Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einn látinn eftir bruna á Funahöfða

Einn er lát­inn eft­ir að eld­ur kom upp í iðn­að­ar­hús­næði á Funa­höfða í gær. Elds­upp­tök eru enn ókunn en rann­sókn lög­reglu á vett­vangi stend­ur yf­ir. Allt að 30 manns bjuggu í hús­næð­inu, að­al­lega Pól­verj­ar.

Einn látinn eftir bruna á Funahöfða

Þrír menn voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í húsnæði við Funahöfða 7 síðdegis í gær. Einn hinna slösuðu lést á gjörgæsludeild  nokkru síðar en hinir tveir eru ekki taldir í lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn lögreglu á brunavettvangi stendur yfir.

Tilkynning um eldinn barst upp úr klukkan þrjú í gærdag og hélt fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn. Slökkvistarf gekk vel og var að mestu lokið innan klukkustundar.

Eldurinn kom upp á fyrstu hæð hússins í herbergi sem var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsnæðið að Funahöfða 7 er skilgreint sem atvinnu- og skrifstofuhúsnæði.

Vísir ræddi í gær við Jakub Malinowski, sem býr á annarri hæðinni og sagði hann að um 20-30 manns byggju þar; flestir pólskir eins og hann sjálfur en einnig einhverjir litháar og nokkrir frá öðrum löndum. 

Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þeirra Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmanni hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem hefur unnið sem stjórnandi hjá ELJU. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og nú a að heimila þetta I stað þessa að banna og gera refsivert og framfylgja banni og refsa harðlega. Til að þurfa ekki að leysa vandann og styðja slumlords. Tær snilld og svo eru allir hissa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár