Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Sennilega eini framleiðandinn í heiminum sem gerir geitaskyr

Í Skrið­dal er fram­leidd­ur geita­ost­ur und­ir heit­inu Geitag­ott. Um 90 pró­sent fram­leiðsl­unn­ar er seld­ur til ein­stak­linga og veit­inga­staða á Aust­ur­landi. Eft­ir að hafa kom­ist í kynni við ít­alsk­an osta­gerð­ar­mann er osta­bónd­inn far­in að fram­leiða ost sem lík­ist Mozar­ella.

Sennilega eini framleiðandinn í heiminum sem gerir geitaskyr
Vörurnar Framleiðslan á ostinum, aðallega fetaosti, hófst fyrir alvöru í miðjum faraldri. Mynd: Geitagott

Þorbjörg Ásbjörnsdóttir, betur þekkt sem Obba, er bóndi á Lynghóli í Skriðdal. Árið 2014 varð henni að ósk sinni að eignast geitur, eftir að hún og dóttir hennar höfðu suðað um það í langan tíma við eiginmann Obbu sem var í fyrstu ekki alveg á þeim buxunum. Fyrst voru geiturnar fjórar en eru nú orðnar 37 talsins og Obba orðin geitaostaframleiðandi með meiru nú tæpum tíu árum síðar. 

Obba framleiðir geitaostinn undir heitinu Geitagott og hefur fengið afar góðar viðtökur. Hún segir að þau hjónin hafi nú ekkert vitað almennilega hvað ætti að gera við geitamjólkina eftir að hafa byrjað að mjólka geiturnar. En það voru þó hæg heimatökin að fá góð ráð varðandi það. „Skólabróðir minn, hann Þorgrímur á Erpsstöðum, er algjör frumkvöðull er kemur að mjólkurvinnslu heima á bæ. Hann setti upp námskeið fyrir mig og nokkra aðra þar sem við lærðum fyrstu skrefin í ostagerð. Ég prófaði svo að gera fetaost sem hefur verið svona uppistaðan í því sem við höfum framleitt. Í fyrstu fékk ég leyfi til að framleiða í eldhúsinu í félagsheimilinu hér í sveitinni, vildi sjá hvort ég myndi sinna þessu og fíla þetta, það fór svo. Þá fékk ég leyfi til að gera þetta hérna heima, svo hef ég bara verið að lesa mér til um þetta, horfa á myndbönd á Youtube og þetta vindur svona upp á sig,“ segir Obba.

Fengu leyfi í miðjum faraldri

Að sögn Obbu hófust þessar tilraunir með ostagerðina í kringum árið 2018 og fengu þau hjónin svo framleiðsluleyfi og mjólkursöluleyfi árið 2020, í miðjum heimsfaraldri. Obba segist selja 90 prósent af afurðunum til einstaklinga og veitingastaða á Austurlandi. Fetaosturinn spilar þar stórt hlutverk, hún selur þrjár gerðir í krukkum til neytenda og svo kaupa veitingastaðir af henni í meira magni og nota ostinn í ýmsa rétti.

„Ég hef gert skyr og jógúrt og ég veit ekki betur en að ég sé eini framleiðandinn í heiminum sem gerir geitaskyr, það er gaman að segja frá því! Það hefur verið vinsæl vara og taka veitingastaðir það hjá mér og nota þetta í staðinn fyrir gríska jógúrt, til dæmis í sósur. Kosturinn við geitamjólkina umfram kúamjólkina er að hún inniheldur ekki laktósa, það eru glúkósar í geitamjólkinni og það er kostur,“ segir Obba.

Obba fékk styrk í fyrra til vöruþróunar og segist hafa verið svo heppin að komast í kynni við ítalskan ostagerðarmann sem búi á Egilsstöðum. Hún segir að hann hafi kennt sér ýmislegt þannig að í dag sé hún með gerð af osti sem er meira þroskaður. Þann ost gerði Obba fyrst í vor og fór að selja hann síðastliðið haust við góðar viðtökur. Það er greinilega ýmislegt í farvatninu í ostagerðinni á Lyngdal því Obba hefur einnig hafið framleiðslu á öðrum osti í samráði við Ítalann, ost sem hún líkir við Mozarella sem endist þó betur og lengur.

Líkur MozarellaEftir að hafa komist í kynni við ítalskan ostagerðarmann hóf Obba framleiðslu á osti sem svipar til Mozarella.

„Fólk sendir mér bara skilaboð og pantar. Ég anna í raun og veru ekki eftirspurn eftir meiru en ég er að gera fyrir fólk hérna fyrir austan, á bara mjólk í það sem ég geri núna. En ég fer nú að auka við þetta. Ég er með mjög góða þjónustu fyrir fólk, ég kippi bara ostinum með mér og skil hann eftir á hurðarhúnum hjá þeim sem hafa pantað, þetta er svo frjálslegt hérna í sveitinni. Svo erum við dugleg að fara á markaði og einnig kemur það fyrir að fólk bankar líka bara hér upp á og spyr hvort ég eigi ost,“ segir Obba.

Geitur sem gera mannamun

Obba segir að geitur séu skemmtileg dýr, miklir karakterar sem geri mikinn mannamun.

Skemmtileg dýrGeitunum hefur fjölgað mikið samhliða því að framleiðslan hefur aukist.

Að hennar sögn þarf þó að temja þær og segist Obba setja þær alltaf inn á kvöldin og mæta þær sjálfar á milli klukkan 18 og 19 á blettinn fyrir utan bæinn og bíði þar. „Ef ég er ekki tilbúin að setja þær inn þá, t.d. ef ég er ekki heima eða upptekin, þá leggjast þær bara á blettinn hérna fyrir utan, þær eru miklar tímakellingar, vilja hafa allt á réttum tíma. Svo fara  þær oft sínar eigin leiðir, þú þarft bæði að hafa húmor fyrir vitleysu og hafa gaman af þeim, svo þær geri þig ekki alveg galna. Ef þú hugsar að þær séu eins og kindur, þá verðurðu alveg vitlaus á þeim, þetta eru mjög ólík dýr,“ segir Obba og hlær. 

Það eru miklar annir núna í ostagerðinni, aðallega vegna fjölda markaða og jólanna. „Fólk er farið að gefa mikið af matvöru í staðinn fyrir að kaupa eitthvert drasl út í búð sem fer svo í geymslu. Það er gaman að sjá hvað er að verða mikil gróska í þessari handverksmatargerð á Íslandi og það er eitthvað sem ég held að sé komið til þess að vera. Þetta er unnið hér heima, það er ekkert kolefnisspor og megnið af þessu er svo selt í næsta nágrenni,“ segir Obba að lokum.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár