Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stofnuðu fjölskyldu eftir áratugs aðskilnað

Í ára­tug voru Hass­an Shahin og Amani Al Kawi að­skil­in. Fyr­ir tveim­ur ár­um hitt­ust þau loks að nýju og giftu sig í Líb­anon. Nú eru þau bæði bú­sett hér­lend­is og eign­uð­ust dótt­ur í maí. Ekki nóg með það, sauma­stof­an við Hverf­is­götu sem Hass­an ótt­að­ist að missa í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um er orð­in tvö­falt stærri en áð­ur.

Á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð duttu svo til öll viðskipti hjá Hassan Shahin klæðskera niður. Hann var hræddur um að missa saumastofuna – Saumastofu Hassans – sem hann rak í kjallara við Hverfisgötu. Þó að hann væri ánægður í íslensku samfélagi saknaði hann Amani Al Kawi – unnustunnar sem var enn búsett í Sýrlandi, hvaðan Hassan hafði sjálfur flúið árið 2012.

Þetta voru erfiðir tímar fyrir Hassan sem hélt þó haus og komst í gegnum storminn. Og þegar þeim stormi, eða faraldrinum réttara sagt, slotaði jukust viðskiptin á nýjan leik – raunar svo mikið að kjallarinn, um 70 fermetrar að stærð, var orðinn allt of lítill fyrir saumastofuna. 

Í lok október opnaði Hassan á nýjum stað við Hverfisgötu 78, í björtu rými sem áður hýsti útvarpsstöðina 101. Rýmið er um 150 fermetra stórt, tvöfalt stærra en kjallarinn. Það eru sannarlega ekki einu gleðifréttirnar í lífi Hassans, því árið 2021 náði hann …

Kjósa
70
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Við verðum bara ríkari með meira af góðu fólki, eflum samfélagið okkar.
    0
  • Þorvaldur Gylfason skrifaði
    Frábær klæðskeri.
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er goð saga og gott að þetta folk er Saman a ny, og Lifið hja þeim blomstrar eftir Erfiða tima.
    4
  • Rakel Erna skrifaði
    Ég held bara að ég fari að gerast áskrifandi. Get ég þá lesið blaðið í öllum tölvunum mínum og maðurinn minn líka í sínum Ipad
    6
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Flottur náungi !
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár