Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Búnaður til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ekki til í landinu

Ekki er til­tæk­ur nægi­leg­ur bún­að­ur hér á landi sem þyrfti til að tryggja hita­veitu á Reykja­nesskaga raun­ger­ist dekkstu sviðs­mynd­ir í tengsl­um við jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga. Orku­mála­stjóri seg­ir að rík­ið þurfi að taka af­stöðu til kaups og/eða leigu á bún­aði sem tengj­ast rekstri hita­veitu á svæð­inu eins skjótt og auð­ið er.

Búnaður til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ekki til í landinu
Svartsengi Virkjun HS Orku í Svartsengi gæti orðið fyrir skakkaföllum ef dekkstu sviðsmyndir vísindamanna raungerast. Í virkjuninni er aflað heits vatns fyrir íbúa á Reykjanesi. Mynd: Golli

Orkustofnun hefur, ásamt orku- og veitufyrirtækjunum á Reykjanesi, unnið að því að meta búnað sem til er í landinu sem þyrfti til að viðhalda hitaveitunni á Reykjanesi komi til goss á Reykjanesi. „Ríkir almannahagsmunir eru í húfi og ljóst að ef dekkstu sviðsmyndir raungerast þyrfti viðbótarbúnaður að vera tiltækur hér á landi,“ segir í tilkynningu á vef Orkustofnunar. Núna er ekki tiltækur nægilegur búnaður í landinu til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ef Svartsengi yrði fyrir skakkaföllum vegna jarðhræringa.

Orkustofnun segir nú unnið að greiningu og athugun á því hvernig nálgast megi slíkan búnað og meta kostnað af aðgerðum.

Upplýsingum frá Orkustofnun, HS Orku og HS Veitum hefur þegar verið miðlað til fulltrúa ríkisstjórnarinnar „enda ríkir almannahagsmunir í húfi,“ segir í tilkynningu Orkustofnunar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að ríkið þurfi að taka afstöðu til kaups og/eða leigu á búnaði sem tengjast rekstri hitaveitu á svæðinu eins skjótt og auðið er. Slík fjárfesting myndi nýtast áfram til að tryggja orkuöryggi byggða landsins þegar upp koma bilanir eða aðrar krefjandi aðstæður og gæti mögulega stutt við orkuskiptin sé tækni sem gefur færi á því valin. Þó sé líklegt að til að kynda þær í fyrstu þyrfti að notast við jarðefnaeldsneyti og því þurfi einnig að tryggja birgðarstöðu þess hér á landi.

Orkustofnun hefur sett sig í samband við systurstofnanir á Norðurlöndum og beðið um að farið sé yfir möguleika á því að búnaður sé sendur til Íslands.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Er HS orka í erlendri eigu??
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hvaða rugl er þetta?!?!?
    Ef virkjunar eigandi hefur virkjað sér til framdráttar, þá ætti hann og að vita hver áhættan er!
    Það að gera kröfu til samfélagsins er hagnaður virðist í hættu, er til skammar.
    Er ekki þetta fyrirtæki í erlendri eigu?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár