Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Árni Oddur í greiðslustöðvun

Ari­on banki hef­ur leyst til sín um fjórð­ung af bréf­um Árna Odds Þórð­ar­son­ar Í Eyri In­vest. Sú að­gerð hef­ur leitt til þess að hann hef­ur feng­ið sam­þykkta greiðslu­stöðv­un „til að fá tíma og rúm til að vinna að far­sælli og sann­gjarnri lausn.“

Árni Oddur í greiðslustöðvun
Hættur Áður en Árni Oddur Þórðarson settist í forstjórastólinn hjá Marel var hann stjórnarformaður félagsins í átta ár. Mynd: Marel

Árni Oddur Þórðarson, sem hætti í gær sem forstjóri Marels eftir að hafa setið sem slíkur í áratug, hefur fengið samþykkta greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Þar segir hann að greiðslustöðvunin sé vegna „þeirrar réttaróvissu sem skapast hefur vegna aðgerða Arion banka, sem leyst hefur til sín hluta hlutabréfa minna í Eyri Invest, leiðandi fjárfestis í Marel, þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings við bankann hafi verið fullnægt.“ 

Alls átti Árni Oddur 18,1 prósent í Eyri Invest þangað til nýverið og var næst stærsti eigandi félagsins, sem er stærsti hluthafi Marel með tæplega fjórðungshlut. Eini hluthafinn sem á stærri hlut í Eyri Invest er Þórður Magnússon, faðir Árna Odds, með 20,7 prósent.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands um viðskipti stjórnenda í Marel sem send var út í gær kom fram að 31. október síðastliðinn hafi Arion banki, sem lánveitandi og veðhafi, tilkynnt Árna Oddi „að bankinn hefði ákveðið að taka til sín 44.000.000 hluti í Eyri Invest hf., eða sem nemur 4,87 prósent hlutafjár í Eyri Invest hf., sem stóðu til tryggingar láni Árna Odds Þórðarsonar hjá bankanum.“ 

Eignatilfærslan á hlutabréfunum í Eyri fór fram á genginu 34,2 kr. á hlut. Í tilkynningunni segir að ágreiningur sé á milli Árna Odds og Arion banka um lögmæti og útfærslu á þessari ráðstöfun bankans. Eftir viðskiptin á Árni Oddur, beint og óbeint, 13,03 prósent hlutafjár í Eyri Invest hf.

Árni Oddur telur að aðgerð bankans sé hvorki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur. „Fyrir liggur að eignir eru vel umfram skuldbindingar þrátt fyrir lækkun á markaðsverði hlutabréfa Marel að undanförnu. Ég hef nú fengið samþykkta greiðslustöðvun til að fá tíma og rúm til að vinna að farsælli og sanngjarnri lausn.“

Markaðsvirðið lækkaði mikið í dag

Rekstur Marel hefur verið undir væntingum á síðustu árum og markaðsvirði félagsins lækkaði um 43,9 prósent á árinu 2022, þegar það fór úr 663,5 millj­örðum króna í tæp­lega 367 millj­arða króna. Markaðsvirðið hefur lækkað um 23,4 prósent það sem af er árinu 2023 og var 264,5 milljarðar króna við lok viðskipta í dag eftir 6,4 prósent lækkun frá því að viðskipti hófust í morgun. Það þýðir að markaðsvirðið lækkaði um rúmlega 18 milljarða króna í dag og hefur alls lækkað um 399 milljarða króna frá byrjun árs í fyrra. 

Árni Oddur hefur verið einn hæst launaði forstjóri landsins undanfarin ár. Laun hans voru um 11,2 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra að með­al­tali og lækk­uðu um 14 pró­sent milli ára. Þar munar mestu um 30 milljóna króna bónusgreiðslu sem hann fékk á árinu 2021, en Árni Oddur fékk enga slíka í fyrra. Til við­­bótar við þessi laun þá vann Árni Oddur sér inn umtals­verða kaup­rétti sem metnir voru á 426 þús­und evr­­­ur, um 64,3 millj­­ónir króna, á síð­­asta ári.

Neikvætt eigið fé

Eftir veðkallið á Árni Oddur um 13,2 prósent hlut í Eyri Invest. Eignarhlutir hans í félaginu hafa verið í hans eigin nafni og í einkahlutafélagi sem ber nafn hans, Árni Oddur Þórðarson ehf. Það félag hélt á 1,3 prósent hlut í Eyri Invest í lok síðasta árs en virði þess hlutar var bókfært á um 703 milljónir króna. Það hafði þá rýrnað um rúmlega einn milljarð króna á einu ári. Miðað við lækkun á virði bréfa í Marel það sem af er þessu ári má gera ráð fyrir að virði þess hlutar sé nú um hálfur milljarður króna. 

Í síðasta birta ársreikningi félagsins segir að skuld þess við lánastofnun, sem var upp á 936 milljónir króna, væri í íslenskum krónum með einni afborgun höfuðstóls á árinu 2025. „Vextir eru breytilegir og greiðast árlega. Eigandi félagsins hefur sett tryggingar fyrir láninu með handveði í eignarhlutum í öðru félagi og sjáfsskuldarábyrgð.“

Fall á virði Marels í fyrra gerði það að verkum að eigið fé félagsins fór frá því að vera jákvætt um 529 milljónir króna í lok árs 2021 í að vera neikvætt um 593 milljónir króna um síðustu áramót. Sú staða hefur versnað á þessu ári. 

Árni Oddur sagði í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær að Arion banki hafi gripið til veðkalls, og leyst til sín eignarhluti sem eru umfram þá sem vistaðir voru inni í ofangreindu félagi, þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. „Ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi. Á síðustu stundu bætti bankinn við óaðgengilegum kröfum umfram skilmála lánasamnings, hafnaði innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kaus að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Gudmundsdottir skrifaði
    Það er von að vesalings maðurinn þurfi langtímabankalán.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár