Þau tíu prósent landsmanna sem áttu mestar hreinar eignir eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna. Alls greiddi eignamesti hópurinn tæplega 4,9 milljarða króna í erfðafjárskatt vegna fyrirframgreiðslu á arfi í fyrra. Sá skattur er tíu prósent og því nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 um 48,8 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna voru hálfdrættingar miðað við eignamesta hópinn. Alls greiddu þau um 24,9 milljarða króna fyrir fram sem arf til barna sinna og annarra niðja.
Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis vegna fyrirspurnar hennar í tengslum við umfjöllun hennar á fjárlagafrumvarpi næsta árs.
Þar segir enn fremur að eignamesta tíundin greiddi líka mest í erfðafjárskatt dánarbúa á árinu 2022, eða alls um …
Athugasemdir (1)