Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Írskir sjómenn óttast innrás íslenskra skipa í írska landhelgi

Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir vera í við­ræð­um við Evr­ópu­sam­band­ið um leyfi til að veiða mak­ríl og kol­muna í lög­sögu Ír­lands. Mik­il ólga er hjá írsk­um út­gerð­ar­mönn­um vegna þessa sem kæra sig ekk­ert um ís­lenska inn­rás og telja Evr­ópu­sam­band­ið nýta írsk­ar auð­lind­ir sem skipti­mynt fyr­ir önn­ur að­ild­ar­ríki.

Írskir sjómenn óttast innrás íslenskra skipa í írska landhelgi
Írafár vegna ásælni Íslands Írska blaðið The Examiner hefur heldur betur hrist upp í ráðuneyti landbúnaðarmála á Írlandi, en ráðuneytið fer með sjávarútvegsmál. Írskar útgerðir, sjómenn og fiskiðnaður óttast mjög um sinn hag og þjóðarinnar eftir að fréttist af því að ESB væri fyrir hönd Íra, að ræða við Ísland um mögulegar veiðiheimildir íslenskra skipa í írskri lögsögu.

Íslendingar virðast sækja það stíft að fá heimildir til að veiða bæða makríl og kolmunna í írskri landhelgi, í viðræðum við ESB, sem staðið hafa frá því í byrjun árs. Fregnir af þessu hafa vakið hörð viðbrögð á Írlandi.

Íslendingar og ESB hafa ekki haft með sér tvíhliða samkomulag um veiðar í lögsögum hvors annars í rúmlega áratug, eða eftir að samkomulag kennt við borgina Oporto, féll úr gildi um það leyti sem Íslendingar hófu aðildarviðræður við ESB árið 2009. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafa þó átt sér stað viðræður milli íslenskra samningamanna og ESB undanfarið ár. Talsmaður íslenska sjávarútvegsráðuneytisins vildi ekki staðfesta neitt um að í þeim viðræðum væru Íslendingar sérstaklega að falast eftir veiðiheimildum í írsku lögsögunni.

Fjallað hefur verið um málið í írska blaðinu Irish Examiner undanfarið. Þar hefur blaðið eftir fulltrúum írskra sjávarútvegsfyrirtækja að leynilegar viðræður hafa farið fram á milli Íslendinga og Evrópusambandsins (ESB) frá því ársbyrjun í ár, að minnsta kosti. Og að þær feli í sér að Íslendingar fái mögulega veiðiheimildir í lögsögu ESB, nánar tiltekið í írskri lögsögu. 

Eftir að fyrstu fréttir af málinu voru fluttar, boðaði ráðherra sjávarútvegsmála í Írlandi í skyndi til fundar með þarlendum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi til að kynna þeim kröfur Íslendinga við ESB, sem kynntar voru þeim í trúnaði. Sú kynning var síst til að róa írsku útgerðarmennina sem kæra sig ekkert um íslenska flotann í sínum sjó og telja ESB í engu hafa hagsmuni heimamanna í heiðri, hvorki nú né áður.

Án samnings í áratug

Í grein Irish Examiner síðastliðin föstudagsmorgun er haft eftir framkvæmdasttjóra landshlutasamtaka fiskframleiðenda á Írlandi, Patrick Murphy, að hann hafi fyrst komist á snoðir um viðræðurnar í ársbyrjun, fyrir slysni og hann hafi rætt málið á fundi með írska landbúnaðarráðherranum, Charlie McColalogue, sem fer einnig með sjávarútvegsmál í írsku stjórninni.

„Ég ræddi við ráðherrann um að mögulegt aðgengi Íslands að írskri lögsögu og hversu ákveðið mínir félagsmenn myndu mótmæla því ef af yrði.“ sagði Murphy við í samtali við Irish Examiner.

Írskir sjómenn og útgerðir hafa lengi talið sig hafa borið allt of skarðan hlut frá borði, þegar kemur að því að úthluta veiðiheimildum í þeirra eigin lögsögu. Þeir telja Evrópusambandið oftsinnis hafa nýtt aðgang að írskri lögsögu sem skiptimynt, fyrir aðgang annarra ESB þjóða að veiðirétti hjá öðrum ríkjum. Fyrir áratug vakti athygli skýrsla sem írsk stjórnvöld gerðu þar sem í ljós kom að innan við fjórðungur afla úr írskum sjó, væri dreginn og nýttur af þarlendum útgerðum. Afgangurinn væri veiddur og nýttur af annara þjóða útgerðum.

Hangið á línunni

Ísland og ESB hafa ekki samið um aðgengi að fiskveiðum í lögsögum beggja, síðan samningur um slíkt féll niður um það leyti sem Ísland hóf viðræður við ESB um mögulega aðild. Eftir því sem næst verður komist hafa þó viðræður um mögulegt nýtt samkomulag farið fram um nokkurt skeið, ekki síst í kjölfar Brexit og þess nýja landslags sem úrsögn Breta hafði í för með sér.

Íslendingar hafa sem kunnugt er veitt kolmunna rétt utan írskrar lögsögu undanfarna áratugi, á alþjóða hafsvæðinu vestur af Írlandi, sem nefnt er Hutton Rockall. Oftast fara þessar veiðar fram í mars eða apríl ár hvert. Það hefur oftsinnis gerst að íslenski kolmunnaflotinn hafi þurft að hætta veiðum, þegar kolmunninn hefur skotist yfir línuna og inn í írska lögsögu, þangað sem íslensku skipin mega ekki elta hann, ólíkt norsku og dönsku skipunum sem rúlla óhikað yfir. Íslensku uppsjávarskipin hafa því þurft að bíða þess að stofninn gangi áfram yfir í færeyska lögsögu, þar sem Íslendingar hafa leyfi til að veiða úr þessum sameiginlega stofni.

„Makríll er verðmæt tegund hér í írskum sjó ólíkt því sem er á Íslandi þar sem hann finnst ekki í miklu magni“
Aodh O´Donnell
talsmaður írskra sjávarútvegsfyrirtækja í viðtali við The Irish Examiner.

Hvað varðar makrílinn, snýst málið um að ná til hans á þeim tíma þegar gæði fisksins eru mest. Sá tími sem best veiðist af makrílstofninum innan írskrar lögsögu er akkúrat sá tími sem gæði fisksins eru hvað mest, ólíkt því sem er með fiskinn þegar hann gengur inn í íslenska lögsögu eða er veiðanlegur í Smugunni, þar sem Íslendingar mega veiða hann. Því eru augljósir hagsmunir fólgnir í því fyrir Íslendinga að sækjast eftir því að fá að að fara inn í írska lögsögu eftir þessum tveimur fisktegundum, sem fjöldi þjóða veiðir úr sameiginlegum stofni.

Á móti yrði þá Ísland að gefa eitthvað í staðinn; heimildir til ESB ríkja innan íslenskrar lögsögu, í einhverri mynd. Í svari sjávarútvegsráðuneytisins til Heimildarinnar um málið, gang viðræðnanna, kröfur Íslands og kröfur ESB á móti, fengust þó engin svör sem hald var í, enda ljóst að samningaviðræður eru enn í gangi. Svarið var í raun diplómatískt eftir því:

„Ísland á reglulega í viðræðum við nágrannaríki um stjórn fiskveiða. Hluti þeirra viðræðna snýr að skiptingu aflahlutdeildar í stofnum eins og makríl og loðnu auk gagnkvæmra skipta á aflaheimildum og aðgengi að lögsögu. Slíkir samningar hafa til að mynda verið gerðir við Færeyjar, Grænland og Noreg. Undanfarin misseri hefur verið fundað með Evrópusambandinu um möguleika á nánara samstarfi í fiskveiði. Fyrrnefnd lönd ásamt Evrópusambandinu eiga að auki samstarf innan Norðuraustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) og eiga regluleg samtöl um fiskveiðistjórn ýmissa stofna, m.a. norsk-íslenska síld, makríl, kolmunna og úthafskarfa.“

Neituðu að svara en boðuðu fund

Í svari talsmanns írska landbúnaðarráðuneytisins til Irish Examiner vegna fregnanna af boðaðri innrás Íslendinga inn í lögsögu landsins, fékkst ráðuneytið ekki til að svara því hvort viðræður um það ættu sér stað eða hvar þær stæðu. Í staðinn vísaði ráðuneytið írska eingöngu til þess að ekkert samkomulag væri í gildi milli ESB og Íslands og án þess hefðu íslensk skip enga heimild til veiða í lögsögu Sambandsins.

Jafnframt sagði í svari írska ráðuneytisins að „samningar ESB við ríki utan sambandsins væru í höndum framkvæmdastjórnar ESB, en samkvæmt umboði frá fulltrúum ríkja sambandsins. Ráðuneytið tekur virkan þátt í þeim viðræðum, sem gætu haft áhrif á, eða skapað tækifæri, fyrir írskan sjávarútveg,“ sagði í svari talsmanns írska landbúnaðarráðuneytisins til Irish Examiner á föstudagsmorgun.

Stuttu síðar birtist fréttin og þá mun írski ráðherrann skyndilega hafa boðað til fjarfundar með fulltrúum írskra sjávarútvegsfyrirtækja, og var fundarefnið, að sögn Irish Examiner, sagt vera, „staða mála á vegum Evrópusambandsins varðandi mögulegra viðræðna milli ESB og Íslands um möguleg tækifæri í fiskveiðum.“

Írskir síst rólegri eftir fundinn

Samkvæmt frétt Irish Examiner síðastliðin laugardag, greindi ráðherrann á fundinum frá upplýsingum sem hann hefði frá ESB um gang viðræðnanna og kröfur Íslendinga. Biðlað var til fundarmanna um trúnað en írska blaðið fékk þó upplýsingar um að þar hefði verið rætt sérstaklega um kröfur Íslendinga um heimildir til að veiða markíl og kolmunna, innan írsku lögsögunnar.

Talsmenn írska iðnaðarins virðast síður en svo hafa róast við þá kynningu. Murphy, talsmaður fiskframleiðenda, lét þannig hafa eftir sér að áhyggjur þeirra af því að enn einu sinni ætti að fórna hagsmunum írsks sjávarútvegs á altari ESB, ef ekkert yrði að gert. 

„Ég tel mig ekki vera að mála skrattann á vegginn þó ég segi að hér hafi menn verulegar áhyggjur af því að Írland verði leitt til slátrunar svo stærri ESB-ríki geti á móti landað þeim samningum sem þeim helst þóknast,“ sagði Murphy og lagði áherslu á írskir hagsmunir ættu að vera í forgrunni slíkra samninga um írskar auðlindir.

Í sama streng tók Aodh O'Donnell, forsvarsmaður landssamtaka írskra sjávarútvegsfyrirtækja, í samtali við írska blaðið og vísaði sérstaklega til þess hann óttaðist ásókn íslenskra útgerða í makrílinn, sem Írum hefði tekist að veiða með sjálfbærum hætti stofninn sem hrygni í írskum sjó og varðveita þannig nýtingu mikilla verðmæta.

„Makríll er verðmæt tegund hér í írskum sjó ólíkt því sem er á Íslandi þar sem hann finnst ekki í miklu magni,“ sagði O´Donnell. „Við getum ekki látið ESB neyða okkur til að leggjast flöt og taka þegjandi við því þegar enn einu sinni á að taka ákvörðun um að samnýta okkar verðmætu auðlindir sjávar.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu