Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

„Sjóðnum hefur verið slitið. Hann er ekki einn af okkar sjóðum núna,“ segir Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis sem er í eigu Arion banka, aðspurður um stöðu sjóðsins Icelandic Travel Service fund sem var að hluta til í eigu félags í skattaskjólinu Tortólu sem hét Fultech S.á.r.l. Sjóðurinn stundaði fjárfestingar í ferðaþjónustu á Íslandi frá árinu 2011 til 2019. Þetta voru til dæmis fjárfestingar í náttúruperlunni Þríhnúkagíg og Gistiveri, hótelfyrirtæki fjölskyldu Hreiðars Más Sigurðssonar sem á meðal annars ION hótel á Nesjavöllum, Hótel Búðir á Snæfellsnesi og hótel í Stykkishólmi. 

Árið 2017 rann Tortólafélagið inn í félag í Lúxemborg, Vinson Capital, sem var og er í eigu eiginkonu Hreiðars Más, Önnu Lísu Sigurjónsdóttur. Í kjölfarið var þetta lúxemborgíska félag eigandi hlutdeildarskírteina íslenska Stefnissjóðsins. Fram að þessu, frá 2011 til 2017, var það hins vegar Tortólafélagið sem var …

Kjósa
101
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það er ekki upp á ríkisÓstjórnina logið!
    Engin vilji né metnaðu til að ransaka, koma í veg fyrir og eða lögsækja svokallað hvítflibba glæpa hyski, enda er búið að gelda allar eftirlitstofnanir og kom þar fyrir já mannleysum flokkana.
    Hér grasserar svo mikil spilling að ítalska mafían er græn af öfund út í þær íslensku með stærstu skipulögðu glæpasamtök Íslands, sjálfstæðisflokksins sem fara þar fremstir í flokki í allri spillinguni ☻g þar sem Don bjarN1 benediktsson er foringinn yfir öllu hyskinu.
    0
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Viðbjóður
    3
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Það er ekki gott að vera aurasál og hugsa um það eitt að komast yfir sem mest á sem skemmtum tíma
    3
  • Brynja Kjartansdóttir skrifaði
    Takk
    2
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon sér um sína, óþæginda lið innan stjórnar sem utan er kæft smám saman með fullu leyfi heims kapitalismans.
    2
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það eru öngvir peningar I Tortóla bara sýndar fyrirtæki I eigu íslendinga þjónustað af íslenskum fjármálafyrirtækjum. Og eldgamlar fréttir. Það skortir viljann hjá íslenskum yfirvöldum að stoppa þetta. Sama gildir um aðra staði. Og það er sama hvað fjölmiðlar upplýsa um þessi mál, yfirvöld sitja aðgerðarlaus. Og blaðra fagurgala. Vandamálið er ekki I Tortóla, Kýpur eða erlendis það er i Reykjavík nánar tiltekið i gömlu húsi við Tjörnina
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leyndarmál Kýpur

Kýpurfélag Lovísu sem tók yfir Tortólaeignir fjárfesti í breskum hjúkrunarheimilum
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur­fé­lag Lovísu sem tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir fjár­festi í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um

Sama fé­lag og tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir Lovísu Maríu Gunn­ars­dótt­ur, eig­in­konu Magnús­ar Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg, slóst í hóp með Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra, og Annie Mist Þór­is­dótt­ur Cross­fit-stjörnu og keypti ráð­andi hlut í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Kýpur hunsar ódæðisverk Rússa og þvingunaraðgerðir Vesturlanda til að skýla auðæfum ólígarka
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur huns­ar ódæð­isverk Rússa og þving­un­ar­að­gerð­ir Vest­ur­landa til að skýla auðæf­um ólíg­arka

Rann­sókn­in Leynd­ar­mál Kýp­ur, leidd af al­þjóð­leg­um sam­tök­um rann­sókn­ar­blaða­manna ICIJ, af­hjúp­ar hvernig Kýp­ur hef­ur knú­ið pen­inga­vél stjórn­valda í Kreml með því að flytja fjár­magn fyr­ir auð­kýf­inga, harð­stjóra og glæpa­menn, þar með tal­ið eft­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár