Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Einmanalegur dauði Nóbelsskáldsins

Sterk­asta ein­kenni Þannig var það eft­ir nó­b­el­skáld­ið Jon Fosse býr í ryþma og form verks­ins frek­ar en efni þess að mati Sal­var­ar Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ur. Verk­ið veit­ir inn­sýn inn í hug­ar­heim aldraðs manns sem stadd­ur er á enda­stöð ævi sinn­ar og lít­ur yf­ir far­inn veg.

Einmanalegur dauði Nóbelsskáldsins
Nóbelskáld Jon Fosse hlaut nýverið bókmenntaverðlaun Nóbels.
Bók

Þannig var það

Í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur
Höfundur Jon Fosse.
Espólín forlag
55 blaðsíður
Gefðu umsögn

Persónulega hefur gagnrýnandi aldrei haft neinn sérstakan áhuga á dauðanum sem yrkisefni bókmennta og leikverka. Mín kenning er reyndar að karlmenn hafi almennt ívið meiri áhuga á honum, ekki aðeins því þeir eru kannski nær dauðanum en konur (lægri meðalaldur, líklegri til að látast af slysförum) en líka af því þeir hafa meiri tíma til þess. 

Því heilluðu efnistök Þannig var það eftir Jon Fosse gagnrýnanda ekki. Verkið veitir innsýn inn í hugarheim aldraðs manns sem staddur er á endastöð ævi sinnar og lítur yfir farinn veg.

Eintalið eða mónólógurinn, sem er jafnan form verksins, kom fallega á óvart með einlægni sinni og harðneskju. Í Þannig var það, veltir aldraði maðurinn, eina persóna verksins, eðli málsins samkvæmt, upphátt fyrir sér mistökum og afrekum, samböndum og eigin brestum. Yfir textanum ríkir mikill einmanaleiki, sem hægt er að ímynda sér að einkenni síðustu augnablik manneskju, að minnsta kosti ef við trúum því að manneskjan fæðist ein og deyi ein, eins og segir í einhverri klisjunni. 

Sterkasta einkenni verksins er þó ryþminn og form eintalsins frekar en beinlínis efni þess. Fosse skrifar ótt og títt inn stuttar þagnir og leiklýsingar sem stýra tempói verksins að miklu leyti, og búa til blæbrigði örvæntingar og ákveðinnar sorgar yfir þeim mistökum og ónýttu tækifærum sem maðurinn lítur til baka á í verkinu. Höfundur gefur okkur vísbendingar um það æviskeið sem nú er að lokum komið, án þess þó að mata ofan í lesanda eða áhorfanda of miklar upplýsingar. Við þekkjum týpuna, gamli maðurinn sem lét ferilinn ganga framar öllu og kom e.t.v. ekki sem best fram við sína nánustu.

Í persónunni felst ákveðin gagnrýni, eða spyr í það minnsta spurninga um karlmennsku og áhrif hennar á karlmenn af eldri kynslóðinni. Hvað stendur eftir þegar líkaminn bregst okkur? Verður þess virði að hafa verið virtur listamaður á kostnað þess að hrekja frá sér ástvini?

Það er útgáfan Espólín sem gefur út þetta eintal eða mónólóg Fosse í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur. Norska skáldið Jon Fosse var að vinna Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, og því við hæfi að verk hans komi fleiri út á íslensku. Verðlaunin voru ekki komin í ljós þegar bókin kom út, og skemmtilegt að hér hafi lítið forlag dottið í lukkupottinn – að hafa óafvitandi gefið út Nóbelsskáld. 

Þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur á verkinu er þó á köflum ábótavant. Á stöðum í textanum var ljóst að textinn væri beinþýddur frá norsku án þess að tekið sé tillit til þess hvort setning gangi upp á íslensku. Þetta truflar sérstaklega þar sem um er að ræða leikrit og því mikilvægt að þýðendur leikverka hugi að hvernig orðin hljóma séu þau lesin upphátt.

Þetta er þó sagt án þess að vilja letja þýðandann frá frekari þýðingum, enda virkilega þakklátt að fá inn í bókaflóruna nýjar íslenskar þýðingar á erlendum leikverkum.

Í ljósi þess að hljóta virtustu bókmenntaverðlaun heims er Jon Fosse líklega slétt sama hvað þrítugum sviðshöfundi og bókagagnrýnanda Heimildarinnar finnst um verk hans, en það er þó niðurstaða gagnrýnanda að Þannig var það sé vel skrifaður mónólógur sem á erindi við íslenska lesendur í þessari nýju þýðingu. Spennandi verður að sjá hvort verðlaunin gera það að verkum að verk eftir hann, til dæmis það sem hér er rætt, verði sett upp á íslensku leiksviði í kjölfarið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár