Hinn knái bassaleikari Ingibjörg Elsa Turchi hefur lengi vakið athygli tónlistaráhugafólks fyrir færni og sviðssjarma. Hún sást fyrst í indie-folk-sveitinni Rökkurró, en hefur síðan dúkkað upp með alls konar atriðum (Stuðmönnum, Bubba, Röggu Gísla svo nokkur séu nefnd). Hún er einn af þessum íslensku „go to“ hljóðfæraleikurum, fáguðum úr tónlistarskóla FÍH, sem spila með öðru hverju kombói og gera það óaðfinnanlega.
Andrés önd
Ingibjörg kom með fyrstu sólóplötuna sína, Meliae, árið 2020, spunakennda snilldarplötu sem vakti verðskuldaða athygli. Sú plata var flippuð á köflum, fjölbreytt og tilraunaglöð, en þessi nýja er mun agaðri, þyngri og alvarlegri. Ég sakna flippsins er það er þó kíkt í ýmsar skjóður og ýmsar stemningar dregnar fram. Heildarsvipurinn er yfirvegaður, ef fyrri platan var Andrésblað þá er þessi heill árgangur af Andrésblöðum sem búið er að binda inn í leður.
Eintóm séní
Einhver gæti haldið að …
Athugasemdir