Eyþór Ingi Gunnlaugsson er fjölbreytt hæfileikabúnt á söng- og leiksviðinu. Svo er hann líka ein albesta eftirherma landsins og hefur verið að rúlla upp Agli Ólafssyni þegar hann heiðrar Þursaflokkinn glæsilega með hljómsveitinni Babies – ef hann er þá ekki hreinlega með sjálfum Ladda að sprella einhvers staðar. En hver er þá hinn „sanni“ Eyþór Ingi? Hvað er hann þegar hann er ekki að herma? Hver er hans „sanna“ rödd? Og er yfirleitt einhver rödd „sannari“ en önnur?
Rokköryggið uppmálað
Þessar spurningar mætti svo sem víkka út og kasta framan í allt tónlistarfólk. Eru ekki allir að herma, eða allavega undir hnausþykkum áhrifum af einhverju? Eyþór Ingi kemst næst því að vera „hann sjálfur“ þegar hann þenur raddböndin með hljómsveitinni Rock Paper Sisters, eða ég ímynda mér það að minnsta kosti. Sveitin hefur verið starfandi síðan 2017 og er skipuð …
Athugasemdir