Ljóð íslenskra skálda eru innblásturinn að Poems, tíu laga plötu sem tónskáldið Viktor Orri Árnason og söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir tóku upp strax og þau kynntust. Platan kom nýverið út hjá Deutsche Grammophon, sögufrægu þýsku útgáfufyrirtæki sem er með þeim elstu í heiminum, og er einnig aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.
Blaðamaður settist niður með Viktori og Álfheiði á tónleikastaðnum Kühlhaus í Berlín þar sem þau voru að búa sig undir tónleika síðar um kvöldið, sem haldnir voru í tilefni af útgáfudeginum. „Ég spila hérna á 150, 200 ára gamlan flygil sem rétt virkar,“ segir Viktor og hlær. „Það eru nokkrar nótur svolítið stífar. Það verður bara gaman.“
Viktor er hvað þekktastur sem fiðluleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín en hefur einnig samið sína eigin tónlist, auk þess að starfa sem upptökustjóri, tónskáld og hljómsveitarstjóri. „Ég hef aldrei stigið fram sem píanisti og hélt aldrei að það mundi gerast. En …
Athugasemdir