Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýjuð sköp

Sam­band Elías­ar við ís­lensk­una er ein­stakt, enda er eins og hann sé frjáls und­an þeim ósögðu hefð­um sem lymsku­lega þjaka flesta þá sem yrkja á eig­in móð­ur­máli.

Skýjuð sköp
Bók

Áð­ur en ég breyt­ist

Höfundur Elías Knörr
Forlagið
94 blaðsíður
Niðurstaða:

Áður en ég breytist er sýnidæmi fyrir einstakan stíl Elíasar Knarrar og hans afar frumlegu efnistök. Bókin virðist fjalla um togstreituna milli listarinnar og heimsins og er í sjálfu sér mögnuð afurð þeirrar togstreitu.

Gefðu umsögn

Það fyrsta sem grípur lesanda nýjustu ljóðabókar Elíasar Knarrar er kápumyndin: Píka úr skýjum. Myndin er lýsandi, en í bókinni finnast einmitt ljóð sem virðast blanda saman hinu himneska og hinu holdlega. Þótt lesandinn þurfi að hafa fyrir því að viðhalda samhenginu, þá virðist bókin hafa ljóðmælanda, Evgeníu að nafni, samkvæmt saurblaði bókarinnar.

Evgenía virðist vera skáldagyðja eða músa sem vaknar til himnesks lífs sköpunarkraftsins: „Ljósblá og skýjuð sköp / sváfu á himninum“. Hún vaknar „í leit að dómsdeginum … þar sem uppheimar myndu opnast / líkt og geispandi blómarós“. Sköpunin mun kalla fram „þyrniblóm“ sem „rumska / í hjarta / kirkjugarðsins“.

Blómin eru ljóðin sem í bókinni finnast (nema mér skjátlist hrapallega) og spyr ljóðmælandinn: „Ætli blóm / tungumálsins / dreymi? … ætli orð dreymi / um að vera það / sem þau voru / áður en þau / urðu til?“ Elías ætlar sér sem sagt stóra hluti í þessari bók, allt frá himneskri sköpun til ragnaraka með blóm listarinnar á milli. 

„Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar.“

Íslenskt ljóðaáhugafólk ætti að þekkja Elías vel, en þetta galisísk/íslenska skáld vekur athygli á öllum upplestrum sem hann kemur fram á. Hann blandar saman hinsegin gjörningalist og miðaldasöng á fjölda tungumála og fer það alls ekki á milli mála hvers konar tungumálaséní Elías er. Samband Elíasar við íslenskuna er einstakt, enda er eins og hann sé frjáls undan þeim ósögðu hefðum sem lymskulega þjaka flesta þá sem yrkja á eigin móðurmáli. Elías skapar nýyrði og nýstárlegar samsetningar hægri vinstri, flest þeirra stórkostleg (nokkur dæmi úr bókinni: eindæma, drulluhærður, hamskeri, laufleysi, morgunhæna, örlöglaus, glyrnulegur, bensíngrár). Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar. Það er einfaldlega þannig að fæstir aðrir íslenskir höfundar myndu láta sér detta í hug að óska eftir „gamaldags síma / til að hengja mig“.

Í bókinni virðast bítast á sköpunarkrafturinn og heimurinn í kring sem svo auðveldlega kæfir sköpunina í fæðingu. Tíufréttirnar bresta á og það er eins og andinn sökkvi niður í kalda gröf; stundum ímyndar skáldið sér „krafsið í kistunni“. „Höfundurinn hrasaði / ofan í bræðsluofninn / meðan tungumálið brann / til svartra kola“, segir í einu ljóði, en „glæðurnar eru fastheldnar / á gamlar venjur // aftur kviknar í draumnum / og í brjóstinu er fortíðin / logandi / bókabál“. Eins og segir annars staðar þurfa menntagyðjur að vera styttur „úr bronsi // viðkvæmt dýrðareðli þeirra / þarf á sterkum stoðgrindum að halda // músur eru / mýksta / áttfætlan“. Að viðhalda tengslunum við menntagyðjuna skiptir ekki aðeins máli fyrir ljóðmælandann persónulega heldur hefur víðari skírskotun. Baráttan milli listarinnar og heimsins er pólitískt- og tilvistarspursmál. Eins og segir á bakhlið bókarinnar, þá er líf músunnar samtvinnað lífi jaðarhópa sem „er ekki leyft að lifa heldur aðeins að láta sig dreyma“. Þannig öðlast lokalínur bókarinnar sína miklu vigt: „Ætli íslenska / tungu dreymi / einhvern / sannleika?“ Ef hún gerir það einhvers staðar, þá er það hjá Elíasi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu