Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Formaður Vals: Mál séra Friðriks „engan veginn búið“

Í fjöru­tíu ára tíð Harð­ar Gunn­ars­son­ar í stjórn­um Vals hef­ur hvorki orð­róm­ur né ábend­ing­ar um meint níð­ings­verk séra Frið­riks Frið­riks­son­ar gagn­vart drengj­um kom­ið inn á hans borð. „Aldrei,“ seg­ir hann.

Formaður Vals: Mál séra Friðriks „engan veginn búið“
Minning um mann Friðrikskapella var vígð á Hlíðarenda árið 1993. Hún var reist í minningu séra Friðriks Friðrikssonar. Við hana stendur einnig brjóstmynd af Friðriki. Mynd: Facebook-síða Vals

„Nei, aldrei,“ svarar Hörður Gunnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Vals, spurður hvort að inn á hans borð, stjórnar eða annarra innan félagsins hafi borist ábendingar eða orðrómur um að séra Friðrik Friðriksson hafi níðst á drengjum. Hörður hefur setið í stjórnum Vals í fjóra áratugi og segir engin slík mál tengd séra Friðrik nokkru sinni hafa komið upp.

Séra Friðrik kom óbeint að stofnun Vals. Árið 1911 var haldinn fundur í lesstofu KFUM, samtaka sem Friðrik hafði stofnað rúmum áratug fyrr, þar sem sex piltar er höfðu notið leiðsagnar hans, stofnuðu Fótboltafélag KFUM. Nafni félagsins var breytt í Val síðar þetta sama ár. Á árunum eftir seinna stríð rofnuðu smám saman þau tengsl sem verið höfðu á milli KFUM og Vals „en enn þann dag í dag,“ líkt og segir á heimasíðu Vals, „eru Valsmenn minnugir uppruna félagsins og minnast með virðingu og hlýju tengsla sinna við KFUM og séra Friðrik Friðriksson“.

Brjóstmynd af séra Friðriki var reist að Hlíðarenda árið 1961, sama ár og hann lést. Friðrikskapella að Hlíðarenda var vígð árið 1993 þegar 125 ár voru liðin frá fæðingu hans.

Það var aldarfjórðungi síðar, í tengslum við hátíðarhöld i tengslum við 150 ára afmælis séra Friðriks, sem karlmaður, þá kominn á efri ár, leitaði til Stígamóta vegna áreitni sem hann varð fyrir af hendi Friðriks er hann var barn. Atvikið sat þá enn í sálu hans, líkt og hann lýsir í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um ævi og störf séra Friðriks. Að segja frá reynslu sinni, fylgdi ákveðinn léttir, hefur Guðmundur eftir manninum í bókinni.

Hann lýsir atvikinu með þeim hætti að eftir fund hjá KFUM á sunnudegi hafi flokksforingi leitt hann inn á stofu séra Friðriks sem var á efri hæð hússins við Amtmannsstíg. Þar var hann skilinn eftir. Hann segist muna vel hvernig Friðrik fagnaði honum, segir hann hafa seilst til sín, káfað á sér og m.a. þreifað á kynfærunum. Svo hafi hann verið sóttur aftur og yfirgefið stofuna ringlaður.

Í viðtali í bókmenntaþættinum Kiljunni í síðustu viku sagði Guðmundur m.a. frá þessu. Í kjölfarið sögðu margir frá því, aðallega á samfélagsmiðlum en einnig í fjölmiðlum, að háttalag séra Friðriks gagnvart ungum drengjum hefði verið altalað. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, greindi frá því í Kastljósi að fleiri en einn karlmaður hafi í gegnum árin leitað til samtakanna vegna samskipta sinna við Friðrik og sagði hún áreitni hans hafa verið „verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar“.

En við það kannast hvorki Hörður né Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Hvorugur þeirra segist hafa heyrt nokkuð um meint ofbeldi séra Friðriks í gegnum árin.

FormaðurHörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar Vals.

Hörður segir við Heimildina að hann hafi tekið eftir því að nú haldi fólk því að sögur af hegðun Friðriks hafa verið altalaðar. „En ég heyri líka frá þeim sem standa mér nær, mönnum sem hafa verið með mér í stjórn [Vals], að þeir hafi aldrei heyrt þetta.“

Engar ábendingar hafa borist stjórninni eftir að mál séra Friðriks komust í hámæli í síðustu viku.

Þótt Friðrik hafi ekki haft bein eða náin tengsl inn í starf Vals á meðan hann lifði er „saga hans og okkar náttúrlega samofin,“ segir Hörður. Vegna þessa gaf stjórn Vals út yfirlýsingu í síðustu viku. „Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir,“ sagði þar m.a. „Hugur félagsins er hjá viðkomandi.

Spurður hvort að stjórnin ætli að bregðast eitthvað frekar við málinu segir Hörður að málið sé „engan veginn búið“ og að Valur sé „opinn fyrir að skoða þetta mál áfram“.  Siðanefnd félagsins muni m.a. fjalla um það. „Svo munum við náttúrlega fylgjast vel með hvernig brugðist verður við á öðrum sviðum og hvað kemur fram við þá skoðun.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár