Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Eðlismunur á atburðum í Grindavík og fyrra skjálftatjóni

Að hús séu byggð á sprung­um hér­lend­is er ekk­ert eins­dæmi, seg­ir pró­fess­or í bygg­ing­ar­verk­fræði, og bend­ir á að í gólf­inu á bóka­safn­inu í Hvera­gerði sé hægt að virða fyr­ir sér sprungu sem ligg­ur þvert í gegn­um hús­ið. Það er hins veg­ar eins­dæmi að sprunga opn­ist und­ir mörg­um hús­um, eins og gerst hef­ur í Grinda­vík. Bruna­bóta­mat eigna í Grinda­vík er hærra en fast­eigna­mat.

Hamfarirnar sem gengið hafa yfir Grindavík eru eðlisólíkar fyrri atburðum í náttúruvársögu landsins, með tilliti til þeirra áhrifa sem hafa þegar komið fram í byggð, segir Bjarni Bessason, prófessor í byggingaverkfræði, sem hefur í störfum sínum m.a. rannsakað áhrif jarðskjálfta á byggingar hérlendis.

Fyrir nokkrum árum skrifaði Bjarni ásamt öðrum ritrýnda grein um áhrif stórra jarðskjálfta á Suðurlandi á byggingar, Suðurlandsskjálftanna tveggja árið 2000 og Ölfusskjálftans árið 2008. Niðurstaðan þar var helst sú að lágreist íslensk hús stæðu vel af sér skjálfta af stærðinni 6,5 eða minni.

„Það er alveg ljóst að það er ákveðinn eðlismunur á því sem er að gerast í Grindavík og því sem var að gerast í Suðurlandsskjálftum 2000 og 2008, þar sem voru stórir skjálftar nálægt byggð að hrista hús og skemma innbú,“ segir Bjarni í samtali við Heimildina. Í hamförunum á Suðurlandi hafi burðarvirki sums staðar laskast en engin bygging hafi hrunið, þó að …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár