Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Starfslokasamningar Birnu og Ásmundar kostuðu Íslandsbanka yfir 100 milljónir

Tveir þeirra stjórn­enda Ís­lands­banka sem voru látn­ir hætta hjá Ís­lands­banka fengu greidd eins árs laun við starfs­lok. Þau yf­ir­gáfu bank­ann eft­ir að hann sætt­ist á að borga 1,2 millj­arða króna sekt vegna lög­brota sem fram­in voru í tengsl­um við sölu­ferli á hlut rík­is­ins í hon­um.

Starfslokasamningar Birnu og Ásmundar kostuðu Íslandsbanka yfir 100 milljónir
Fyrrverandi bankastjórinn Birna Einarsdóttir stýrði Íslandsbanka frá því síðla árs 2008 og þar til í sumar, þegar hún var látin víkja eftir mikinn þrýsting í kjölfar þess að bankinn viðurkenndi umfangsmikil lögbrot. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Starfslok tveggja stjórnenda Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóra og Ásmundar Tryggvasonar, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfesta hjá bankanum, kostuðu Íslandsbanka að minnsta kosti tæplega 103 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum árshlutareikningi Íslandsbanka. 

Áður hefur verið greint frá því að starfslokasamningur Birnu, sem var látin hætta störfum í sumar, fæli í sér að hún fengi greidd laun í eitt ár eftir að hún færi úr bankanum. Alls nemur sú upphæð 56,6 milljónum króna, eða um 4,7 milljónum króna á mánuði. Til viðbótar viðheldur Birna réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á því tímabili, en í fyrra nam mótframlagið sem Íslandsbanki greiddi í lífeyrissjóð fyrir Birnu 11,5 milljónum króna. Kostnaður vegna starfsloka Birnu var bókfærður á öðrum ársfjórðungi.

3,8 milljónir á mánuði

Ásmundur var látinn hætta í sínu starfi þann 1. júlí síðastliðinn og kostnaður vegna starfsloka hans bókfærist því á þriðja ársfjórðungi, sem hófst þann dag.

FramkvæmdastjóriÁsmundur Tryggvason hætti störfum 1. júlí.

Í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka kemur fram að hann hafi líka fengið laun í tólf mánuði eftir að hann hætti og að kostnaður bankans vegna þessa nemi 46,1 milljónum króna, eða um 3,8 milljónum króna á mánuði. Líkt og Birna fær hann auk þess greitt allt orlof og lífeyrisgreiðslur til viðbótar þessu. Í fyrra borgaði bankinn 6,7 milljónir króna í mótframlag í lífeyrissjóð fyrir Ásmund. 

Ásmundur var einn þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem keyptu hluti fyrir í bankanum í lokuðu útboði á 22,5 prósenta hlut ríkisins á síðasta ári.

Hæsta sekt Íslandssögunnar

Birna og Ásmundur tvö af þremur stjórnendum Íslandsbanka sem misstu starfið eftir að sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, vegna umfangsmikilla lögbrota í tengslum við útboð á hlut í honum í mars í fyrra, var birt í síðasta mánuði. Samkvæmt sáttinni var Íslandsbanka gert að greiða tæplega 1,2 milljarða króna í sekt. Það er rúmlega þrettán sinnum hærri sekt en sú næst hæsta sem eftirlitið hefur áður lagt á fjármálafyrirtæki. 

Auk þeirra Birnu og Ásmundar var Atli Rafn Björns­son, yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Ís­lands­banka, látinn hætta störfum í kjölfar sáttarinnar. Það gerði hann í byrjun júlí. Atli Rafn sat hins vegar ekki í framkvæmdastjórn bankans og því eru ekki upplýsingar um starfslokasamning hans í uppgjörinu.

Þá viku þrír stjórnarmenn úr stjórn Íslandsbanka vegna málsins, Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir sem var varaformaður og Ari Daníelsson. Ari tók sjálfur þátt í útboðinu og keypti hlut í bankanum, eftir að hafa ráðfært sig við regluvörð.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KMT
    Kristín María Thorarensen skrifaði
    Skýr birtingarmynd um spillingu innan bankastarfsemi á Íslandi... enginn lærdómur dreginn af hruninu 2008!
    2
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Enginn efast um að bankinn hafi brotið lög og reglur. En bankinn sjálfur hefur enga sjálfstæða hugsun. Það eru auðvitað stjórnendur bankans sem ættu að vera gerðir ábyrgir fyrir þessum brotum.

    Því er það furðulegt að þessir tveir stjórnendur bankans skuli ekki hafa verið kærðir fyrir þessi brot sem þeir bera ábyrgð á. Þannig að mér finnst þetta allt vera einn allsherjar skrípaleikur. Það verða þá viðskiptavinir bankans sem bera sekt bankans þegar upp verður staðið.
    2
  • Jóhanna Halldóra Steindórsdóttir skrifaði
    Þetta er meira svínarið ekki faum við hin almennu borgarar starfslokasamninga enn fólk með titla fær rifleg laun fyrir að standa sig illa í starfi
    4
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Fá þau svo ekki bónus ofaná þessar starfslokagreiðslur á næsta ársfundi bankans eftir áramót? Bónusar verða þá greiddir stjórnendum vegna mikils hagnaðar bankans á árinu 2023 (sem þó komu til vegna ofsafenginna stýrivaxtahækkana seðlabankans, en ekki vegna góðs árangurs stjórnenda bankans). Margt er öfugsnúið í bönkunum - eins og fyrri daginn.
    5
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hver dj... er i gangi i okkar blessaða þjoðfelagi brjota lög og fa greitt fyrir það þetta er
    ekki neitt nytt,við latum þetta yfir okkur ganga aratugum saman.
    Birna drullastu til að lata þig hverfa ur viðskiptalifinu þu ert til skammar
    svo ertu orðin einhver stjornarm. Hver i osköpunum ol þig up
    Skilaðu peningnum fra Glitni sem tyndust.
    Gæti verið að þinn "frami" væri að þu ert með vitneskju sem ekki ma opinberast
    BIRNA VERTU KJÖRK OG SEGÐU SANNLEIKANN.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár