„Sjóðnum hefur verið slitið. Hann er ekki einn af okkar sjóðum núna,“ segir Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis sem er í eigu Arion banka, aðspurður um stöðu sjóðsins Icelandic Travel Service fund sem var að hluta til í eigu félags í skattaskjólinu Tortólu sem hét Fultech S.á.r.l. Sjóðurinn stundaði fjárfestingar í ferðaþjónustu á Íslandi frá árinu 2011 til 2019. Þetta voru til dæmis fjárfestingar í náttúruperlunni Þríhnúkagíg og Gistiveri, hótelfyrirtæki fjölskyldu Hreiðars Más Sigurðssonar sem á meðal annars ION hótel á Nesjavöllum, Hótel Búðir á Snæfellsnesi og hótel í Stykkishólmi.
Árið 2017 rann Tortólafélagið inn í félag í Lúxemborg, Vinson Capital, sem var og er í eigu eiginkonu Hreiðars Más, Önnu Lísu Sigurjónsdóttur. Í kjölfarið var þetta lúxemborgíska félag eigandi hlutdeildarskírteina íslenska Stefnissjóðsins. Fram að þessu, frá 2011 til 2017, var það hins vegar Tortólafélagið sem var …
Engin vilji né metnaðu til að ransaka, koma í veg fyrir og eða lögsækja svokallað hvítflibba glæpa hyski, enda er búið að gelda allar eftirlitstofnanir og kom þar fyrir já mannleysum flokkana.
Hér grasserar svo mikil spilling að ítalska mafían er græn af öfund út í þær íslensku með stærstu skipulögðu glæpasamtök Íslands, sjálfstæðisflokksins sem fara þar fremstir í flokki í allri spillinguni ☻g þar sem Don bjarN1 benediktsson er foringinn yfir öllu hyskinu.