Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.

Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
Áætla að selja bréf fyrir rúma 9 milljarða Fjölskylda Guðbjargar Matthíasdóttur áætlar að selja hlutabréf í Ísfélaginu fyrir rúmlega 9 milljarða króna. Mynd: Bára Huld Beck

Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum sem verið hefur stærsti hluthafi Ísfélagsins síðastliðin ár, hefur fært meirihluta hlutabréfa sinna í útgerðinni yfir á fjóra syni sína. Í dag á hún minni hlut í Ísfélaginu en þeir. Þetta má sjá í skráningarlýsingu Ísfélagsins, fyrir væntanlega skráningu þess á hlutabréfamarkað, sem og ársreikningum félaga Guðbjargar og sona hennar. Vefmiðillinn Hluthafinn.is greindi fyrst frá eigendaskiptunum á hlutabréfum. 

Með þessum gerningi fetar Guðbjörg í fótspor stofnenda og fyrrverandi stærstu eigenda Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem færðu stærstan hluta bréfa sinna í Samherja yfir á börnin sín fyrir nokkrum árum. 

„Í maí 2023 var hlutafé félagsins lækkað með útgreiðslu til hluthafa kr. 2.750.000.000.“
Úr ársreikningi Fram ehf.

Fer úr 92 prósenta hlut í rúm 11

Í lok síðasta árs átti Guðbjörg Matthíasdóttir tæplega 92 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Fram ehf. sem aftur átti ÍV fjárfestingarfélag sem átti tæplega 58 prósenta hlut í Ísfélaginu. Synir hennar fjórir, Einar, Kristinn, Magnús og Sigurður Sigurðssynir, áttu rúmlega 2 prósenta hlut hver á móti henni. 

Í skráningarlýsingu Ísfélagsins kemur fram að þetta sé nú breytt og á hún nú rúmlega 11 prósenta hlut í Fram ehf. Synir hennar eiga nú rúmlega 22 prósenta hlut í Fram ehf. hver. Um þetta segir í skráningarlýsingunni í tilfelli Einars Sigurðssonar, eins sona hennar: „Einar á engan beinan hlut í félaginu sjálfur, en á 22,12% eignarhlut í fjölskyldufyrirtækinu Fram ehf. sem er eini hluthafi ÍV fjárfestingafélags ehf., sem á um 57,7% í félaginu. Einar er jafnframt þriðjungseigandi í MKE ehf. sem á um 0,26% af hlutafé í Ísfélagi (0,27% miðað við atkvæðisrétt).

Eigendur Fram ehf. í dag, og þar með hlutabréfanna í Ísfélaginu, eru því fjórir synir Guðbjargar með rúm 22 prósent hver og svo hún sjálf með rúmlega 11 prósent. 

Selja stóran hlut í ÍsfélaginuGuðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda ætla sér að selja 8,57 prósent hlut hlut í Ísfélaginu í útboðinu. Úr skráningarlýsingu Ísfélagsins.

Fjölskyldan selur bréf fyrir um 9 milljarða

Í skráningarlýsingunni kemur fram að Guðbjörg og synir ætli sér að selja 8,57 prósenta hlut í útboðinu á Ísfélaginu. Félög þeirra munu fara úr því að eiga 57,77 prósent hlut og niður í 49,13 prósenta hlut. 

Miðað við áætlað markaðsvirði Ísfélagsins upp á um 110 milljarða króna þá gæti fjölskyldan fengið um 9,4 milljarða króna fyrir þessi hlutabréf. Fjölskyldan er því að fara að innleysa mikinn söluhagnað í útboðinu.

Við þetta bætist að í maí á þessu ári greiddi fjölskyldufyrirtækið Fram ehf. út tæplega 3 milljarða króna til Guðbjargar og sona hennar með því að lækka hlutafé félagsins: „Í maí 2023 var hlutafé félagsins lækkað með útgreiðslu til hluthafa kr. 2.750.000.000.

Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital sendi frá sér verðmat á Ísfélaginu í gær þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ísfélagið væri undirverðlagt og að virði félagsins sé 129,7 milljarðar króna. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Þarf að borga erfðafjárskatt að svona gjörningum?
    4
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Þessi spurning þín er miklu áhugaverðari fyrir lesendur og almenning en hrókeringarnar. Svo ?

      Boltinn er hjá blaðamönnum Heimildarinnar. Því hvernig hrókeringarnar ganga fyrir sig er lítils virði... en hver tilgangurinn er skiftir öllu máli. Enda í þessu máli eru gerendurnir hið opinbera og stjórnmálamenn ef skattsvikaleiðir undir skjóli skattahagræðis er átölulaust og umræðulaust af hálfu blaðamanna.

      Frekar furðulegt að menn hafi ekki spurt skattinn um þessa hlið mála.

      Auðvitað bráðsnjallt að selja börnunum sínu 20 milljarða fyrirtæki á nafnvirðinu 100 milljónir... og komast upp að það... þó svo erfðarfjárskatturinn af 100 milljónunum sé greiddur.
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár