Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Palestínska skáldinu Mosab Abu Toha sleppt úr haldi Ísraelshers

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um er­lendra miðla var Mosab Abu Toha, palestínsku verð­launa­skáldi sem hafði skrif­að um ástand­ið á Gaza, sleppt úr haldi Ísra­els­hers á þriðju­dag eft­ir tveggja daga yf­ir­heyrslu og bar­smíð­ar. Vin­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að lík­leg­ast hafi hon­um ver­ið sleppt vegna þrýst­ings frá stór­um banda­rísk­um miðl­um á borð við The New Yor­ker.

Palestínska skáldinu Mosab Abu Toha sleppt úr haldi Ísraelshers
Yfirheyrsla og barsmíðar Ísraelski herinn staðfestir að hafa tekið Mosab Abu Toha föngum og fært hann í fangabúðir til yfirheyrslu. Þrátt fyrir að vera á opinberum lista þeirra sem áttu að fá að flýja yfir landamærin er nú búið að taka af Mosab og fjölskyldu hans vegabréfin.

Palestínska verðlaunaskáldinu Mosab Abu Toha var, samkvæmt erlendum miðlum, sleppt úr haldi Ísraelshers síðasta þriðjudag eftir tveggja daga yfirheyrslur. En samkvæmt frétt frá CNN hefur ísraelski herinn staðfest að hafa handtekið hann og yfirheyrt og sakað hann um að vera í samskiptum við hryðjuverkasamtök, ásamt tvö hundruð öðrum. Mosab hafði fjallað um ástandið og líf sitt á Gaza á meðan stríðið hefur staðið yfir fyrir erlenda miðla á borð við The New Yorker.

Hann hafði lýst í smáatriðum hvernig Gaza blasti við honum, hvernig æskuheimilið hans var sprengt í tætlur ásamt tímabundnu heimili hans og fjölskyldu hans í Jabalia flóttamannabúðunum. Diana Buttu, fjölskylduvinur og lögfræðingur segir í samtali við The New York Times að honum hafi líklegast verið sleppt vegna „opinbers þrýstings“, meðal annars frá The New Yorker, þar sem Mosab Abu Toha skrifaði fyrir miðilinn, sem og PEN America samtökunum. „Hann var yfirheyrður og hann var laminn,“ segir Diana Buttu við New York Times. „Þeir börðu hann í magann. Þeir börðu hann í andlitið nokkrum sinnum,“ segir hún. Í fréttinni er einnig tekið fram að tugir fjölskyldna sem lagt höfðu leið sína til suður Gaza til að flýja, hefðu tilkynnt um hvarf sona sinna, eiginmanna og feðra, sem þær sögðu enga tengingu hafa við vopnasveitir, eða Hamas.

Skotið að eiginkonu Mosab

Diana Buttu segist hafa verið í samskiptum við Mosab eftir að honum var sleppt og hann hafi lýst því fyrir henni að á sunnudaginn síðasta hafi hann verið handtekinn, settur í bíla merktum ísraelska hernum og hann keyrður burt til suður Ísrael en allir í þeim bílum voru með bundið fyrir augum. Ísraelski herinn hefur staðfest að Mosab var í haldi í suður Ísrael í fangabúðum.

Þegar honum var sleppt var engum öðrum sleppt úr haldi á sama tíma, segir hún. Eiginkona Mosab, lýsir handtökunni fyrir New York Times, að Mosab hafi verið með þriggja ára son sinn í fanginu þegar hermenn kölluðu til hans og honum skipað að setja hann frá sér. Þegar herinn tók hann í burtu öskraði sonur hans á eftir honum, eins og konan hans orðaði það í samtali við miðilinn. Þá lýsir hún því hvernig hún var hrædd um eigið líf þegar hún hljóp á eftir syni þeirra sem sat á jörðinni. Herinn hefði hótað henni að skjóta á hana og skotið aðvörunarskotum í jörðina. 

Eins og Heimildin greindi frá fyrr í vikunni var Mosab og fjölskylda hans á lista bandaríska utanríkisráðuneytisins yfir þá sem máttu fara yfir landamærin við Rafah en Mosab og fjölskylda hans höfðu búið í Bandaríkjunum áður en þau fluttu aftur til Gaza en yngsti sonur þeirra er bandarískur ríkisborgari. Þegar honum var sleppt úr haldi á þriðjudag var ísraelsher búinn að taka af honum vegabréfið og vegabréf allra í fjölskyldu hans. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er makalaust hvað glæpir geta þrifist lengi bara ef stuðningurinn er nógu ríkur. Ríki sem í krafti auðs síns sem kalla sig einkennilega nokk líðræðisríki, þar sem valið er á milli tveggja eins flokka eru að missa tökin hægt og rólega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu