Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landið sem krabbameinslæknarnir yfirgáfu

Tal­ið er að um 80 pró­sent allra krabba­meins­lækna hafi yf­ir­gef­ið Úkraínu eft­ir að Rúss­ar réð­ust inn í land­ið, þótt marg­ir þeirra hafi síð­an snú­ið aft­ur. Það hæg­ir þó ekk­ert á krabba­meinstil­fell­un­um sem grein­ast. Þau eru um 160 þús­und á ári. Upp úr þess­um að­stæð­um spruttu sam­tök­in Missi­on Kharkiv sem beita ný­stár­leg­um að­ferð­um, og stærð­fræði, til að koma lyfj­um og nauð­syn­leg­um birgð­um til þurfandi sjúk­linga.

Í um 200 daga stóð Kharkiv, næststærsta borg Úkraínu, frammi fyrir miklu og langvarandi umsátri. Loftárásir og stórskotahríð einkenndu daglegt líf borgarbúa. Flestir sem höfðu færi á flúðu borgina en þó var stór hluti sem sat eftir. Innviðir eins og vegir, skólar, sjúkrahús, rafstöðvar og hitaveita voru undir sífelldum árásum frá hersveitum Rússa sem náðu aldrei að stíga inn fyrir borgarmörkin.

Alvarlegur skortur á mat, lyfjum og öðrum nauðsynlegum birgðum var ein helsta áskorunin fyrir íbúa, bæði sökum umsátursins og vegna þess að Rússar gerðu árásir á markaði víðs vegar um borgina.  

Flutningafyrirtæki voru hrædd við að hætta sér í að flytja lyf í austur og ástandið var ekki mikið betra í vesturhluta landsins því þar var bæði mikill skortur á lyfjameðferðum auk þess að sjúklingar frá stríðshrjáðum hlutum landsins fluttu vestur og yfirfylltu sjúkrahúsin þar. 

Í Kharkiv var árás gerð á ríkisrekna krabbameinsmiðstöð sem þjónaði flestum krabbameinssjúkra í …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár