Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.

Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
Áætla að selja bréf fyrir rúma 9 milljarða Fjölskylda Guðbjargar Matthíasdóttur áætlar að selja hlutabréf í Ísfélaginu fyrir rúmlega 9 milljarða króna. Mynd: Bára Huld Beck

Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum sem verið hefur stærsti hluthafi Ísfélagsins síðastliðin ár, hefur fært meirihluta hlutabréfa sinna í útgerðinni yfir á fjóra syni sína. Í dag á hún minni hlut í Ísfélaginu en þeir. Þetta má sjá í skráningarlýsingu Ísfélagsins, fyrir væntanlega skráningu þess á hlutabréfamarkað, sem og ársreikningum félaga Guðbjargar og sona hennar. Vefmiðillinn Hluthafinn.is greindi fyrst frá eigendaskiptunum á hlutabréfum. 

Með þessum gerningi fetar Guðbjörg í fótspor stofnenda og fyrrverandi stærstu eigenda Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem færðu stærstan hluta bréfa sinna í Samherja yfir á börnin sín fyrir nokkrum árum. 

„Í maí 2023 var hlutafé félagsins lækkað með útgreiðslu til hluthafa kr. 2.750.000.000.“
Úr ársreikningi Fram ehf.

Fer úr 92 prósenta hlut í rúm 11

Í lok síðasta árs átti Guðbjörg Matthíasdóttir tæplega 92 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Fram ehf. sem aftur átti ÍV fjárfestingarfélag sem átti tæplega 58 prósenta hlut í Ísfélaginu. Synir hennar fjórir, Einar, Kristinn, Magnús og Sigurður Sigurðssynir, áttu rúmlega 2 prósenta hlut hver á móti henni. 

Í skráningarlýsingu Ísfélagsins kemur fram að þetta sé nú breytt og á hún nú rúmlega 11 prósenta hlut í Fram ehf. Synir hennar eiga nú rúmlega 22 prósenta hlut í Fram ehf. hver. Um þetta segir í skráningarlýsingunni í tilfelli Einars Sigurðssonar, eins sona hennar: „Einar á engan beinan hlut í félaginu sjálfur, en á 22,12% eignarhlut í fjölskyldufyrirtækinu Fram ehf. sem er eini hluthafi ÍV fjárfestingafélags ehf., sem á um 57,7% í félaginu. Einar er jafnframt þriðjungseigandi í MKE ehf. sem á um 0,26% af hlutafé í Ísfélagi (0,27% miðað við atkvæðisrétt).

Eigendur Fram ehf. í dag, og þar með hlutabréfanna í Ísfélaginu, eru því fjórir synir Guðbjargar með rúm 22 prósent hver og svo hún sjálf með rúmlega 11 prósent. 

Selja stóran hlut í ÍsfélaginuGuðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda ætla sér að selja 8,57 prósent hlut hlut í Ísfélaginu í útboðinu. Úr skráningarlýsingu Ísfélagsins.

Fjölskyldan selur bréf fyrir um 9 milljarða

Í skráningarlýsingunni kemur fram að Guðbjörg og synir ætli sér að selja 8,57 prósenta hlut í útboðinu á Ísfélaginu. Félög þeirra munu fara úr því að eiga 57,77 prósent hlut og niður í 49,13 prósenta hlut. 

Miðað við áætlað markaðsvirði Ísfélagsins upp á um 110 milljarða króna þá gæti fjölskyldan fengið um 9,4 milljarða króna fyrir þessi hlutabréf. Fjölskyldan er því að fara að innleysa mikinn söluhagnað í útboðinu.

Við þetta bætist að í maí á þessu ári greiddi fjölskyldufyrirtækið Fram ehf. út tæplega 3 milljarða króna til Guðbjargar og sona hennar með því að lækka hlutafé félagsins: „Í maí 2023 var hlutafé félagsins lækkað með útgreiðslu til hluthafa kr. 2.750.000.000.

Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital sendi frá sér verðmat á Ísfélaginu í gær þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ísfélagið væri undirverðlagt og að virði félagsins sé 129,7 milljarðar króna. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Þarf að borga erfðafjárskatt að svona gjörningum?
    4
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Þessi spurning þín er miklu áhugaverðari fyrir lesendur og almenning en hrókeringarnar. Svo ?

      Boltinn er hjá blaðamönnum Heimildarinnar. Því hvernig hrókeringarnar ganga fyrir sig er lítils virði... en hver tilgangurinn er skiftir öllu máli. Enda í þessu máli eru gerendurnir hið opinbera og stjórnmálamenn ef skattsvikaleiðir undir skjóli skattahagræðis er átölulaust og umræðulaust af hálfu blaðamanna.

      Frekar furðulegt að menn hafi ekki spurt skattinn um þessa hlið mála.

      Auðvitað bráðsnjallt að selja börnunum sínu 20 milljarða fyrirtæki á nafnvirðinu 100 milljónir... og komast upp að það... þó svo erfðarfjárskatturinn af 100 milljónunum sé greiddur.
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár