Nú er liðinn mánuður frá því að loftárásir Ísraelshers á Gaza hófust í kjölfar árásar Hamas á Ísrael 7. október. Síðan þá hefur Ísraelsher haldið úti linnulausum loftárásum. Talið er að 1.400 Ísraelar hafa dáið í árásum Hamas. Í dag var greint frá því að 10 þúsund Palestínumenn, hið minnsta, hafi dáið í loftárásum Ísraelshers síðustu fjórar vikur. Þá er talið að um tvöþúsund Palestínumenn, að minnsta kosti, séu grafnir í rústum húsa.
Rétt tæplega sjötíu prósent þeirra sem hafa látist í árásunum á Gaza eru konur og börn.
Árásum Ísraelshers hefur verið mótmælt víða um heim þar á meðal á Íslandi. Í gær var fullt út úr dyrum á baráttufundi félagsins Ísland-Palestína í Háskólabíói. Þá hefur verið boðað til mótmæla við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í Reykjavík í fyrramálið á meðan ríkisstjórnarfundur fer fram.
Tilraun gyðinga að útrýma frumbyggjum og þögn samfélags manna að segja ekkert, er okkur til skammar.
Það er ótrúlegt að þetta hræðilega ástand í austurlöndum nær skuli virkilega vera í boði SÞ sem boðið var til fyrir ca 70 árum.