„Við fengum nýjan hund inn á heimilið,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu, aðspurður hvað hann sé búinn að vera að gera síðustu vikur. „Ég fékk það hlutverk að siða hann aðeins til.“
Á síðasta tímabili leiddi Arnar lið Víkings til sigurs í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. „Þetta var búið að vera langt og strangt tímabil, mikil pressa,“ segir Arnar sem tók sér pásu frá samfélagsmiðlum eftir síðasta leikinn. „Ég slökkti á símanum í tvær vikur og svaraði engum tölvupóstum.“ Arnar nýtti tímann til að viðra nýja hundinn og sinna fjölskyldunni.
Umhverfið
Arnar ólst upp á Akranesi og spilaði fyrir knattspyrnufélagið ÍA á sínum uppvaxtarárum ásamt tvíburabróður sínum, Bjarka Gunnlaugssyni. Þeir héldu báðir utan í atvinnumennsku og spiluðu fyrir íslenska landsliðið.
Eftir atvinnumennsku tóku við nokkur ár í viðskiptalífinu en á endanum kallaði fótboltinn Arnar heim á ný. Hann tók við hlutverki aðstoðarþjálfara KR árið 2016 og …
Athugasemdir (1)