Stór hluti Grindvíkinga hélt aftur heim í dag, til að sækja nauðsynjar og verðmæti fyrir sig og fjölskyldur sínar. Björgunarsveitir boðuðu að rýma ætti bæinn um kl. 16, enda einungis hægt að athafna sig á meðan dagsbirta varir.
Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari, betur þekktur sem Golli, var á vettvangi fyrir Heimildina og fylgdist með bæjarbúum í Grindavík snúa til baka. Mörg voru fegin því að fá tækifæri til að komast heim að sækja nauðsynjar og verðmæti, enda var allur gangur á því hvort fólk hefði tækifæri til þess að taka allt það mikilvægasta með sér.
Margir íbúar Grindavíkur voru farnir að heiman á föstudaginn, löngu áður en boð voru send út um að rýma skyldi bæinn, sökum þess að kvikugangur hafði myndast undir honum. Atburðarásin var hröð, eins og við eflaust öll munum.
Mæðgurnar Guðrún Katrín Steinarsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir voru á meðal þeirra sem voru fegnar að komast heim, en …
Athugasemdir