Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Veiktist alvarlega í kjölfar hótana, smánunar og útskúfunar

Auð­un Georg Ólafs­son seg­ir valda­mikla menn hafa hót­að því að það myndi hafa af­leið­ing­ar fyr­ir hann og hans nán­ustu ef hann gerði al­vöru úr því að þiggja ekki starf frétta­stjóra Út­varps, eft­ir há­vær mót­mæli vor­ið 2005. Frétta­stjóra­mál­ið seg­ir hann hafi á tíma­bili kostað sig geð­heils­una. „Smætt­un­in og smán­un­in sátu lengi í mér,“ seg­ir hann og kveðst samt ekki bera kala til nokk­urs manns.

Að morgni föstudagsins 1. apríl árið 2005 gekk Auðun Georg Ólafsson inn í Útvarpshúsið í Efstaleiti. Hann var nýr fréttastjóri Útvarpsins og þetta var fyrsti dagur hans í starfi. Síðar sama dag sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki sjá sér fært að þiggja starfið. 

Það sem gerðist í millitíðinni er flestum þeim sem voru í Útvarpshúsinu þennan dag enn í fersku minni. Atburðarás sem hafði stigmagnast dagana á undan náði hámarki. 

Auðun Georg hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um það hvernig atburðarásin blasti við honum og hvaða áhrif málið hafði á líf hans lengi á eftir. Hann segir að sér líði vel í dag en að fréttastjóramálið sitji þó enn í sér. Nú eru rúm 18 ár síðan hann var ráðinn fréttastjóri. Hann ákvað stuttu síðar að taka ekki við starfinu og lét þau orð berast en kveðst þá hafa sætt hótunum valdamikilla manna. Auðun …

Kjósa
232
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Ömurlegt RUV
    0
  • VR
    Vilhjalmur Rafnsson skrifaði
    Takk fyrir að deila þinni reynslu Auðunn, þetta hefur verið martröð. Það sýnir sálrænan styrk að hafa unnið sig yfir á þann stað sem þú ert á í dag.
    5
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Takk fyrir að segja frá þessrai reynslu, ég vona að fólk sem fór fram með offorsi í þessu máli hafi kjark og auðmýkt til að viðurkenna sín mistök og hvatvísi, í stað þess að ganga þegjandi í burtu. það þarf kjark til að játa hlutdeild í fljótfærni og árásum og biðjast fyrirgefningar af hjarta.
    2
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Takk fyrir að koma fram með þína frásögn! Og takk fyrir að varpa ljósi á að svona framkoma getur auðveldlega drepið fólk! Takið til ykkar skömmina sem eiga hana skilið og hugsið ykkur um áður en þið ráðist á fólk með kjafti og klóm aftur!
    5
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Áfram Auðunn 💪♥️🤘… að lifa þetta af er algjör sigur! Þvílík meðferð.
    Ég held að það sé engin önnur ríkisstofnun þar sem starfsmenn finnst þeim eiga “stofnunina” og ráðningar blessaður af þeim. Ég stór efast um að fólkið í Byggðastofnun láti svona 🥸
    4
  • GJ
    Guðrún Jónsdóttir skrifaði
    Áhrifamikil frásögn sem snertir mig.
    11
  • Kári Jónsson skrifaði
    Auðunn Georg kom standandi í lappirnar út úr þessum hildarleik, sem skiptir mestu máli.
    9
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Óskiljanleg framganga ríkisstofnunar.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár