Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einstök list nálar og bands

Þessi út­gáfa er tíma­móta­verk í öll­um skiln­ingi nú þeg­ar kon­ur á Ís­landi eru tekn­ar upp á ref­ilssaumi, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son.

Einstök list nálar og bands
Höfundurinn Elsa E. Guðjónsson
Bók

Með verk­um hand­anna

Íslenskur refilsaumur fyrri alda
Höfundur Elsa E. Guðjónsson Ritstjórar: Lilja Árnadóttir og Mörður Árnason
Þjóðminjasafn Íslands
416 blaðsíður
Gefðu umsögn

Stór bók, 22,5 x 30,5, 416 bls. á þykkum pappír litprentuð, saumuð í kjöl með bakfestu forsíðuspjaldi, er komin út á forlagi Þjóðminjasafns Íslands helguð fornri íslenskri ísaumshefð: reflinum. Almenningi er kunn list refilsins af heimsfrægu listaverki, sögumynd á klæði sem segir af orrustunni við Hastings 1066, og er sá refill kenndur við borgina Bayeux í norðurhluta Frakklands. Er hann eitt fárra verka sem varðveitt eru með þessu sérstaka saumsniði og lengstur refla sem eru varðveittir, 50 cm á hæð og 70 metrar að lengd.

Bókin Með verkum handanna geymir ævistarf Elsu E. Guðjónsson, safnvarðar á Þjóðminjasafninu, en hún féll frá 2010 og átti þá að baki nær fjörutíu ára rannsóknarsögu á afmörkuðu en afar mikilvægu sögusviði íslenskra handmennta í vef, bandi, með nál og prjónum, það er því sem lengi var kallað handavinna, seinna handíðir og loks textíll. Elsa var brautryðjandi á þessu sviði menningarsögu okkar, hvernig var unnið, spunnið, ofið, saumað og prjónað úr ull. Hún var ötull greinarhöfundur bæði í alþýðurit og vísindarit íslensk og erlend. Með verkum handanna er einstakt afrek langrar ástundunar í skjóli Þjóðminjasafnsins, frábærlega unnið og uppsett af ritstjórum, ríkulega myndskreytt, alþjóðlegur mælikvarði um getu og starf íslenskra mennta.

Mikilvægt er að ítreka að rannsókn Elsu leiðir í ljós að refillinn var viðfangsefni frumherja íslenskrar fornleifafræði allt frá dögum Sigurðar málara, Sigurðar Vigfússonar, Matthíasar Þórðarsonar allt til Kristjáns Eldjárn. Hún minnist líka á tímamótagrein Gertie Wandel frá 1941 sem birt var í Ársriti danska Þjóðminjasafnsins en þýdd 1946 og birt í Lesbók Moggans. Gertie átti þess kost fyrir stríð að leita uppi refla á varðveislusöfnum Evrópu. Tilgáta hennar var að nefndir reflar ættu sér allir upphaf á Íslandi. Minnisstætt er þá er Björn Th. Björnsson í fyrirlestri spurði hvort Bayeux-refillinn gæti verið unninn af íslenskum höndum?

Í riti Elsu er að loknum inngöngum fyrrum þjóðminjavarðar, Elsu og ritstjóra bókverksins, Lilju Árnadóttur, gerð grein fyrir varðveittum reflum á og frá Íslandi í fimmtán köflum, heimildaskrá með athugasemdum, bæði Elsu og Lilju ritstjóra, fylgir hverjum kafla auk útdráttar á ensku. Hver kafli rekur rannsóknarsögu hvers refils, heimfærir hann eftir ritheimildum í tíma og á heimaslóð eftir rökum, líkindum og tilgátum ef annað bregst. Eins er gerð nákvæm grein fyrir efni, bakgrunni ísaumsins, ullar- eða línvef sem saumað var í og eins með hvaða þræði myndefnið er saumað. 

„Með verkum handanna er einstakt afrek langrar ástundunar í skjóli Þjóðminjasafnsins, frábærlega unnið og uppsett af ritstjórum, ríkulega myndskreytt, alþjóðlegur mælikvarði um getu og starf íslenskra mennta.“

Hér er stigið inn í lítt kunnan heim ullarvinnslu um hundruð ára frá því byggð hófst, þvottarins, vinnslu togs og þels, spunans, litunar, innlends vefjar sem var í öllum tilvikum hinn forni lóðrétti vefstóll fyrir daga þess lárétta sem við þekkjum í dag, en Elsa var ein þeirra sem byggðu slíkan vefstól í safninu, og að lokum erlend íefni sem notuð voru við saum myndefnis, t.d. málmþræði. Þá er í bókarlok samantekt rannsókna í tímagreiningu á þráðum úr vefjunum sem styrkja kenningar Elsu í öllum tilvikum.

Best er að árétta að refillinn er ekki í myndbyggingu íslenskur heldur á sér fornar rætur í býsanskri myndlist frá því um 1000, mynsturgerð í mörgum þeirra er samofin fornum hefðum í ísaum, myndvefnaði, útskurði og greftri á málmum. Þessi hlutur menningar okkar er af lifandi heild handlista Evrópu. Við vorum ekki einangruð heldur hluti álfunnar. Eins vaknar spurning um hvernig má vera eftir siðaskipti þegar eldri trúargripum í vef, klæðum, af tré og málmi, var skipulega eytt að trúarleg efni fyrri siðar lifðu í reflinum sem var kvenna verk, í  tilvikum kvenna á stórbýlum. Ísaumur var mannfrek og dýr listgrein. Er það enn eitt dæmið um fálæti og útilokun kaþólskra áhrifa í sögu okkar sem Helgi Þorláksson hefur vakið athygli á?

Þessi útgáfa er tímamótaverk í öllum skilningi nú þegar konur á Íslandi eru teknar upp á refilssaumi. Nú stendur yfir sýning í Þjóðminjasafni á öllum þeim íslensku reflum sem varðveist hafa, réttmæt hátíð í tilefni af útgáfu Með verkum handanna og 160 ára frá stofnun forngripasafns á Íslandi.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár