Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfir 70% Íslendinga ósáttir við hjásetu Íslands vegna vopnahlés á Gaza

Mik­ill meiri­hluti Ís­lend­inga er ósátt­ur við að Ís­land hafi set­ið hjá við at­kvæða­greiðslu á þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um vopna­hlé á Gaza. Kjós­end­ur Mið­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks eru ánægð­ast­ir með ákvörð­un­ina, kjós­end­ur Sósí­al­ista og Pírata óánægð­ast­ir. Tveir stjórn­ar­þing­menn eru með á þings­álykt­un­ar­til­lögu sem verð­ur lögð fram síð­ar í dag sem fer gegn ákvörð­un ut­an­rík­is­ráð­herra.

Yfir 70% Íslendinga ósáttir við hjásetu Íslands vegna vopnahlés á Gaza

Gríðarleg óánægja er meðal Íslendinga vegna hjásetu Íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þar segjast 70,8% vera óánægð með hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu, þar af sögðust 58,5 vera mjög óánægð en 12,5 fremur óánægð. Aðeins 7,5% svarenda sögðust mjög ánægðir með hjásetuna. 

Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Þannig eru kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins ánægðastir með hjásetuna, 38,8% kjósenda Miðflokksins segjast ánægðir en 38,1% kjósenda Sjálfstæðisflokks. 

Þegar litið er til kjósenda allra annarra flokka er yfir 50% óánægðir með að Ísland hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gaza. Þegar kemur að kjósendum Sósíalistaflokksins eru 97,4% óánægðir með hjásetuna en 94% kjósenda Pírata.

Stjórnarþingmenn gegn ákvörðun Íslands

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi þann 27. október ályktun um tafarlaust vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Sú ákvörðun Íslands að sitja hjá hefur verið harðlega gagnrýnd víða. Þingflokkur Vinstri grænna, eins þriggja stjórnarflokka, er þeirra á meðal og sjálfur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Þá greindi Heimildin frá því fyrir helgi að tveir þingmenn Vinstri grænna, þær Jódís Skúladóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, eru meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í dag um að Ísland fordæmi aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalli eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. 

Karlar og eldra fólk ánægðara með hjásetuna

Heimilistekjur virðast ekki hafa mikil áhrif á afstöðu fólks. Þegar litið var til þeirrar breytu var alltaf meira en 65% sem voru óánægðir með hjásetuna, mest 79,4% þegar kom að tekjuhópum 500-799 þúsund á mánuði. 

Karlar voru ívið ánægðari með að Ísland hafi setið hjá en konur, eða 18,3% karla en 7,1% kvenna. 23% karla sögðust í könnun Maskínu vera í meðallagi sáttir við hjásetuna en 58,% óánægðir. Hlutfall óánægðra kvenna var hins vegar 84,7%.

Þá var nokkur munur á afstöðu þegar kom að aldri svarenda þar sem um 20% svarenda 50 ára og eldri voru ánægð með hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu vegna vopnahlés á Gaza. Í hópnum 18-29 ára voru aðeins 7,5% ánægð og 6,7% á aldursbilinu 30-39 ára.

Bjarni ítrekar ákall um mannúðarhlé

Bjarni Benediktsson, sem tók við embætti utanríkisráðherra í síðasta mánuði, tjáði sig um málið daginn eftir atkvæðagreiðsluna hjá SÞ. Þar ítrekaði hann að sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu hafi kallað skýrt eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza. Á fundinum hafi Jórdanía lagt fram ályktun um ástandið á svæðinu fyrir hönd ríkja Arabahópsins, en ályktunin hafi ekki verið bindandi. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja.“

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 3.-7. nóvember og voru svarendur 1259 talsins.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu