Álfarnir eins og spegilmynd af okkur sjálfum

Bók þeirra Rán­ar og Hjör­leifs er bæði skemmti­leg og fróð­leg. Hún er ekki stíl­uð inn á til­tek­inn ald­urs­hóp frek­ar en fyrri bæk­ur þeirra en fjöl­breytt­ar og líf­leg­ar frá­sagnar­að­ferð­ir ættu að höfða til les­enda á ólík­um aldri.

Álfarnir eins og spegilmynd af okkur sjálfum
Höfundar Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring
Bók

Álf­ar

Myndir: Rán Flygering
Höfundur Hjörleifur Hjartarson
Angústúra
184 blaðsíður
Niðurstaða:

Fjölbreytt og hrífandi verk sem glæðir þjóðsagnapersónur nýju lífi í myndum og texta.

Gefðu umsögn

Út er kominn þriðji hluti í sameiginlegum ópus þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring en áður hafa þau fjallað um hesta og fugla í samnefndum bókum. Nú beina þau sjónum sínum að álfum, þessum dularfullu þjóðsagnapersónum sem hafa fylgt þjóðinni um aldir. Líkt og þau benda á eru álfarnir eins og spegilmynd af okkur sjálfum; líkir okkur í útliti og háttum en þó stórbrotnari og draumkenndari, jafnvel eins og útópísk útgáfa af íslenska sveitasamfélaginu. Í álfheimum rísa glæsilegar dómkirkjur, söngurinn ómar, dansinn dunar og glæsileikinn leiftrar af íbúum stokka og steina.

Í bókum Hjörleifs og Ránar er engin leið að aðskilja myndir og texta eða gefa öðru vægi umfram hitt. Hér styður hvort við annað, fléttast saman og teygir á merkingu á mun skarpari hátt en ná mætti fram með textalausum myndum eða myndalausum texta. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að kímnigáfan er kjarninn í sköpunarverki þeirra – hvort sem er saman eða sitt í hvoru lagi – og með húmorinn að vopni vekja þau nýjar hugmyndir og vangaveltur um álfa í íslenskri menningu. Húmor jafngildir hér sannarlega ekki grunnhyggni heldur setur gamalkunnug stef í glænýtt samhengi – og skemmtir lesandanum.

Bókinni er skipt lauslega í nokkra kafla eftir umfjöllunarefni, svo sem Umskiptinga, Heiftrækna háskagripi og Álfa í nútíð, en hana má allt eins lesa eftir eigin höfði og einnig er hægt að grípa niður í hana á handahófskenndan hátt. Þau Hjörleifur og Rán vinna með þjóðsögur, kvæði og ýmis stef er tengjast álfum og nálgun þeirra er fjölbreytt; stundum er myndasöguforminu beitt til að koma efninu til skila, jafnvel sett upp blaðagrein úr svokölluðum Afdalafréttum. Þessi ófyrirsjáanleiki í efnistökum gerir það að verkum að jafnvel kunnuglegar sögur og kvæði sem lesandinn kann utan að lifna við á nýjan hátt. Gjarnan er bundnu máli gefið gott pláss þar sem það stendur samfléttað myndum – ljóðunum er treyst til að eiga við okkur erindi.

„Með húmorinn að vopni vekja þau nýjar hugmyndir og vangaveltur um álfa í íslenskri menningu.“

Það allra skemmtilegasta við myndir Ránar í Álfum eru eins konar felumyndir sem finna má nánast á hverri síðu með því að hreyfa bókina til, halla undir flatt og leita. Þessar feluteikningar endurspegla umfjöllunarefnið fullkomlega og umbreyta myndunum rétt eins og nærvera álfa breytir lögmálum mannheima. Þessi myndtækni minnir á þá sögu sem sögð er í bókinni af konu sem öðlast álfasjón á öðru auga og getur með því séð álfanna heim í bland við okkar eigin. Líkt og í heimi þjóðsagnanna er ávallt annað lag í myndheimi bókarinnar sem birtist þeim sem vanda sig við að sjá.

Bók þeirra Ránar og Hjörleifs er bæði skemmtileg og fróðleg. Hún er ekki stíluð inn á tiltekinn aldurshóp frekar en fyrri bækur þeirra en fjölbreyttar og líflegar frásagnaraðferðir ættu að höfða til lesenda á ólíkum aldri og með mismikla þekkingu á efninu. Hæglega má koma að henni án þess að þekkja nokkuð til íslenskra álfasagna en fyrir fróða lesendur getur hún vakið nýjar vangaveltur. Hjá þeirri sem hér skrifar kveikti bókin löngun til að lesa meira, rifja upp fleiri álfasögur og halda áfram að skoða efnið frá fleiri sjónarhornum sem eru sannarlega meðmæli.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár