Atburðurinn var meira en verðlaunaafhending því sjónum var beint að öllum þeim fjölbreyttu verkum sem tilnefnd voru með fyrirlestrum hvers hönnuðar – auk samtals um hönnunina. Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt og í ár var verðlaunaflokkum fjölgað í þrjá, fyrir vöru, stað og verk. Einnig voru veitt verðlaun fyrir fjárfestingu í hönnun og heiðursverðlaun.
Heiðursverðlaun
Sigrún Guðjónsdóttir – Rúna – er heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2023 fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hérlendis, bæði er varðar hönnun, myndlist, handverk og kennslu. Starf hennar var einnig frumkvöðlastarf varðandi blöndur úr íslenskum leir. Rúna er fædd 1926 í Hafnarfirði og fór árið 1946 til Kaupmannahafnar til náms við Listaakademíuna. Eftir heimkomu stofnuðu hún og eignmaður hennar, Gestur Þorgrímsson, Laugarnesleir þar sem hann mótaði og hún málaði leirinn. Þekktustu verkin eru veggdiskar í tilefni þjóðhátíðar á Þingvöllum árið 1974 með prófílum andlita, fiska og fugla en …
Athugasemdir