Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Vals: Mál séra Friðriks „engan veginn búið“

Í fjöru­tíu ára tíð Harð­ar Gunn­ars­son­ar í stjórn­um Vals hef­ur hvorki orð­róm­ur né ábend­ing­ar um meint níð­ings­verk séra Frið­riks Frið­riks­son­ar gagn­vart drengj­um kom­ið inn á hans borð. „Aldrei,“ seg­ir hann.

Formaður Vals: Mál séra Friðriks „engan veginn búið“
Minning um mann Friðrikskapella var vígð á Hlíðarenda árið 1993. Hún var reist í minningu séra Friðriks Friðrikssonar. Við hana stendur einnig brjóstmynd af Friðriki. Mynd: Facebook-síða Vals

„Nei, aldrei,“ svarar Hörður Gunnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Vals, spurður hvort að inn á hans borð, stjórnar eða annarra innan félagsins hafi borist ábendingar eða orðrómur um að séra Friðrik Friðriksson hafi níðst á drengjum. Hörður hefur setið í stjórnum Vals í fjóra áratugi og segir engin slík mál tengd séra Friðrik nokkru sinni hafa komið upp.

Séra Friðrik kom óbeint að stofnun Vals. Árið 1911 var haldinn fundur í lesstofu KFUM, samtaka sem Friðrik hafði stofnað rúmum áratug fyrr, þar sem sex piltar er höfðu notið leiðsagnar hans, stofnuðu Fótboltafélag KFUM. Nafni félagsins var breytt í Val síðar þetta sama ár. Á árunum eftir seinna stríð rofnuðu smám saman þau tengsl sem verið höfðu á milli KFUM og Vals „en enn þann dag í dag,“ líkt og segir á heimasíðu Vals, „eru Valsmenn minnugir uppruna félagsins og minnast með virðingu og hlýju tengsla sinna við KFUM og séra Friðrik Friðriksson“.

Brjóstmynd af séra Friðriki var reist að Hlíðarenda árið 1961, sama ár og hann lést. Friðrikskapella að Hlíðarenda var vígð árið 1993 þegar 125 ár voru liðin frá fæðingu hans.

Það var aldarfjórðungi síðar, í tengslum við hátíðarhöld i tengslum við 150 ára afmælis séra Friðriks, sem karlmaður, þá kominn á efri ár, leitaði til Stígamóta vegna áreitni sem hann varð fyrir af hendi Friðriks er hann var barn. Atvikið sat þá enn í sálu hans, líkt og hann lýsir í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um ævi og störf séra Friðriks. Að segja frá reynslu sinni, fylgdi ákveðinn léttir, hefur Guðmundur eftir manninum í bókinni.

Hann lýsir atvikinu með þeim hætti að eftir fund hjá KFUM á sunnudegi hafi flokksforingi leitt hann inn á stofu séra Friðriks sem var á efri hæð hússins við Amtmannsstíg. Þar var hann skilinn eftir. Hann segist muna vel hvernig Friðrik fagnaði honum, segir hann hafa seilst til sín, káfað á sér og m.a. þreifað á kynfærunum. Svo hafi hann verið sóttur aftur og yfirgefið stofuna ringlaður.

Í viðtali í bókmenntaþættinum Kiljunni í síðustu viku sagði Guðmundur m.a. frá þessu. Í kjölfarið sögðu margir frá því, aðallega á samfélagsmiðlum en einnig í fjölmiðlum, að háttalag séra Friðriks gagnvart ungum drengjum hefði verið altalað. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, greindi frá því í Kastljósi að fleiri en einn karlmaður hafi í gegnum árin leitað til samtakanna vegna samskipta sinna við Friðrik og sagði hún áreitni hans hafa verið „verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar“.

En við það kannast hvorki Hörður né Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Hvorugur þeirra segist hafa heyrt nokkuð um meint ofbeldi séra Friðriks í gegnum árin.

FormaðurHörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar Vals.

Hörður segir við Heimildina að hann hafi tekið eftir því að nú haldi fólk því að sögur af hegðun Friðriks hafa verið altalaðar. „En ég heyri líka frá þeim sem standa mér nær, mönnum sem hafa verið með mér í stjórn [Vals], að þeir hafi aldrei heyrt þetta.“

Engar ábendingar hafa borist stjórninni eftir að mál séra Friðriks komust í hámæli í síðustu viku.

Þótt Friðrik hafi ekki haft bein eða náin tengsl inn í starf Vals á meðan hann lifði er „saga hans og okkar náttúrlega samofin,“ segir Hörður. Vegna þessa gaf stjórn Vals út yfirlýsingu í síðustu viku. „Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir,“ sagði þar m.a. „Hugur félagsins er hjá viðkomandi.

Spurður hvort að stjórnin ætli að bregðast eitthvað frekar við málinu segir Hörður að málið sé „engan veginn búið“ og að Valur sé „opinn fyrir að skoða þetta mál áfram“.  Siðanefnd félagsins muni m.a. fjalla um það. „Svo munum við náttúrlega fylgjast vel með hvernig brugðist verður við á öðrum sviðum og hvað kemur fram við þá skoðun.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
5
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár