Þótt hvorki sé snjór né frost, er augljóst að í september er kominn vetur á Stöðvarfirði. Ferðamannastraumurinn er næstum uppurinn þetta árið og aðeins einstaka þreyttur ferðalangur slæðist inn á Saxa, gistihús og veitingastað. Eina staðinn á Stöðvarfirði þar sem fá má mat og gistingu utan hásumarsins. Eigandinn flutti úr Hafnarfirði nýverið; keypti frekar Saxa en Mótel Venus við Borgarfjörð, þann syðri. Gistiheimilin höfðu ámóta veltu en það á Stöðvarfirði fékkst fyrir mun minna. Vertinn á Saxa er einn af yngri mönnum þorpsins, sem var annars hálf mannlaust, þennan fimmta föstudag september. Árshátíð eldri borgarafélagsins á fjörðunum var haldin þetta kvöld í Neskaupstað og um fjórðungur Stöðfirðinga á leið þangað á ball.
Stöðvarfjörður er eitt þorpanna sem talið er sérstaklega brothætt. Þar sem einu sinni var blómleg útgerð og frystihús er nú lítil atvinnustarfsemi og bæjarbúar eldast hratt. Um helmingur er eldri en fimmtíu ára og ekki nema tólf börn …
var sett á EKKI.