Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Megnið af umframsparnaði eftir faraldurinn „í höndum tekjuhærri hópa“

Að­gerð­ir stjórn­valda í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og færri neyslu­mögu­leik­ar heim­ila á með­an að á hon­um stóð byggði upp mik­inn sparn­að hjá heim­il­um lands­ins. Hluti hans fór í fast­eigna­kaup sem stuðl­aði að hærra íbúða­verði. Lægri tekju­hóp­ar hafa ráð­staf­að sparn­aði í neyslu eft­ir að vext­ir tóku að hækka en hærri tekju­hóp­ar þurfa þess ekki.

Megnið af umframsparnaði eftir faraldurinn „í höndum tekjuhærri hópa“
Sparnaður Innlán heimila í bankakerfinu jukust um samtals 463 milljarða króna frá árslokum 2019 eða 1,2 milljónir króna á hvern íbúa að meðaltali. Tekjulægri hópar hafa gengið á sinn sparnað. Mynd: Bára Huld Beck

„Þótt sparnaður allra tekjuhópa hafi að öllum líkindum aukist í farsóttinni er líklegt að megnið af þeim umframsparnaði sem enn er til staðar sé í höndum tekjuhærri hópa og því ólíklegra að gengið verði á hann að fullu.“ 

Þetta  er meðal þess sem fram kemur í sérstakri rammagrein sem birt er í nýjasta riti Peningamála þar sem fjallað er um umframsparnað íslenskra heimila í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Þar er rakið að víðtækar sóttvarnaaðgerðir hafi dregið úr neyslumöguleikum heimila og að verulega hafi dregið úr ferðalögum milli landa vegna lokunar landamæra. „Neysluútgjöld minnkuðu því töluvert en tekjur almennings héldu hins vegar almennt velli þrátt fyrir versnandi atvinnuástand. Mikill „umframsparnaður“ byggðist því upp hjá heimilum á farsóttartímanum sem hefur stuðlað að kröftugum vexti einkaneyslu og stutt við efnahagsbatann í kjölfar farsóttarinnar.“ 

Innlán heimila í bankakerfinu jukust um samtals 463 milljarða króna frá árslokum 2019 eða 1,2 milljónir króna á hvern íbúa að meðaltali. Hluta aukins sparnaðar heimila á farsóttartímanum var ráðstafað í fasteignakaup og var það einn af þeim þáttum sem stuðluðu að mikilli hækkun íbúðaverðs árin 2021-2022 en það hækkaði til að mynda um 25,5 prósent á höfuðborgarsvæðinu milli júlímánaða á þeim árum.

Í Peningamálum segir að þótt heimilin eigi enn töluvert eftir af umframsparnaði sé ekki þar með sagt að þau haldi áfram að ganga á hann á komandi misserum. Skiptir þar miklu hjá hvaða tekju- og eignahópi sparnaðurinn liggur en tekjuhærri heimili eyða jafnan minni hluta viðbótartekna sinna í neysluútgjöld en tekjulægri hópar. „Þótt sparnaður allra tekjuhópa hafi að öllum líkindum aukist í farsóttinni er líklegt að megnið af þeim umframsparnaði sem enn er til staðar sé í höndum tekjuhærri hópa og því ólíklegra að gengið verði á hann að fullu. Einnig skiptir máli í þessu samhengi í hvaða formi sparnaðurinn liggur, hvort hann sé í lausum fjáreignum sem auðvelt er að grípa til eða í torseljanlegri eignum eins og fasteignum.“ 

Færa fé af hlutabréfamarkaði og inn á sparnaðarreikninga

Hækkun innlánsvaxta í bankakerfinu í takt við vaxtahækkanir Seðlabankans undanfarin misseri hefur líka aukið fjárhagslegan hvata heimila til að auka sparnað sinn og draga úr neyslu. Að sama skapi hefur hækkun útlánavaxta dregið úr hvata heimila til lántöku, þar með talið hvata til að draga á eigið fé í fasteignum. „Óvissa í efnahagsmálum og endurskoðun á vöxtum breytilegra húsnæðislánavaxta gætu einnig valdið því að heimilin auki við varúðarsparnað sinn. Samkvæmt grunnspá bankans um þróun einkaneyslu og ráðstöfunartekna heimila er útlit fyrir að umframsparnaður heimila frá farsóttartímanum muni minnka áfram en að hann verði þó ekki uppurinn í lok spátímans. Um þessar horfur er sem fyrr mikil óvissa.“

Þessi staða hefur líka haft áhrif á hlutabréfamarkað. Úrvalsvísitala kauphallarinnar, sem mælir gengi þeirra tíu félaga í henni sem hafa mestan seljanleika á hverjum tíma, hefur lækkað um 16,7 prósent frá áramótum og hlutabréfaverð flestra skráðra félaga lækkað á árinu. Velta á hlutabréfamarkaði nam rúmlega 620 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem er um 29 prósent samdráttur milli ára og hefur heildarfjöldi viðskipta auk þess dregist saman milli ára. 

sala hlutdeildarskírteina hlutabréfasjóða hefur líka verið mun minni í ár miðað við fyrri ár og voru innlausnir umfram sölu tæplega átta milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Í Peningamálum segir að eign heimila í hlutdeildarskírteinum hlutabréfasjóða hafi minnkað um rúmlega sex milljarða króna á sama tíma og að líklegt sé „að einhver hluti söluvirðis þeirra hafi leitað á sparnaðarreikninga.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár