Eitt af því áhugaverðasta í íslenskum samtímabókmenntum um þessar mundir er endurkoma smásögunnar. Á seinni hluta síðustu aldar virtist sem smásagnagerð væri að geispa golunni á Íslandi; það var nær ómögulegt fyrir nýja höfunda að fá smásagnasöfn útgefin og reyndar var bæði smásögunni og ljóðum spáð dauða. Hvort tveggja reyndist fásinna; ljóðagerð hefur blómstrað á síðastliðnum áratug og árlega koma hér út fleiri tugir ljóðabóka og á undanförnum árum hefur einnig komið út fjöldi nýrra og spennandi smásagnasafna. Það sem meira er, innan smásögunnar má sjá merkilega nýsköpun og einkar nýstárleg efnistök, ekki síst í meðförum ungra höfunda.
Ef til vill á nám í ritlist við Háskóla Íslands hér einhvern hlut að máli, margir nýir smásagnahöfundar hafa komið úr röðum nemenda deildarinnar. Ritlistarnáminu stýrir Rúnar Helgi Vignisson, sem lengi hefur iðkað smásagnagerð og gefið út söfnin Strandhögg (1993), Í allri sinni nekt (2000) og Ást í meinum (2012). Rúnar …
Athugasemdir