Á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð duttu svo til öll viðskipti hjá Hassan Shahin klæðskera niður. Hann var hræddur um að missa saumastofuna – Saumastofu Hassans – sem hann rak í kjallara við Hverfisgötu. Þó að hann væri ánægður í íslensku samfélagi saknaði hann Amani Al Kawi – unnustunnar sem var enn búsett í Sýrlandi, hvaðan Hassan hafði sjálfur flúið árið 2012.
Þetta voru erfiðir tímar fyrir Hassan sem hélt þó haus og komst í gegnum storminn. Og þegar þeim stormi, eða faraldrinum réttara sagt, slotaði jukust viðskiptin á nýjan leik – raunar svo mikið að kjallarinn, um 70 fermetrar að stærð, var orðinn allt of lítill fyrir saumastofuna.
Í lok október opnaði Hassan á nýjum stað við Hverfisgötu 78, í björtu rými sem áður hýsti útvarpsstöðina 101. Rýmið er um 150 fermetra stórt, tvöfalt stærra en kjallarinn. Það eru sannarlega ekki einu gleðifréttirnar í lífi Hassans, því árið 2021 náði hann …
Athugasemdir (5)