hafi hætt vegna þess að honum hafi gramist að vera ekki látinn vita að HSÍ ætlaði sér að þiggja peninga frá Arnarlaxi. Hann segir að þetta hafi verið ákveðið á fundi þann 6. nóvember sem hann komst ekki á. „Ég hætti um leið og ég frétti að það hefði verið ákveðið að semja við Arnarlax,“ segir hann í samtali við Heimildina. Davíð var auk þess yfir markaðs- og kynningarmálum í stjórninni en fékk samt ekki að vita um eða eiga aðkomu að samningnum við Arnarlax. 

Davíð segir að hann sé laxveiðimaður og að hann styðji náttúruverndarsamtökin Icelandic Wildlife Fund en þau hafa það yfirlýsta markmið að berjast gegn laxeldi í sjókvíum. Í tölvupósti sem Davíð sendi til formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar, og framkvæmdastjórans Róberts Geirs Gíslasonar, sagðist hann ekki geta setið áfram í stjórninni samvisku sinnar vegna. „Vil hér tilkynna ykkur að ég ætla að hætta í stjórn HSÍ eftir fréttir dagsins. [...] Eins og ég sagði við Róbert áðan þá verð ég að vera samkvæmur sjàlfum mér, mótmæli àfram laxeldi í sjó og styð og styrki IWF.“ Tölvupósturinn er birtur í heild sinni með fréttinni. 

Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, við vinnslu fréttarinnar. 

Tölvupóstur Davíðs Lúthers til formanns HSÍ

„Sælir báðir

Vil hér tilkynna ykkur að ég ætla að hætta í stjórn HSÍ eftir fréttir dagsins. 

Vont var að heyra þetta í gegnum Messenger og í símtölum frá fólki sem ég bæði þekki og þekki ekki neitt.

Róbert sagði mér að þetta hafi verið samþykkt þann 6.nóvember á fundi sem ég komst ekki á. Ég las fundargerðina sama dag og eina sem stóð var d. Styrktaraðilar RG kynnti stöðu styrktaraðila.

Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál. Ég hefði þá getað sagt mig úr stjórn þann 6.nóvember. Eins og ég sagði við Róbert áðan þá verð ég að vera samkvæmur sjàlfum mér, mótmæli àfram laxeldi í sjó og styð og styrki IWF.  

Það má taka mig út af vefnum svo hætt verði að hafa samband við mig útaf þessu máli.  Gangi ykkur sem allra best og áfram handbolti. 

Bestu kveðjur Davíð Lúther

Sælir báðir Vil hér tilkynna ykkur að ég ætla að hætta í stjórn HSÍ eftir fréttir dagsins.  Vont var að heyra þetta í gegnum Messenger og í símtölum frá fólki sem ég bæði þekki og þekki ekki neitt. Róbert sagði mér að þetta hafi verið samþykkt þann 6.nóvember á fundi sem ég komst ekki á. Ég las fundargerðina sama dag og eina sem stóð var  d. Styrktaraðilar RG kynnti stöðu styrktaraðila Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál. Ég hefði þá getað sagt mig úr stjórn þann 6.nóvember. Eins og ég sagði við Róbert áðan þá verð ég að vera samkvæmur sjàlfum mér, mótmæli àfram laxeldi í sjó og styð og styrki IWF.   Það má taka mig út af vefnum svo hætt verði að hafa samband við mig útaf þessu máli.  Gangi ykkur sem allra best og áfram handbolti.  Bestu kveðjur Davíð Lúther
Sent 3m ago
Ent
Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár