Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Vals: Mál séra Friðriks „engan veginn búið“

Í fjöru­tíu ára tíð Harð­ar Gunn­ars­son­ar í stjórn­um Vals hef­ur hvorki orð­róm­ur né ábend­ing­ar um meint níð­ings­verk séra Frið­riks Frið­riks­son­ar gagn­vart drengj­um kom­ið inn á hans borð. „Aldrei,“ seg­ir hann.

Formaður Vals: Mál séra Friðriks „engan veginn búið“
Minning um mann Friðrikskapella var vígð á Hlíðarenda árið 1993. Hún var reist í minningu séra Friðriks Friðrikssonar. Við hana stendur einnig brjóstmynd af Friðriki. Mynd: Facebook-síða Vals

„Nei, aldrei,“ svarar Hörður Gunnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Vals, spurður hvort að inn á hans borð, stjórnar eða annarra innan félagsins hafi borist ábendingar eða orðrómur um að séra Friðrik Friðriksson hafi níðst á drengjum. Hörður hefur setið í stjórnum Vals í fjóra áratugi og segir engin slík mál tengd séra Friðrik nokkru sinni hafa komið upp.

Séra Friðrik kom óbeint að stofnun Vals. Árið 1911 var haldinn fundur í lesstofu KFUM, samtaka sem Friðrik hafði stofnað rúmum áratug fyrr, þar sem sex piltar er höfðu notið leiðsagnar hans, stofnuðu Fótboltafélag KFUM. Nafni félagsins var breytt í Val síðar þetta sama ár. Á árunum eftir seinna stríð rofnuðu smám saman þau tengsl sem verið höfðu á milli KFUM og Vals „en enn þann dag í dag,“ líkt og segir á heimasíðu Vals, „eru Valsmenn minnugir uppruna félagsins og minnast með virðingu og hlýju tengsla sinna við KFUM og séra Friðrik Friðriksson“.

Brjóstmynd af séra Friðriki var reist að Hlíðarenda árið 1961, sama ár og hann lést. Friðrikskapella að Hlíðarenda var vígð árið 1993 þegar 125 ár voru liðin frá fæðingu hans.

Það var aldarfjórðungi síðar, í tengslum við hátíðarhöld i tengslum við 150 ára afmælis séra Friðriks, sem karlmaður, þá kominn á efri ár, leitaði til Stígamóta vegna áreitni sem hann varð fyrir af hendi Friðriks er hann var barn. Atvikið sat þá enn í sálu hans, líkt og hann lýsir í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um ævi og störf séra Friðriks. Að segja frá reynslu sinni, fylgdi ákveðinn léttir, hefur Guðmundur eftir manninum í bókinni.

Hann lýsir atvikinu með þeim hætti að eftir fund hjá KFUM á sunnudegi hafi flokksforingi leitt hann inn á stofu séra Friðriks sem var á efri hæð hússins við Amtmannsstíg. Þar var hann skilinn eftir. Hann segist muna vel hvernig Friðrik fagnaði honum, segir hann hafa seilst til sín, káfað á sér og m.a. þreifað á kynfærunum. Svo hafi hann verið sóttur aftur og yfirgefið stofuna ringlaður.

Í viðtali í bókmenntaþættinum Kiljunni í síðustu viku sagði Guðmundur m.a. frá þessu. Í kjölfarið sögðu margir frá því, aðallega á samfélagsmiðlum en einnig í fjölmiðlum, að háttalag séra Friðriks gagnvart ungum drengjum hefði verið altalað. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, greindi frá því í Kastljósi að fleiri en einn karlmaður hafi í gegnum árin leitað til samtakanna vegna samskipta sinna við Friðrik og sagði hún áreitni hans hafa verið „verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar“.

En við það kannast hvorki Hörður né Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Hvorugur þeirra segist hafa heyrt nokkuð um meint ofbeldi séra Friðriks í gegnum árin.

FormaðurHörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar Vals.

Hörður segir við Heimildina að hann hafi tekið eftir því að nú haldi fólk því að sögur af hegðun Friðriks hafa verið altalaðar. „En ég heyri líka frá þeim sem standa mér nær, mönnum sem hafa verið með mér í stjórn [Vals], að þeir hafi aldrei heyrt þetta.“

Engar ábendingar hafa borist stjórninni eftir að mál séra Friðriks komust í hámæli í síðustu viku.

Þótt Friðrik hafi ekki haft bein eða náin tengsl inn í starf Vals á meðan hann lifði er „saga hans og okkar náttúrlega samofin,“ segir Hörður. Vegna þessa gaf stjórn Vals út yfirlýsingu í síðustu viku. „Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir,“ sagði þar m.a. „Hugur félagsins er hjá viðkomandi.

Spurður hvort að stjórnin ætli að bregðast eitthvað frekar við málinu segir Hörður að málið sé „engan veginn búið“ og að Valur sé „opinn fyrir að skoða þetta mál áfram“.  Siðanefnd félagsins muni m.a. fjalla um það. „Svo munum við náttúrlega fylgjast vel með hvernig brugðist verður við á öðrum sviðum og hvað kemur fram við þá skoðun.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár