Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýjuð sköp

Sam­band Elías­ar við ís­lensk­una er ein­stakt, enda er eins og hann sé frjáls und­an þeim ósögðu hefð­um sem lymsku­lega þjaka flesta þá sem yrkja á eig­in móð­ur­máli.

Skýjuð sköp
Bók

Áð­ur en ég breyt­ist

Höfundur Elías Knörr
Forlagið
94 blaðsíður
Niðurstaða:

Áður en ég breytist er sýnidæmi fyrir einstakan stíl Elíasar Knarrar og hans afar frumlegu efnistök. Bókin virðist fjalla um togstreituna milli listarinnar og heimsins og er í sjálfu sér mögnuð afurð þeirrar togstreitu.

Gefðu umsögn

Það fyrsta sem grípur lesanda nýjustu ljóðabókar Elíasar Knarrar er kápumyndin: Píka úr skýjum. Myndin er lýsandi, en í bókinni finnast einmitt ljóð sem virðast blanda saman hinu himneska og hinu holdlega. Þótt lesandinn þurfi að hafa fyrir því að viðhalda samhenginu, þá virðist bókin hafa ljóðmælanda, Evgeníu að nafni, samkvæmt saurblaði bókarinnar.

Evgenía virðist vera skáldagyðja eða músa sem vaknar til himnesks lífs sköpunarkraftsins: „Ljósblá og skýjuð sköp / sváfu á himninum“. Hún vaknar „í leit að dómsdeginum … þar sem uppheimar myndu opnast / líkt og geispandi blómarós“. Sköpunin mun kalla fram „þyrniblóm“ sem „rumska / í hjarta / kirkjugarðsins“.

Blómin eru ljóðin sem í bókinni finnast (nema mér skjátlist hrapallega) og spyr ljóðmælandinn: „Ætli blóm / tungumálsins / dreymi? … ætli orð dreymi / um að vera það / sem þau voru / áður en þau / urðu til?“ Elías ætlar sér sem sagt stóra hluti í þessari bók, allt frá himneskri sköpun til ragnaraka með blóm listarinnar á milli. 

„Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar.“

Íslenskt ljóðaáhugafólk ætti að þekkja Elías vel, en þetta galisísk/íslenska skáld vekur athygli á öllum upplestrum sem hann kemur fram á. Hann blandar saman hinsegin gjörningalist og miðaldasöng á fjölda tungumála og fer það alls ekki á milli mála hvers konar tungumálaséní Elías er. Samband Elíasar við íslenskuna er einstakt, enda er eins og hann sé frjáls undan þeim ósögðu hefðum sem lymskulega þjaka flesta þá sem yrkja á eigin móðurmáli. Elías skapar nýyrði og nýstárlegar samsetningar hægri vinstri, flest þeirra stórkostleg (nokkur dæmi úr bókinni: eindæma, drulluhærður, hamskeri, laufleysi, morgunhæna, örlöglaus, glyrnulegur, bensíngrár). Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar. Það er einfaldlega þannig að fæstir aðrir íslenskir höfundar myndu láta sér detta í hug að óska eftir „gamaldags síma / til að hengja mig“.

Í bókinni virðast bítast á sköpunarkrafturinn og heimurinn í kring sem svo auðveldlega kæfir sköpunina í fæðingu. Tíufréttirnar bresta á og það er eins og andinn sökkvi niður í kalda gröf; stundum ímyndar skáldið sér „krafsið í kistunni“. „Höfundurinn hrasaði / ofan í bræðsluofninn / meðan tungumálið brann / til svartra kola“, segir í einu ljóði, en „glæðurnar eru fastheldnar / á gamlar venjur // aftur kviknar í draumnum / og í brjóstinu er fortíðin / logandi / bókabál“. Eins og segir annars staðar þurfa menntagyðjur að vera styttur „úr bronsi // viðkvæmt dýrðareðli þeirra / þarf á sterkum stoðgrindum að halda // músur eru / mýksta / áttfætlan“. Að viðhalda tengslunum við menntagyðjuna skiptir ekki aðeins máli fyrir ljóðmælandann persónulega heldur hefur víðari skírskotun. Baráttan milli listarinnar og heimsins er pólitískt- og tilvistarspursmál. Eins og segir á bakhlið bókarinnar, þá er líf músunnar samtvinnað lífi jaðarhópa sem „er ekki leyft að lifa heldur aðeins að láta sig dreyma“. Þannig öðlast lokalínur bókarinnar sína miklu vigt: „Ætli íslenska / tungu dreymi / einhvern / sannleika?“ Ef hún gerir það einhvers staðar, þá er það hjá Elíasi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár