Hamfarirnar sem gengið hafa yfir Grindavík eru eðlisólíkar fyrri atburðum í náttúruvársögu landsins, með tilliti til þeirra áhrifa sem hafa þegar komið fram í byggð, segir Bjarni Bessason, prófessor í byggingaverkfræði, sem hefur í störfum sínum m.a. rannsakað áhrif jarðskjálfta á byggingar hérlendis.
Fyrir nokkrum árum skrifaði Bjarni ásamt öðrum ritrýnda grein um áhrif stórra jarðskjálfta á Suðurlandi á byggingar, Suðurlandsskjálftanna tveggja árið 2000 og Ölfusskjálftans árið 2008. Niðurstaðan þar var helst sú að lágreist íslensk hús stæðu vel af sér skjálfta af stærðinni 6,5 eða minni.
„Það er alveg ljóst að það er ákveðinn eðlismunur á því sem er að gerast í Grindavík og því sem var að gerast í Suðurlandsskjálftum 2000 og 2008, þar sem voru stórir skjálftar nálægt byggð að hrista hús og skemma innbú,“ segir Bjarni í samtali við Heimildina. Í hamförunum á Suðurlandi hafi burðarvirki sums staðar laskast en engin bygging hafi hrunið, þó að …
Athugasemdir